Hefur aldrei verið jafn spenntur Guðný Hrönn skrifar 13. mars 2018 12:00 Bjarki mun skemmta dansþyrstum gestum á Sónar Reykjavík á laugardaginn. Raftónlistarmaðurinn Bjarki Rúnar Sigurðarson mun spila á Sónar Reykjavík um næstu helgi. Hann lofar mikilfenglegri sýningu á stóra sviðinu og segist aldrei hafa verið jafn spenntur. „Um tíu manns munu koma að uppsetningu myndefnis, ljósa og leikmyndar.“ Nú styttist óðfluga í Sónar hátíðina þar sem fjölbreyttur hópur listamanna kemur fram. Í þeim hópi er meðal annars raftónlistarmaðurinn Bjarki Rúnar Sigurðarson. Það hefur farið tiltölulega lítið fyrir Bjarka hér á Íslandi en hann þó búinn að „meika“ það, ef svo má að orði komast, í raftónlistarheiminum og hefur spilað víða um heim á undanförnum árum. Bjarki hefur verið að fikta í tónlist síðan hann man eftir sér. „Ég hef verið að reyna að tjá hugsanir mínar og tilfinningar í gegnum tónlist alveg frá því ég man eftir mér. Ég hef unnið með það hvernig mér líður frá degi til dags í einhvers konar tón-dagbók. Margt sem ég bý til er einungis fyrir sjálfan mig,“ útskýrir Bjarki sem er í dag í fullri vinnu við að búa til og spila tónlist. „Ég vinn með útgáfufyrirtækinu трип records sem gefur út tónlistina mína, en sömuleiðis rek ég mitt eigið útgáfufyrirtæki bbbbbb records með tveimur vinum mínum. Þar einblínum við á að kynna íslenska danstónlist og dægurlög.“Eins og áður sagði hefur frekar lítið farið fyrir Bjarka á Íslandi en hann spilar mestmegnis erlendis. Spurður út í muninn á milli þess að spila á Íslandi og erlendis segir hann: „Íslendingar eru kröfuharðir og hafa ákveðna skoðun á hlutunum, þeir vita hvað þeim finnst gott. Á sama tíma taka þeir hlutunum ekkert of alvarlega eins og fólk sums staðar annars staðar, mér finnst það vera mjög jákvætt.“ „Ég hef mikið gaman af því að grínast og hafa það skemmtilegt, sérstaklega þegar alvarlegir teknó- aðdáendur eru nálægt. Heima á Íslandi get ég verið að spila lag aftur á bak í blandi við Siggu Beinteins og svo eftir það komið með tryllt teknó og allir verða glaðir. Fyrir tveimur árum spilaði ég á tónlistarhátíð í Belgíu þar sem flestir voru að búast við einhverjum alvarlegum teknó tónum en ég spilaði bara tónlist úr Tetris í staðinn. Stundum fer það í taugarnar á mér hvað fólk getur verið búið að ákveða fyrir fram hvað sé að fara gerast.“ Bjarki spilaði á Sónar Reykjavík fyrir tveimur árum, þá í bílakjallaranum. Núna verður hann á stóra sviðinu. Spurður út í hvort það verði mikill munur á tónleikunum hans í ár miðað við fyrir tveimur árum svarar hann játandi. „Já, hugmyndin var að gera eitthvað öðruvísi og útkoman er sú að um tíu manns munu koma að uppsetningu myndefnis, ljósa og leikmyndar. Allt eru þetta vinir mínir sem eru algjörir snillingar og hafa komið mér verulega á óvart síðustu daga. Þetta er í fyrsta skipti sem ég tek þátt í svona stórum undirbúning fyrir tónleikana mína, ég hef aldrei verið jafn spenntur.“ Bjarki tekur fram að hann sé líka mjög spenntur fyrir að sjá tónleikana í bílakjallaranum í ár. „Kjallarinn er eitt af því besta við Sónar og í ár verður þetta enn betra þegar flestir þeir Íslendingar sem spila eru vinir mínir.“ Bjarki bætir við að þeir félagar hjá bbbbbb records verði með útgáfupartí í Lucky Records á miðvikudaginn og þar geta dansþyrstir hitað upp fyrir Sónar. „Þeir sem spila verða EOD, Volruptus, Lord Pusswhip og ég,“ segir Bjarki spenntur. Menning Sónar Tengdar fréttir Skemmta á einum elsta klúbbi í heimi Plötusnúðarnir Addi Exos og Kid Mistik koma fram á Tresor, einum merkilegasta klúbbi í sögu Þýskalands. 4. september 2014 13:30 Gefur út hjá rússneskum plötusnúði Samstarf raftónlistarmannsins Bjarka Rúnars og Ninu Kraviz hófst þegar þau hittust á næturklúbbi í Köben. 25. nóvember 2014 11:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Raftónlistarmaðurinn Bjarki Rúnar Sigurðarson mun spila á Sónar Reykjavík um næstu helgi. Hann lofar mikilfenglegri sýningu á stóra sviðinu og segist aldrei hafa verið jafn spenntur. „Um tíu manns munu koma að uppsetningu myndefnis, ljósa og leikmyndar.“ Nú styttist óðfluga í Sónar hátíðina þar sem fjölbreyttur hópur listamanna kemur fram. Í þeim hópi er meðal annars raftónlistarmaðurinn Bjarki Rúnar Sigurðarson. Það hefur farið tiltölulega lítið fyrir Bjarka hér á Íslandi en hann þó búinn að „meika“ það, ef svo má að orði komast, í raftónlistarheiminum og hefur spilað víða um heim á undanförnum árum. Bjarki hefur verið að fikta í tónlist síðan hann man eftir sér. „Ég hef verið að reyna að tjá hugsanir mínar og tilfinningar í gegnum tónlist alveg frá því ég man eftir mér. Ég hef unnið með það hvernig mér líður frá degi til dags í einhvers konar tón-dagbók. Margt sem ég bý til er einungis fyrir sjálfan mig,“ útskýrir Bjarki sem er í dag í fullri vinnu við að búa til og spila tónlist. „Ég vinn með útgáfufyrirtækinu трип records sem gefur út tónlistina mína, en sömuleiðis rek ég mitt eigið útgáfufyrirtæki bbbbbb records með tveimur vinum mínum. Þar einblínum við á að kynna íslenska danstónlist og dægurlög.“Eins og áður sagði hefur frekar lítið farið fyrir Bjarka á Íslandi en hann spilar mestmegnis erlendis. Spurður út í muninn á milli þess að spila á Íslandi og erlendis segir hann: „Íslendingar eru kröfuharðir og hafa ákveðna skoðun á hlutunum, þeir vita hvað þeim finnst gott. Á sama tíma taka þeir hlutunum ekkert of alvarlega eins og fólk sums staðar annars staðar, mér finnst það vera mjög jákvætt.“ „Ég hef mikið gaman af því að grínast og hafa það skemmtilegt, sérstaklega þegar alvarlegir teknó- aðdáendur eru nálægt. Heima á Íslandi get ég verið að spila lag aftur á bak í blandi við Siggu Beinteins og svo eftir það komið með tryllt teknó og allir verða glaðir. Fyrir tveimur árum spilaði ég á tónlistarhátíð í Belgíu þar sem flestir voru að búast við einhverjum alvarlegum teknó tónum en ég spilaði bara tónlist úr Tetris í staðinn. Stundum fer það í taugarnar á mér hvað fólk getur verið búið að ákveða fyrir fram hvað sé að fara gerast.“ Bjarki spilaði á Sónar Reykjavík fyrir tveimur árum, þá í bílakjallaranum. Núna verður hann á stóra sviðinu. Spurður út í hvort það verði mikill munur á tónleikunum hans í ár miðað við fyrir tveimur árum svarar hann játandi. „Já, hugmyndin var að gera eitthvað öðruvísi og útkoman er sú að um tíu manns munu koma að uppsetningu myndefnis, ljósa og leikmyndar. Allt eru þetta vinir mínir sem eru algjörir snillingar og hafa komið mér verulega á óvart síðustu daga. Þetta er í fyrsta skipti sem ég tek þátt í svona stórum undirbúning fyrir tónleikana mína, ég hef aldrei verið jafn spenntur.“ Bjarki tekur fram að hann sé líka mjög spenntur fyrir að sjá tónleikana í bílakjallaranum í ár. „Kjallarinn er eitt af því besta við Sónar og í ár verður þetta enn betra þegar flestir þeir Íslendingar sem spila eru vinir mínir.“ Bjarki bætir við að þeir félagar hjá bbbbbb records verði með útgáfupartí í Lucky Records á miðvikudaginn og þar geta dansþyrstir hitað upp fyrir Sónar. „Þeir sem spila verða EOD, Volruptus, Lord Pusswhip og ég,“ segir Bjarki spenntur.
Menning Sónar Tengdar fréttir Skemmta á einum elsta klúbbi í heimi Plötusnúðarnir Addi Exos og Kid Mistik koma fram á Tresor, einum merkilegasta klúbbi í sögu Þýskalands. 4. september 2014 13:30 Gefur út hjá rússneskum plötusnúði Samstarf raftónlistarmannsins Bjarka Rúnars og Ninu Kraviz hófst þegar þau hittust á næturklúbbi í Köben. 25. nóvember 2014 11:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Skemmta á einum elsta klúbbi í heimi Plötusnúðarnir Addi Exos og Kid Mistik koma fram á Tresor, einum merkilegasta klúbbi í sögu Þýskalands. 4. september 2014 13:30
Gefur út hjá rússneskum plötusnúði Samstarf raftónlistarmannsins Bjarka Rúnars og Ninu Kraviz hófst þegar þau hittust á næturklúbbi í Köben. 25. nóvember 2014 11:00