Hafði alltaf lúmskan áhuga á förðun Guðný Hrönn skrifar 13. mars 2018 06:00 Alexander var farinn að kenna sjálfur í Reykjavík Makeup School innan við ári eftir útskrift. Vísir/eyþór Förðunarfræðingurinn Alexander Sigurður Sigfússon er einn af fáum karlkyns förðunarfræðingum landsins. Hann útskrifaðist sem förðunarfræðingur fyrir rúmu ári og hefur á skömmum tíma tekist að skapa sér nafn í bransanum. Spurður út í hvernig hann byrjaði að fikra sig áfram í förðun segir Alexander áhugann hafa kviknað snemma. „Ég hef alltaf haft einhvern lúmskan áhuga á förðun. Þegar systir mín var að fara á böll þá fór ég að fikta við að mála hana og svo var ég alltaf að skipta mér af þegar vinkonur mínar voru að mála sig áður en við fórum eitthvað út saman. Ég var alltaf að koma með hugmyndir og fá að laga eitthvað hjá þeim, frekar pirrandi týpa,“ segir hann og hlær. „En ég íhugaði ekki að fara að læra þetta fyrr en einu og hálfu ári eftir útskrift úr menntaskóla,“ segir Alexander. Hann vann í fataverslun eftir útskrift úr menntaskóla og átti eftir að taka ákvörðun um næsta skref. Þá datt honum í hug að sækja um í Reykjavík Makeup School og komst inn. „Ég skráði mig bara til að prófa. Planið var ekki beint að fara að læra förðun til að vinna við þetta. Mig langaði í raun bara að bæta við mig þekkingu. En þegar ég byrjaði í skólanum þá varð ég bara ástfanginn af þessum heimi,“ segir Alexander sem var fyrsti strákurinn sem stundaði nám við Reykjavík Makeup School. Alexander útskrifaðist í desember árið 2016 og er í dag í fullri vinnu sem förðunarfræðingur og hefur vakið athygli sem slíkur. Hann segir þá staðreynd að Ísland sé lítið land hjálpa. „Um leið og maður fer að auglýsa sig og fá verkefni þar sem fólk er ánægt með mann þá er það fljótt að fréttast,“ útskýrir Alexander. Hann segir eigendur Reykjavík Makeup School einnig hafa hjálpað sér að koma sér á framfæri. Að lokum, spurður út í helstu fyrirmyndir í förðunarbransanum, nefnir hann fjögur nöfn. „Náttúrulega Sara og Silla, eigendur Reykjavík Makeup School. Svo fylgist ég mikið með Pat McGrath, hún er algjör snilld. Og Sir John er mjög klár líka. Þetta eru svona helstu fyrirmyndir mína.“ Áhugasömum er bent á fylgjast með Alexander á Instagram undir notendanafninu facebyalexsig. Þar birtir hann reglulega myndir frá verkefnum sem hann er að vinna að. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Fleiri fréttir Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Sjá meira
Förðunarfræðingurinn Alexander Sigurður Sigfússon er einn af fáum karlkyns förðunarfræðingum landsins. Hann útskrifaðist sem förðunarfræðingur fyrir rúmu ári og hefur á skömmum tíma tekist að skapa sér nafn í bransanum. Spurður út í hvernig hann byrjaði að fikra sig áfram í förðun segir Alexander áhugann hafa kviknað snemma. „Ég hef alltaf haft einhvern lúmskan áhuga á förðun. Þegar systir mín var að fara á böll þá fór ég að fikta við að mála hana og svo var ég alltaf að skipta mér af þegar vinkonur mínar voru að mála sig áður en við fórum eitthvað út saman. Ég var alltaf að koma með hugmyndir og fá að laga eitthvað hjá þeim, frekar pirrandi týpa,“ segir hann og hlær. „En ég íhugaði ekki að fara að læra þetta fyrr en einu og hálfu ári eftir útskrift úr menntaskóla,“ segir Alexander. Hann vann í fataverslun eftir útskrift úr menntaskóla og átti eftir að taka ákvörðun um næsta skref. Þá datt honum í hug að sækja um í Reykjavík Makeup School og komst inn. „Ég skráði mig bara til að prófa. Planið var ekki beint að fara að læra förðun til að vinna við þetta. Mig langaði í raun bara að bæta við mig þekkingu. En þegar ég byrjaði í skólanum þá varð ég bara ástfanginn af þessum heimi,“ segir Alexander sem var fyrsti strákurinn sem stundaði nám við Reykjavík Makeup School. Alexander útskrifaðist í desember árið 2016 og er í dag í fullri vinnu sem förðunarfræðingur og hefur vakið athygli sem slíkur. Hann segir þá staðreynd að Ísland sé lítið land hjálpa. „Um leið og maður fer að auglýsa sig og fá verkefni þar sem fólk er ánægt með mann þá er það fljótt að fréttast,“ útskýrir Alexander. Hann segir eigendur Reykjavík Makeup School einnig hafa hjálpað sér að koma sér á framfæri. Að lokum, spurður út í helstu fyrirmyndir í förðunarbransanum, nefnir hann fjögur nöfn. „Náttúrulega Sara og Silla, eigendur Reykjavík Makeup School. Svo fylgist ég mikið með Pat McGrath, hún er algjör snilld. Og Sir John er mjög klár líka. Þetta eru svona helstu fyrirmyndir mína.“ Áhugasömum er bent á fylgjast með Alexander á Instagram undir notendanafninu facebyalexsig. Þar birtir hann reglulega myndir frá verkefnum sem hann er að vinna að.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Fleiri fréttir Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Sjá meira