Útvarp Akureyri ætlar að útvarpa fréttum RÚV Jakob Bjarnar skrifar 12. mars 2018 11:25 Axel hefur ekki borið þessa ákvörðun neitt sérstaklega undir Magnús Geir Þórðarsson útvarpsstjóra, né þau hjá RÚV. En, mennamálaráðherra veit af þessum fyrirætlunum. Útvarp Akureyri FM 98,7 ætlar að útvarpa fréttum RÚV á tíðnisviði sínu. Axel Axelsson útvarpsstjóri segir RÚV eign þjóðarinnar og sér þessu ekkert til fyrirstöðu. Axel segir þetta lið í að auka þjónustu við hlustendur sína. Fréttir verða sendar út á heila tímanum, alla virka daga til að byrja með. Sent verður út frá fréttastofu Ríkisútvarpsins, sömu fréttir og birtast á Rás 1 og Rás 2 og í Sjónvarpinu.Breytt fjölmiðlalandslag Axel, sem tók við Útvarpi Akureyrar í desember, segist ekki hafa tilkynnt ráðamönnum á RÚV þetta sérstaklega en hann hafi sent Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra tilkynningu þess efnis að þetta standi til. Og fjölmiðlalandslagið sé breytt. „Menn spila allskonar klippur og dót, höfundarréttarmál eru þannig að ekki eru skörp skil. Bara ef vitnað er í „sorsinn“ þá ætti þetta að vera í lagi, hvaðan þú færð fréttina.“ Axel segir að þessi hugmynd hafi komið upp á sínum tíma, þá er hann kom að rekstri X FM og Kiss FM á sínum tíma, sem Síminn var meðal annars hlutahafi í. „Þá var Páll Magnússon útvarpsstjóri. Ég bar þetta upp við hann en viðbrögð voru lítil. Og það varð ekkert af því að við færum í þetta þá.“RÚV er eign allra landsmanna En, nú er lag. Útvarpsstjórinn segir rétt að vissulega séu á þessu margir fletir, svo sem þeir sem snúa að höfundarréttarmálum. Og vissulega megi setja upp „hypothetical“ dæmi, ef allar útvarpsstöðvar myndu bara grípa til þess að senda bara út fréttir RÚV, þá myndi það leiða til einsleitni í fréttaflutningi. En, hann vísar til smæðar útvarpsstöðvarinnar og staðsetningar, þetta sé lítil staðbundin útvarpsstöð. Og á heimasíðu Ríkisútvarpsins þar sem segir: „Ríkisútvarpið er eign allra landsmanna og það er starfsfólki mikið kappsmál að eigendurnir – almenningur – hafi greiðan og góðan aðgang að dagskrá RÚV í sjónvarpi, útvarpi og á vef.“ Auk þess má nefna samkeppnissjónarmið, en í öllu falli verður spennandi að sjá hver framvinda þessa máls verður; hvort RÚV láti þetta óátölulaust.Hefur borið fyrirætlanirnar undir lögmenn Axel segir einsýnt að með þessu, það er að stilla einfaldlega inn á fréttatíma ríkisútvarpsins, þá uppfyllist þetta markmið Ríkisútvarpsins enn betur með dreifingu frétta til allra landsmanna. Þetta sé öryggisatriði, meðal annars, auk þess sem Axel vill gjarnan halda hlustendum sínum upplýstum um gang mála. Hann segir að þessi ákvörðun, að senda fréttir RÚV út með þessum hætti á tíðni stöðvarinnar, hafi verið borin undir lögmenn og sjá þeir ekkert útsendingunum til fyrirstöðu. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Fleiri fréttir Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Sjá meira
Útvarp Akureyri FM 98,7 ætlar að útvarpa fréttum RÚV á tíðnisviði sínu. Axel Axelsson útvarpsstjóri segir RÚV eign þjóðarinnar og sér þessu ekkert til fyrirstöðu. Axel segir þetta lið í að auka þjónustu við hlustendur sína. Fréttir verða sendar út á heila tímanum, alla virka daga til að byrja með. Sent verður út frá fréttastofu Ríkisútvarpsins, sömu fréttir og birtast á Rás 1 og Rás 2 og í Sjónvarpinu.Breytt fjölmiðlalandslag Axel, sem tók við Útvarpi Akureyrar í desember, segist ekki hafa tilkynnt ráðamönnum á RÚV þetta sérstaklega en hann hafi sent Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra tilkynningu þess efnis að þetta standi til. Og fjölmiðlalandslagið sé breytt. „Menn spila allskonar klippur og dót, höfundarréttarmál eru þannig að ekki eru skörp skil. Bara ef vitnað er í „sorsinn“ þá ætti þetta að vera í lagi, hvaðan þú færð fréttina.“ Axel segir að þessi hugmynd hafi komið upp á sínum tíma, þá er hann kom að rekstri X FM og Kiss FM á sínum tíma, sem Síminn var meðal annars hlutahafi í. „Þá var Páll Magnússon útvarpsstjóri. Ég bar þetta upp við hann en viðbrögð voru lítil. Og það varð ekkert af því að við færum í þetta þá.“RÚV er eign allra landsmanna En, nú er lag. Útvarpsstjórinn segir rétt að vissulega séu á þessu margir fletir, svo sem þeir sem snúa að höfundarréttarmálum. Og vissulega megi setja upp „hypothetical“ dæmi, ef allar útvarpsstöðvar myndu bara grípa til þess að senda bara út fréttir RÚV, þá myndi það leiða til einsleitni í fréttaflutningi. En, hann vísar til smæðar útvarpsstöðvarinnar og staðsetningar, þetta sé lítil staðbundin útvarpsstöð. Og á heimasíðu Ríkisútvarpsins þar sem segir: „Ríkisútvarpið er eign allra landsmanna og það er starfsfólki mikið kappsmál að eigendurnir – almenningur – hafi greiðan og góðan aðgang að dagskrá RÚV í sjónvarpi, útvarpi og á vef.“ Auk þess má nefna samkeppnissjónarmið, en í öllu falli verður spennandi að sjá hver framvinda þessa máls verður; hvort RÚV láti þetta óátölulaust.Hefur borið fyrirætlanirnar undir lögmenn Axel segir einsýnt að með þessu, það er að stilla einfaldlega inn á fréttatíma ríkisútvarpsins, þá uppfyllist þetta markmið Ríkisútvarpsins enn betur með dreifingu frétta til allra landsmanna. Þetta sé öryggisatriði, meðal annars, auk þess sem Axel vill gjarnan halda hlustendum sínum upplýstum um gang mála. Hann segir að þessi ákvörðun, að senda fréttir RÚV út með þessum hætti á tíðni stöðvarinnar, hafi verið borin undir lögmenn og sjá þeir ekkert útsendingunum til fyrirstöðu.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Fleiri fréttir Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Sjá meira