Ekki hrifin af gulu og notar frekar pastelliti, greinar, egg og blóm Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. mars 2018 13:00 Soffía Dögg Garðarsdóttir. „Páskarnir eru svo yndislegur tími, þeir bera með sér fyrirheit um sumarið og bjartari daga,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir fagurkeri og stjórnandi bloggsíðunnar Skreytum hús og sér einnig um samnefndan Facebook hóp. „Þetta er langt frí, sem er samt svo laust við „kvaðir og skyldur“ sem fylgja til dæmis jólunum. Þetta er eiginlega bara svona: „endilega reyndu að hafa það kósý-frí“ með „dash“ af óhófi í súkkulaðiáti,“ segir Soffía um páskana sína. Á Snapchat (soffiadogg) hefur Soffía sýnt fólki sniðugar lausnir þegar kemur að páskaskreytingum, en heimili hennar er alltaf einstaklega fallegt.Skreytum hús„Eins og ég hef áður sagt, þá er ég hætt að tala um eiginlegt páskaskraut – og kýs fremur að líta á þetta sem vorskraut. Enda eru þetta egg og annað slíkt í pastellitum, og það er víst kjörið til þess að bera oss yfir þessa seinustu vikur vetrarins.“ Síðan eru það nátturulega blómin, bæði afskorin og öll laukblómin, þau koma svo sannarlega með vorið með sér að mati Soffíu. „Ég fór til dæmis í Blómaval og fékk mér dásamlegar asíusóleyjar sem eru á borðstofuborðinu og kirsuberjagreinar sem standa á eyjunni, sem er hrein dásemd í vasa. Líka afskornar hyasintur.Ég er ekki mjög hrifin af gulum, eða almennt sterkum litum, hér innanhús og tek því frekar pastellitina og tek náttúruna inn í formi greina, eggja og auðvitað blóma - þannig eru mínir páskar.“Skreytum húsSoffía er einnig mjög hrifin af því að föndra sjálf egg og hefur gert mikið af því. „Til dæmis tók ég greinar og gerði nokkurs konar hreiður og setti svo bara rósavönd í hreiðrið. Svo finnst mér alltaf gaman að nota það sem ég á fyrir, gamalt kökuform fær nýjan tilgang - sykurkar verður að kertastjaka og þess háttar. En ef ég vil fá mér eitthvað sætt þá kíki ég í Rúmfatalagerinn, Blómaval og í Litlu Garðbúðina sem er flutt á Selfoss.“ Þegar kemur að því að leggja á borð þá finnst Soffíu gaman að blanda saman mismunandi servéttum og líka diskum. „Það eykur á fjölbreytnina við borðið. Nota glös fyrir egg og bara leika mér með þetta. Ég á líka æðislegar páskalöber frá Jónsdóttir & co, sem stendur á gleðilega páska og mér finnst hann alveg ómissandi um páskana.“Nokkrar hugmyndir Soffíu frá Skreytum hús síðunni má finna í albúminu hér að neðan. Föndur Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
„Páskarnir eru svo yndislegur tími, þeir bera með sér fyrirheit um sumarið og bjartari daga,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir fagurkeri og stjórnandi bloggsíðunnar Skreytum hús og sér einnig um samnefndan Facebook hóp. „Þetta er langt frí, sem er samt svo laust við „kvaðir og skyldur“ sem fylgja til dæmis jólunum. Þetta er eiginlega bara svona: „endilega reyndu að hafa það kósý-frí“ með „dash“ af óhófi í súkkulaðiáti,“ segir Soffía um páskana sína. Á Snapchat (soffiadogg) hefur Soffía sýnt fólki sniðugar lausnir þegar kemur að páskaskreytingum, en heimili hennar er alltaf einstaklega fallegt.Skreytum hús„Eins og ég hef áður sagt, þá er ég hætt að tala um eiginlegt páskaskraut – og kýs fremur að líta á þetta sem vorskraut. Enda eru þetta egg og annað slíkt í pastellitum, og það er víst kjörið til þess að bera oss yfir þessa seinustu vikur vetrarins.“ Síðan eru það nátturulega blómin, bæði afskorin og öll laukblómin, þau koma svo sannarlega með vorið með sér að mati Soffíu. „Ég fór til dæmis í Blómaval og fékk mér dásamlegar asíusóleyjar sem eru á borðstofuborðinu og kirsuberjagreinar sem standa á eyjunni, sem er hrein dásemd í vasa. Líka afskornar hyasintur.Ég er ekki mjög hrifin af gulum, eða almennt sterkum litum, hér innanhús og tek því frekar pastellitina og tek náttúruna inn í formi greina, eggja og auðvitað blóma - þannig eru mínir páskar.“Skreytum húsSoffía er einnig mjög hrifin af því að föndra sjálf egg og hefur gert mikið af því. „Til dæmis tók ég greinar og gerði nokkurs konar hreiður og setti svo bara rósavönd í hreiðrið. Svo finnst mér alltaf gaman að nota það sem ég á fyrir, gamalt kökuform fær nýjan tilgang - sykurkar verður að kertastjaka og þess háttar. En ef ég vil fá mér eitthvað sætt þá kíki ég í Rúmfatalagerinn, Blómaval og í Litlu Garðbúðina sem er flutt á Selfoss.“ Þegar kemur að því að leggja á borð þá finnst Soffíu gaman að blanda saman mismunandi servéttum og líka diskum. „Það eykur á fjölbreytnina við borðið. Nota glös fyrir egg og bara leika mér með þetta. Ég á líka æðislegar páskalöber frá Jónsdóttir & co, sem stendur á gleðilega páska og mér finnst hann alveg ómissandi um páskana.“Nokkrar hugmyndir Soffíu frá Skreytum hús síðunni má finna í albúminu hér að neðan.
Föndur Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira