Örfáir tugir bílastæða lausir á langtímastæðinu við Leifsstöð Hersir Aron Ólafsson skrifar 29. mars 2018 12:30 Líklegt er að langtímastæði við Leifsstöð fyllist í dag FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Líklegt er að langtímastæði við Leifsstöð fyllist í dag líkt og kom fram á Vísi í morgun. Eru ferðalangar hvattir til að nýta sér aðra samgöngumáta á flugvöllinn. Upplýsingafulltrúi ISAVIA segir ekki útilokað að ferðamet Íslandinga um páskana verði slegið í ár. Leiðir landsmanna liggja til allra átta um páskahátíðina og virðist sem fjölmargir hyggi á afslöppun á erlendri grund. Hins vegar er mikilvægt að huga vel að skipulagi ferðarinnar, a.m.k. hlutanum frá heimili og að flugvellinum. Þannig segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, ekki sérlega æskilegt að mæta á einkabílnum. „Núna fyrir hádegi voru aðeins örfáir tugir bílastæða lausir á langtímastæðinu. Við gerum eiginlega ráð fyrir því að langtímabílastæðin verði orðin yfirfull seinna í dag,“ segir Guðjón. Við Leifsstöð eru um 2 þúsund langtímastæði. Guðjón bendir á að sambærileg staða hafi komið upp í fyrra, þar sem stæðin urðu yfirfull – og mikið kapp því verið lagt á að hvetja fólk til að nýta sér aðra samgöngukosti. „Þess vegna bentum við á nýja bókunarsvæðið á vef ISAVIA þar sem hægt er að bóka stæði fyrirfram og fólk hefur verið að nýta sér það. Við hvöttum fólk til að tryggja sér þannig stæði og þannig á betri kjörum en við hliðið,“ segir Guðjón. Á vef Túrista.is er bent á að yfir 60 þúsund Íslendingar hafi farið ytra í páskamánuðinum í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu, eða um 20 þúsund fleiri en árið áður. Þá er því velt upp hvort metið gæti fallið í ár. Guðjón segir það ekki útilokað. „Fólk finnur fyrir því að töluverður fjöldi er að fara, svipað og var að gerast í fyrra. Við bíðum bara eftir að sjá tölurnar fyrir þetta tímabil og sjáum þá hvort metið síðan í fyrra sé fallið,“ segir Guðjón að lokum. Samgöngur Tengdar fréttir Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll að fyllast Fólki er ráðlagt að taka rútu, leigubíl eða láta skutla sér út á flugvöl. 29. mars 2018 10:32 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Líklegt er að langtímastæði við Leifsstöð fyllist í dag líkt og kom fram á Vísi í morgun. Eru ferðalangar hvattir til að nýta sér aðra samgöngumáta á flugvöllinn. Upplýsingafulltrúi ISAVIA segir ekki útilokað að ferðamet Íslandinga um páskana verði slegið í ár. Leiðir landsmanna liggja til allra átta um páskahátíðina og virðist sem fjölmargir hyggi á afslöppun á erlendri grund. Hins vegar er mikilvægt að huga vel að skipulagi ferðarinnar, a.m.k. hlutanum frá heimili og að flugvellinum. Þannig segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, ekki sérlega æskilegt að mæta á einkabílnum. „Núna fyrir hádegi voru aðeins örfáir tugir bílastæða lausir á langtímastæðinu. Við gerum eiginlega ráð fyrir því að langtímabílastæðin verði orðin yfirfull seinna í dag,“ segir Guðjón. Við Leifsstöð eru um 2 þúsund langtímastæði. Guðjón bendir á að sambærileg staða hafi komið upp í fyrra, þar sem stæðin urðu yfirfull – og mikið kapp því verið lagt á að hvetja fólk til að nýta sér aðra samgöngukosti. „Þess vegna bentum við á nýja bókunarsvæðið á vef ISAVIA þar sem hægt er að bóka stæði fyrirfram og fólk hefur verið að nýta sér það. Við hvöttum fólk til að tryggja sér þannig stæði og þannig á betri kjörum en við hliðið,“ segir Guðjón. Á vef Túrista.is er bent á að yfir 60 þúsund Íslendingar hafi farið ytra í páskamánuðinum í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu, eða um 20 þúsund fleiri en árið áður. Þá er því velt upp hvort metið gæti fallið í ár. Guðjón segir það ekki útilokað. „Fólk finnur fyrir því að töluverður fjöldi er að fara, svipað og var að gerast í fyrra. Við bíðum bara eftir að sjá tölurnar fyrir þetta tímabil og sjáum þá hvort metið síðan í fyrra sé fallið,“ segir Guðjón að lokum.
Samgöngur Tengdar fréttir Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll að fyllast Fólki er ráðlagt að taka rútu, leigubíl eða láta skutla sér út á flugvöl. 29. mars 2018 10:32 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll að fyllast Fólki er ráðlagt að taka rútu, leigubíl eða láta skutla sér út á flugvöl. 29. mars 2018 10:32