Öll langtímastæði við Keflavíkurflugvöll eru við það að fyllast og er fólki ráðlagt að taka rútu, leigubíl eða láta skutla sér út á flugvöl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ISAVIA.
Þetta er ekki fyrsta sinn sem öll langtímastæði fyllast við flugvöllinn en það gerðist líka um páskana í fyrra. Fyrr í þessum mánuði voru farþegar - sem áttu bókað far til útlanda um páskana - hvattir til að panta stæði fyrirfram á vef ISAVIA og ákváðu margir að nýta sér þann valkost að því fram kemur í tilkynningunni.
Hægt er að sjá hvort stæði séu laus eftir páska í bókunarkerfinu. Fjölgun bílastæða við flugvöllinn er liður í þeirri framkvæmdaáætlun sem unnið er að vegna áformaðrar stækkunar flugvallarins á næstu árum. Í tilkynningunni biðst ISAVIA afsökunar á þeim óþægindum sem þessi staða kann að valda farþegum.
Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll að fyllast

Tengdar fréttir

Samtök ferðaþjónustunnar skora á Isavia að fresta gildisstöku gjaldanna
Að öllu óbreyttu mun gjaldtaka á hópferðabifreiðar taka gildi á morgun, fimmtudaginn 1. mars.

Isavia endurgreiðir ef gjaldtaka er samkeppnislagabrot
Félagið hóf að taka gjald fyrir hópferðabílastæði við Leifsstöð í dag.

Rútumenn öskureiðir út í Isavia
Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia.