Allt að helmingur sambanda hér á landi endar með skilnaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. mars 2018 18:43 Lögskilnaðir eru algengastir í hópnum frá 40 til 49 ára en frá 2011 er sá aldurshópur ríflega þriðjungur þeirra sem slítur samvistum. Félags- og fjölskylduráðgjafi telur að um helmingur sambanda hér á landi endi með skilnaði. Í fyrra og hittifyrra voru met slegin í fjölda skilnaða hér á landi en algengast er að fólk á aldrinum 40 til 49 ákveði að slíta samvistum samkvæmt gögnum Þjóðskrár. Theodór Francis Birgisson félags- og fjölskylduráðgjafi hjá Lausninni segir að á þessum breytingaraldri ákveði fólk oft að umbylta lífi sínu. „Allt of margir hlaupa út úr parsambandinu og halda að þar liggi hundurinn grafinn. Það er miklu mikilvægara en fólk gerir sér grein fyrir að staldra aðeins við og athuga bara af hverju líður mér ekki nógu vel. Af hverju er ég ekki lengur sáttur eða sátt í parsambandinu og getur verið að það sé hreinlega bara eitthvað sem ég er ekki að gera sem ég var einu sinni að gera og ég þyrfti aftur að fara til fyrri vegar.“ Fólk gleymir að sinna sambandinu Þróunin frá árinu 2011 hefur verið að sífellt yngra fólk ákveður að skilja en á síðasta ári var ríflega fjórðungur fólks sem ákvað að skilja á aldrinum 30 til 39 samanborið við tæplega átta prósent árið 2007. Theodór segir þetta líka sína reynslu og bendir á áhrif samfélagsmiðla en önnur atriði komi líka til. „Það kemur svolítið að þessu að ungt fólk vill fá allt strax, ungt fólk vill eiga eins hús og foreldrarnir, eins bíl, fara jafn oft til útlanda og það er þessi ótrúlega félagslega krafa að allt gerist strax og allt sé fullkomið og svo kemst fólk bara að því að það er enginn fullkominn.“ Theodór segir að um 15 prósent sambandsslita séu vegna framhjáhalds en restin sé vegna þess að fólk gleymi að sinna sambandinu. „Þá verður þolið fyrir smáatriðunum svo lítið að jafnvel það að bílum er ekki rétt lagt eða það er búið að týna lyklunum getur sett allt saman á hliðina sem undir venjulegum kringumstæðum myndi engu máli skipta.“ Tengdar fréttir Aldrei fleiri skilið en í fyrra Á árinu 2016 voru 1.462 lögskilnaðir skráðir samkvæmt tölum Þjóðskrár. 26. mars 2018 20:00 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Sjá meira
Lögskilnaðir eru algengastir í hópnum frá 40 til 49 ára en frá 2011 er sá aldurshópur ríflega þriðjungur þeirra sem slítur samvistum. Félags- og fjölskylduráðgjafi telur að um helmingur sambanda hér á landi endi með skilnaði. Í fyrra og hittifyrra voru met slegin í fjölda skilnaða hér á landi en algengast er að fólk á aldrinum 40 til 49 ákveði að slíta samvistum samkvæmt gögnum Þjóðskrár. Theodór Francis Birgisson félags- og fjölskylduráðgjafi hjá Lausninni segir að á þessum breytingaraldri ákveði fólk oft að umbylta lífi sínu. „Allt of margir hlaupa út úr parsambandinu og halda að þar liggi hundurinn grafinn. Það er miklu mikilvægara en fólk gerir sér grein fyrir að staldra aðeins við og athuga bara af hverju líður mér ekki nógu vel. Af hverju er ég ekki lengur sáttur eða sátt í parsambandinu og getur verið að það sé hreinlega bara eitthvað sem ég er ekki að gera sem ég var einu sinni að gera og ég þyrfti aftur að fara til fyrri vegar.“ Fólk gleymir að sinna sambandinu Þróunin frá árinu 2011 hefur verið að sífellt yngra fólk ákveður að skilja en á síðasta ári var ríflega fjórðungur fólks sem ákvað að skilja á aldrinum 30 til 39 samanborið við tæplega átta prósent árið 2007. Theodór segir þetta líka sína reynslu og bendir á áhrif samfélagsmiðla en önnur atriði komi líka til. „Það kemur svolítið að þessu að ungt fólk vill fá allt strax, ungt fólk vill eiga eins hús og foreldrarnir, eins bíl, fara jafn oft til útlanda og það er þessi ótrúlega félagslega krafa að allt gerist strax og allt sé fullkomið og svo kemst fólk bara að því að það er enginn fullkominn.“ Theodór segir að um 15 prósent sambandsslita séu vegna framhjáhalds en restin sé vegna þess að fólk gleymi að sinna sambandinu. „Þá verður þolið fyrir smáatriðunum svo lítið að jafnvel það að bílum er ekki rétt lagt eða það er búið að týna lyklunum getur sett allt saman á hliðina sem undir venjulegum kringumstæðum myndi engu máli skipta.“
Tengdar fréttir Aldrei fleiri skilið en í fyrra Á árinu 2016 voru 1.462 lögskilnaðir skráðir samkvæmt tölum Þjóðskrár. 26. mars 2018 20:00 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Sjá meira
Aldrei fleiri skilið en í fyrra Á árinu 2016 voru 1.462 lögskilnaðir skráðir samkvæmt tölum Þjóðskrár. 26. mars 2018 20:00