Fólk getur sleppt fram af sér beislinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. mars 2018 05:59 Nanna og Meg segja Rauðu ljóðakvöldin hafa spurst vel út og þátttakendum fjölgar með hverju kvöldi. Vísir/ANTON „Þema kvöldsins er Dauðasyndirnar sjö og um 30 manns koma að dagskránni. Við blöndum saman ólíkum listformum því við viljum laða að okkur fólk sem færi ekki á venjulegan ljóðalestur,“ segir Meg Matich, skáld og þýðandi, um ljóðakvöldið Rauða skáldahúsið sem haldið verður í Iðnó á skírdag milli klukkan 20 og 23. Aðalskáld kvöldsins er Sjón en auk hans stíga níu skáld á svið og bjóða líka upp á einkalestur. Þetta er fjórða kvöldið undir hatti Rauða skáldahússins á einu ári. Matich kveðst hafa komið með hugmyndina hingað til lands frá New York. „Í Bandaríkjunum voru sett upp „ljóðavændishús“ á nítjándu öld sem skáld og listamenn af öllu tagi sóttu. Þangað er titillinn sóttur,“ segir hún. „Þessi starfsemi náði trúlega ekki til Íslands,“ segir Nanna Gunnarsdóttir hjá viðburðafyrirtækinu Huldufugli sem heldur utan um dagskrána og rekur hana aðeins nánar. „Við erum með skáld, sirkuslistafólk, dansara og hljómsveitir. Svo er ég maddama hússins, tek á móti fólki og útskýri reglurnar. Þetta líkist því að koma inn í kabaretthús frá því fyrr á öldinni í Berlín eða París. Gestir sitja ekkert fastir í sínu sæti heldur ganga um og blanda geði við listafólk og aðra gesti. Iðnó er okkar staður, með skemmtilegan karakter og sögu og hentar okkur mjög vel, við fáum að nota allar þrjár hæðirnar. Aðsóknin hefur aukist með hverri sýningu, sama fólkið kemur aftur og aftur og svo bætist við hópinn, þannig að sýningarnar spyrjast vel út.“ Nanna segir gestina gjarnan klæða sig upp á, það sé samt engin skylda. „Síðast vorum við með grímuball og þá voru eiginlega allir með grímur. Fólk kemst í ham. Mér finnst rosa skemmtilegt hvernig Rauða skáldahúsið hefur þróast á síðasta ári, bæði af því öll ljóðskáldin eru í karakter, nema aðalskáldið og við stjórnendurnir erum það líka. Svo myndast tengsl milli karaktera sem við höfum ekki skipulagt.“ Þær Nanna og Meg segja kvöldið geta talist djarft en benda á að stærsta sýningin í Borgarleikhúsinu núna sé Rocky Horror. „Við dönsum svolítið á sömu línu og það er eftirspurn eftir því. Fólk getur svolítið sleppt fram af sér beislinu,“ segir Nanna. „Það veit ekki alveg við hverju á að búast þegar það kemur en svo vill það ekki fara þegar sýningin endar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira
„Þema kvöldsins er Dauðasyndirnar sjö og um 30 manns koma að dagskránni. Við blöndum saman ólíkum listformum því við viljum laða að okkur fólk sem færi ekki á venjulegan ljóðalestur,“ segir Meg Matich, skáld og þýðandi, um ljóðakvöldið Rauða skáldahúsið sem haldið verður í Iðnó á skírdag milli klukkan 20 og 23. Aðalskáld kvöldsins er Sjón en auk hans stíga níu skáld á svið og bjóða líka upp á einkalestur. Þetta er fjórða kvöldið undir hatti Rauða skáldahússins á einu ári. Matich kveðst hafa komið með hugmyndina hingað til lands frá New York. „Í Bandaríkjunum voru sett upp „ljóðavændishús“ á nítjándu öld sem skáld og listamenn af öllu tagi sóttu. Þangað er titillinn sóttur,“ segir hún. „Þessi starfsemi náði trúlega ekki til Íslands,“ segir Nanna Gunnarsdóttir hjá viðburðafyrirtækinu Huldufugli sem heldur utan um dagskrána og rekur hana aðeins nánar. „Við erum með skáld, sirkuslistafólk, dansara og hljómsveitir. Svo er ég maddama hússins, tek á móti fólki og útskýri reglurnar. Þetta líkist því að koma inn í kabaretthús frá því fyrr á öldinni í Berlín eða París. Gestir sitja ekkert fastir í sínu sæti heldur ganga um og blanda geði við listafólk og aðra gesti. Iðnó er okkar staður, með skemmtilegan karakter og sögu og hentar okkur mjög vel, við fáum að nota allar þrjár hæðirnar. Aðsóknin hefur aukist með hverri sýningu, sama fólkið kemur aftur og aftur og svo bætist við hópinn, þannig að sýningarnar spyrjast vel út.“ Nanna segir gestina gjarnan klæða sig upp á, það sé samt engin skylda. „Síðast vorum við með grímuball og þá voru eiginlega allir með grímur. Fólk kemst í ham. Mér finnst rosa skemmtilegt hvernig Rauða skáldahúsið hefur þróast á síðasta ári, bæði af því öll ljóðskáldin eru í karakter, nema aðalskáldið og við stjórnendurnir erum það líka. Svo myndast tengsl milli karaktera sem við höfum ekki skipulagt.“ Þær Nanna og Meg segja kvöldið geta talist djarft en benda á að stærsta sýningin í Borgarleikhúsinu núna sé Rocky Horror. „Við dönsum svolítið á sömu línu og það er eftirspurn eftir því. Fólk getur svolítið sleppt fram af sér beislinu,“ segir Nanna. „Það veit ekki alveg við hverju á að búast þegar það kemur en svo vill það ekki fara þegar sýningin endar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira