Séra Ólafur sakar konurnar fimm um samantekin ráð Sveinn Arnarsson skrifar 26. mars 2018 06:00 Séra Ólafur er sóknarprestur í Grensáskirkju. Ólíklegt er að hann snúi aftur til starfa í bráð. Vísir/EYÞór Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur áfrýjað málunum tveimur þar sem hann var fundinn sekur um að hafa framið siðferðisbrot í skilningi þjóðkirkjulaga til áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar. Að mati lögmanns Ólafs vaknar sú spurning hvort ein kæran sé runnin undan rifjum biskups, prófasts eða öðrum vinkonum í kirkjunni sem vilji fella séra Ólaf.Fimm konur kærðu Ólaf á haustmánuðum fyrir kynferðislega áreitni á kirkjulegum vettvangi. Biskup tók hart á málinu og sendi Ólaf í launað leyfi sem enn er í gildi og var framlengt í síðustu viku. Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs, er afar vonsvikinn yfir vinnubrögðum biskups. „Biskup sendir séra Ólaf í leyfi vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi. Úrskurðarnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um kynferðislegt ofbeldi að ræða. Því eru ekki rök fyrir því að framlengja það leyfi á þeim forsendum,“ segir Einar Gautur. Í bréfi Einars Gauts til áfrýjunarnefndarinnar í einu málinu vitnar hann til samskipta konunnar við Ólaf. Meðal gagna eru þrjú jólakort, árin 2012, 2015 og 2016, þar sem konan talar vel til Ólafs og sendir honum „þúsund kossa“ eins og stendur í jólakortunum. Á það að vera til vitnis um góðan anda milli þeirra og geta bent til þess að ákæran sé ekki af heilum hug komin.Sjá einnig: Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti „Að mati áfrýjanda eru allar þessar kveðjur í stíl við áralöng samskipti gagnaðila við hann en kæra gagnaðila er algjörlega á skjön við þau samskipti sem hafa aldrei falið í sér einhliða markaleysi, valdbeitingu eða ógnun,“ skrifar Einar Gautur. Einnig telur Einar Gautur að konurnar hafi samhæft atvikalýsingu að einhverju leyti. Ásakanir kvennanna eru allar keimlíkar, um að sóknarpresturinn hafi sleikt og nartað í eyrnasnepla þeirra. Séra Ólafur þvertekur fyrir að hafa viðhaft það hátterni. „Áfrýjandi kannast ekki við þær sjálfur og hefur hann engar aðrar skýringar en að þær hafi smitast úr öðrum málum á hendur sér. Fyrir liggur og er óumdeilt að konurnar í þeim málum stóðu saman sem ein heild,“ segir í áfrýjun séra Ólafs. Ólíklegt þykir að Ólafur komi til starfa á þessu ári á meðan málið er til meðferðar áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Fyrrverandi ráðherra reyndi að hafa áhrif á brotaþola sr. Ólafs Brotaþoli Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, fékk bréf frá Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi ráðherra og formanni Framsóknarflokks. Vildi hún kanna hvort hægt væri að ljúka málinu með "afsökunarbeiðni og samkomulagi.“ 6. mars 2018 06:00 Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur áfrýjað málunum tveimur þar sem hann var fundinn sekur um að hafa framið siðferðisbrot í skilningi þjóðkirkjulaga til áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar. Að mati lögmanns Ólafs vaknar sú spurning hvort ein kæran sé runnin undan rifjum biskups, prófasts eða öðrum vinkonum í kirkjunni sem vilji fella séra Ólaf.Fimm konur kærðu Ólaf á haustmánuðum fyrir kynferðislega áreitni á kirkjulegum vettvangi. Biskup tók hart á málinu og sendi Ólaf í launað leyfi sem enn er í gildi og var framlengt í síðustu viku. Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs, er afar vonsvikinn yfir vinnubrögðum biskups. „Biskup sendir séra Ólaf í leyfi vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi. Úrskurðarnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um kynferðislegt ofbeldi að ræða. Því eru ekki rök fyrir því að framlengja það leyfi á þeim forsendum,“ segir Einar Gautur. Í bréfi Einars Gauts til áfrýjunarnefndarinnar í einu málinu vitnar hann til samskipta konunnar við Ólaf. Meðal gagna eru þrjú jólakort, árin 2012, 2015 og 2016, þar sem konan talar vel til Ólafs og sendir honum „þúsund kossa“ eins og stendur í jólakortunum. Á það að vera til vitnis um góðan anda milli þeirra og geta bent til þess að ákæran sé ekki af heilum hug komin.Sjá einnig: Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti „Að mati áfrýjanda eru allar þessar kveðjur í stíl við áralöng samskipti gagnaðila við hann en kæra gagnaðila er algjörlega á skjön við þau samskipti sem hafa aldrei falið í sér einhliða markaleysi, valdbeitingu eða ógnun,“ skrifar Einar Gautur. Einnig telur Einar Gautur að konurnar hafi samhæft atvikalýsingu að einhverju leyti. Ásakanir kvennanna eru allar keimlíkar, um að sóknarpresturinn hafi sleikt og nartað í eyrnasnepla þeirra. Séra Ólafur þvertekur fyrir að hafa viðhaft það hátterni. „Áfrýjandi kannast ekki við þær sjálfur og hefur hann engar aðrar skýringar en að þær hafi smitast úr öðrum málum á hendur sér. Fyrir liggur og er óumdeilt að konurnar í þeim málum stóðu saman sem ein heild,“ segir í áfrýjun séra Ólafs. Ólíklegt þykir að Ólafur komi til starfa á þessu ári á meðan málið er til meðferðar áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Fyrrverandi ráðherra reyndi að hafa áhrif á brotaþola sr. Ólafs Brotaþoli Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, fékk bréf frá Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi ráðherra og formanni Framsóknarflokks. Vildi hún kanna hvort hægt væri að ljúka málinu með "afsökunarbeiðni og samkomulagi.“ 6. mars 2018 06:00 Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
„Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09
Fyrrverandi ráðherra reyndi að hafa áhrif á brotaþola sr. Ólafs Brotaþoli Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, fékk bréf frá Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi ráðherra og formanni Framsóknarflokks. Vildi hún kanna hvort hægt væri að ljúka málinu með "afsökunarbeiðni og samkomulagi.“ 6. mars 2018 06:00
Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00