Innheimtu veggjalds í Hvalfjarðargöngum á vegum Spalar verður hætt í september. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins í gær. Ráðherra hefur þó sagt að ekki hafi verið tekin ákvörðun um framhald gjaldheimtu eftir að Vegagerðin tekur göngin yfir á þessu ári.
Í frétt á vef Spalar kemur fram að gjaldtökunni verði líklega hætt í síðari hluta september. Nánari tímasetning verði ákveðin í maí.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, sagði í janúar að ekki lægi fyrir hvort gjaldtökunni yrði haldið áfram þegar ríkið tekur við Hvalfjarðargöngunum. Setti hann það meðal annars í samhengi við mögulega tvöföldun gangnanna.
Fyrstu tvo mánuði og fram eftir marsmánuði 2018 var jókst umferð um göngin um 2%. Það var undir áætlunum Spalar en ástæðan er sögð ótíð í febrúar og minni umferð af þeim ástæðum en ella hefði verið.
Útlit er hins vegar fyrir umtalsverða aukningu umferðar í mars í samanburði við sama mánuð í fyrra.
Árið í fyrra var metár í umferð um Hvarlfjarðargöngin. Í skýrslu stjórnar Spalar kom fram að rúmlega tvær og hálf milljón ökutækja hafi farið um göngin í fyrra. Það var fjölgun um 8,3% frá árinu 2016.
Meðalumferð árið 2017 var rétt tæplega 7.000 ökutæki á dag en var 6.436 ökutæki á árinu 2016.
Spölur hættir að rukka í Hvalfjarðargöng í september

Tengdar fréttir

Útilokar ekki vegatolla
Það kostar að minnsta kosti sextíu milljarða að bæta helstu vegi út fyrir höfuðborgarsvæðið.

Stefna að því að hætta gjaldtöku síðsumars
"Það liggur nokkurn veginn fyrir hvað við þurfum að klára að borga áður en við hættum.“

Forsendur fyrir gjaldtöku í Hvalfjarðargöng verði ekki lengur fyrir hendi
Hins vegar kemur til greina að hefja gjaldtöku annars staðar.