Lendingarbúnaður lokar leiðum úr bænum Sveinn Arnarsson skrifar 24. mars 2018 08:06 Gömlu brúna yfir Eyjafjörð má sjá á myndinni. Svæðið er notað í ýmiss konar útivist. Vísir/Pjetur Nýr ILS-lendingarbúnaður, sem setja á við Akureyrarflugvöll til að styðja betur við millilandaflug um völlinn, gæti lokað fyrir gönguog reiðleið um Eyjafjörð. Hestamenn á Akureyri eru slegnir yfir áformunum og vilja að bætt sé fyrir veginn hið snarasta. Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum 20. febrúarbreytingu á skipulagi til að koma búnaðinum fyrir. Segir í tillögunni að það loki núverandi göngu- og reiðleið. „Hins vegar opnast tækifæri við uppbyggingu nýrrar leiðar samhliða lagningu jarðstrengs yfir vesturkvísl Eyjafjarðarár,“ segir í tillögunni. Hins vegar er ekki ljóst hvenær farið verður í þær framkvæmdir. Samkvæmt samþykktu skipulagi hefði því þurft að loka veginum þar sem búnaðurinn yrði staðsetttur á gönguleiðinni. Þar með yrði hvorki hægt að fara gangandi né ríðandi yfir gömlu brýrnar svokölluðu sem smíðaðar voru árið 1923 og voru gamli þjóðvegurinn yfir Eyjafjarðará. Sigfús Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis, segir að ef vegurinn verði aflagður þurfi að leggja nýjan veg hið snarasta. Hestamenn á Akureyri verði innlyksa með þessum aðgerðum. „Við höfum átt fundi með bænum og viljum auðvitað ekki standa í vegi fyrir millilandaflugi. Hins vegar þarf að finna bót á þessu sem allra fyrst,“ segir Sigfús. Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri, segir að málið sé unnið hratt innan bæjarkerfisins. „Í fyrstu var okkur tjáð að lendingarbúnaðurinn myndi loka leiðinni. Eftir mikil fundahöld með Isavia og Landsneti hefur hins vegar komið í ljós að möguleiki er til þess að halda veginum opnum. Við erum að skoða alla möguleika í þessum efnum,“ segir Ingibjörg. „Það er okkar kappsmál að svæðið verði áfram nýtt sem útivistarsvæði og því leggjum við ríka áherslu á að finna lausnir á málinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Nýr ILS-lendingarbúnaður, sem setja á við Akureyrarflugvöll til að styðja betur við millilandaflug um völlinn, gæti lokað fyrir gönguog reiðleið um Eyjafjörð. Hestamenn á Akureyri eru slegnir yfir áformunum og vilja að bætt sé fyrir veginn hið snarasta. Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum 20. febrúarbreytingu á skipulagi til að koma búnaðinum fyrir. Segir í tillögunni að það loki núverandi göngu- og reiðleið. „Hins vegar opnast tækifæri við uppbyggingu nýrrar leiðar samhliða lagningu jarðstrengs yfir vesturkvísl Eyjafjarðarár,“ segir í tillögunni. Hins vegar er ekki ljóst hvenær farið verður í þær framkvæmdir. Samkvæmt samþykktu skipulagi hefði því þurft að loka veginum þar sem búnaðurinn yrði staðsetttur á gönguleiðinni. Þar með yrði hvorki hægt að fara gangandi né ríðandi yfir gömlu brýrnar svokölluðu sem smíðaðar voru árið 1923 og voru gamli þjóðvegurinn yfir Eyjafjarðará. Sigfús Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis, segir að ef vegurinn verði aflagður þurfi að leggja nýjan veg hið snarasta. Hestamenn á Akureyri verði innlyksa með þessum aðgerðum. „Við höfum átt fundi með bænum og viljum auðvitað ekki standa í vegi fyrir millilandaflugi. Hins vegar þarf að finna bót á þessu sem allra fyrst,“ segir Sigfús. Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri, segir að málið sé unnið hratt innan bæjarkerfisins. „Í fyrstu var okkur tjáð að lendingarbúnaðurinn myndi loka leiðinni. Eftir mikil fundahöld með Isavia og Landsneti hefur hins vegar komið í ljós að möguleiki er til þess að halda veginum opnum. Við erum að skoða alla möguleika í þessum efnum,“ segir Ingibjörg. „Það er okkar kappsmál að svæðið verði áfram nýtt sem útivistarsvæði og því leggjum við ríka áherslu á að finna lausnir á málinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent