Lendingarbúnaður lokar leiðum úr bænum Sveinn Arnarsson skrifar 24. mars 2018 08:06 Gömlu brúna yfir Eyjafjörð má sjá á myndinni. Svæðið er notað í ýmiss konar útivist. Vísir/Pjetur Nýr ILS-lendingarbúnaður, sem setja á við Akureyrarflugvöll til að styðja betur við millilandaflug um völlinn, gæti lokað fyrir gönguog reiðleið um Eyjafjörð. Hestamenn á Akureyri eru slegnir yfir áformunum og vilja að bætt sé fyrir veginn hið snarasta. Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum 20. febrúarbreytingu á skipulagi til að koma búnaðinum fyrir. Segir í tillögunni að það loki núverandi göngu- og reiðleið. „Hins vegar opnast tækifæri við uppbyggingu nýrrar leiðar samhliða lagningu jarðstrengs yfir vesturkvísl Eyjafjarðarár,“ segir í tillögunni. Hins vegar er ekki ljóst hvenær farið verður í þær framkvæmdir. Samkvæmt samþykktu skipulagi hefði því þurft að loka veginum þar sem búnaðurinn yrði staðsetttur á gönguleiðinni. Þar með yrði hvorki hægt að fara gangandi né ríðandi yfir gömlu brýrnar svokölluðu sem smíðaðar voru árið 1923 og voru gamli þjóðvegurinn yfir Eyjafjarðará. Sigfús Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis, segir að ef vegurinn verði aflagður þurfi að leggja nýjan veg hið snarasta. Hestamenn á Akureyri verði innlyksa með þessum aðgerðum. „Við höfum átt fundi með bænum og viljum auðvitað ekki standa í vegi fyrir millilandaflugi. Hins vegar þarf að finna bót á þessu sem allra fyrst,“ segir Sigfús. Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri, segir að málið sé unnið hratt innan bæjarkerfisins. „Í fyrstu var okkur tjáð að lendingarbúnaðurinn myndi loka leiðinni. Eftir mikil fundahöld með Isavia og Landsneti hefur hins vegar komið í ljós að möguleiki er til þess að halda veginum opnum. Við erum að skoða alla möguleika í þessum efnum,“ segir Ingibjörg. „Það er okkar kappsmál að svæðið verði áfram nýtt sem útivistarsvæði og því leggjum við ríka áherslu á að finna lausnir á málinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Nýr ILS-lendingarbúnaður, sem setja á við Akureyrarflugvöll til að styðja betur við millilandaflug um völlinn, gæti lokað fyrir gönguog reiðleið um Eyjafjörð. Hestamenn á Akureyri eru slegnir yfir áformunum og vilja að bætt sé fyrir veginn hið snarasta. Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum 20. febrúarbreytingu á skipulagi til að koma búnaðinum fyrir. Segir í tillögunni að það loki núverandi göngu- og reiðleið. „Hins vegar opnast tækifæri við uppbyggingu nýrrar leiðar samhliða lagningu jarðstrengs yfir vesturkvísl Eyjafjarðarár,“ segir í tillögunni. Hins vegar er ekki ljóst hvenær farið verður í þær framkvæmdir. Samkvæmt samþykktu skipulagi hefði því þurft að loka veginum þar sem búnaðurinn yrði staðsetttur á gönguleiðinni. Þar með yrði hvorki hægt að fara gangandi né ríðandi yfir gömlu brýrnar svokölluðu sem smíðaðar voru árið 1923 og voru gamli þjóðvegurinn yfir Eyjafjarðará. Sigfús Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis, segir að ef vegurinn verði aflagður þurfi að leggja nýjan veg hið snarasta. Hestamenn á Akureyri verði innlyksa með þessum aðgerðum. „Við höfum átt fundi með bænum og viljum auðvitað ekki standa í vegi fyrir millilandaflugi. Hins vegar þarf að finna bót á þessu sem allra fyrst,“ segir Sigfús. Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri, segir að málið sé unnið hratt innan bæjarkerfisins. „Í fyrstu var okkur tjáð að lendingarbúnaðurinn myndi loka leiðinni. Eftir mikil fundahöld með Isavia og Landsneti hefur hins vegar komið í ljós að möguleiki er til þess að halda veginum opnum. Við erum að skoða alla möguleika í þessum efnum,“ segir Ingibjörg. „Það er okkar kappsmál að svæðið verði áfram nýtt sem útivistarsvæði og því leggjum við ríka áherslu á að finna lausnir á málinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira