Átta rithöfundar tilnefndir fyrir forvitnilegustu kynlífslýsinguna Birgir Olgeirsson skrifar 23. mars 2018 15:53 Hér sést þegar Lárus Blöndal, stjórnarmaður í Lestrarfélaginu Krumma, afhendir Sigurbjörgu Þrastardóttur Rauðu hrafnsfjöðrina í fyrra. Átta rithöfundar eru tilnefndir til Rauðu hrafnsfjaðrarinnar sem eru veitt fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu ársins í íslenskum bókmenntum. Verðlaunin verða veitt á aðalfundi Lestrarfélagsins Krumma 6. apríl næstkomandi en þetta verður í tólfta sinn sem þessi viðurkenning er veitt. Fyrri hrafnsfjaðrarhafar eru eftirfarandi: Eiríkur Örn Norðdahl fyrir Eitur fyrir byrjendur 2006 Elísabet Jökulsdóttir fyrir Heilræði lásasmiðsins 2007 Hermann Stefánsson fyrir Algleymi 2008 Steinar Bragi fyrir Himininn yfir Þingvöllum 2009 Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir og Magnús Þór Jónsson (Megas) fyrir Dag kvennanna – ástarsögu 2010 Sigríður Jónsdóttir fyrir ljóðasafnið Kanil 2011 Auður Ava Ólafsdóttir fyrir Undantekninguna 2012 Sjón fyrir Mánastein 2013 Soffía Bjarnadóttir fyrir Segulskekkju 2014 Bergsveinn Birgisson fyrir Geirmundar sögu heljarskinns 2015 Sigurbjörg Þrastardóttir fyrir örsagnasafnið Óttaslegni trompetleikarinn og aðrar sögur 2016Tilnefningar fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu ársins 2017 í íslenskum skáldverkum eru eftirtaldar: „Þá sá hann tvo hvíta belgi sem hann hélt fyrst að væru litlir feitir englar úr Rubens-málverki, en þegar betur var að gáð reyndust þetta vera rasskinnar konu, óvenju stórar því þær flöttust út á glerinu eins og risastórar hvítar pönnukökur. Við rasskinnarnar loddu eistu sem hreyfðust nær og fjær eins og pendúlar fastir við loðna fótleggi, hálfklædda í jakkafatabuxur og karlmannsskó en þrengdu sér núna á milli snjóhvítra læra og leggja í leðurstígvélum. (Þórarinn Leifsson, Kaldakol.) „Eitt kvöldið, í miðjum atlotum beit Owen léttilega í eyrað á Mána og hvíslaði seiðandi: „Rauður leður reður sarð Urði niðri ... “ sem hann svo svaraði með því að kyssa hana létt á hálsinn og þylja upp úr sér löturhægt: „Þríbrotin blýkringla, þríbrotin blýkringla ... “ Er hiti fór að færast í leikinn fikraði hann sig niður eftir sveittum líkamanum og bleytti hann ennfremur með löngum og munaðarfullum sér- og samhljóðum; brjóstin fengu „mmmma mmmá, mmmme, mmmmé ...“ og í naflanum hljómaði djúpt „tuuu, túúú, tííí, tóóó“. Á innanverðum lærunum purraði hann löng ypsílon ý og loks, fyrir neðan mitti, hófst hann handa við að þjálfa tunguna með sérhæfðum styrktaræfingum; upp, niður, og til hliðar og hratt og hægt, og hratt, og hægt og í hægri hring, og í vinstri hring ... “ (Adolf Smári Unnarsson, Um lífsspeki ABBA & Tolteka (eða líf mitt sem Olof Palme).) „Og kynlífið var skelfilega rútínerað. Aldrei neinar spennandi uppákomur eða nýbreytni. Kossar og strokur. Hann saug á henni brjóstin. Hann kom inn í hana. Oftast ofan á. Út og inn í fimm mínútur. Hann kom. Og svo allt búið.“ (Friðika Benónýsdóttir, Vályndi.) „Endir Á morgun er kominn nýr dagur. Opið allan sólarhringinn og allt er ókeypis! En svo kemur að því að dagarnir verða ekki fleiri. Skondrumst því þangað sem ekki er spurt um skilríki. Og ég veit að þú segir já þegar ég spyr hvort þú viljir ríða mér í þessum einstaka mosa sem tekur sér 100 ár til að fullorðnast." (Solveig Thoroddsen, Bleikrými) „Sir John Vincent Hurt, CBE (1940-2017) Inert“ (Breki Karlsson, Náljóð III) „„Ekki,“ stundi hún í eyra mitt. Allt í kringum okkur glumdu við hlátrasköll, kliður, glös sem skullu saman, hróp yfir barborðið. Ég læddi fingrum undir kjólinn, dró nærbuxurnar til hliðar, stakk löngutöng inn í hana, hún kipptist við og stundi, fálmaði aftur fyrir sig og greip um klofið á mér. Ég hertist allur við snertinguna, typpið á mér stífnaði eins og eldhúsrúlluhólkur í gallabuxunum, titraði af stressi þegar ég elti hana að klósettinu.“ (Halldór Armand, Aftur og aftur) „Skoltar samviskunnar myndu örugglega bíta hana síðar fyrir að sofa hjá þessum lofaða manni. En hér og nú, á fögru tígulsteinalögðu torginu í Gamla stan, leið henni bara prýðilega í návist hans. Var meira að segja sæmilega fullnægð - hafði aðeins þurft að bæta örlítilli fingrafimi við atlot hans um nóttina til að finna upplýst rjóðrið sem þau stefndu á í áfengisþokunni. Verra gat það verið.“ (Eiríkur Bergmann, Samsærið) „Haustvísa Innanverð augnlokin veggfóðruð lyngi alsettu bústnum berjum. Innanverð leggöngin: holt bleikrými saknaðar. Sytrar úr veggjum.“ (Solveig Thoroddsen, Bleikrými) Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Átta rithöfundar eru tilnefndir til Rauðu hrafnsfjaðrarinnar sem eru veitt fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu ársins í íslenskum bókmenntum. Verðlaunin verða veitt á aðalfundi Lestrarfélagsins Krumma 6. apríl næstkomandi en þetta verður í tólfta sinn sem þessi viðurkenning er veitt. Fyrri hrafnsfjaðrarhafar eru eftirfarandi: Eiríkur Örn Norðdahl fyrir Eitur fyrir byrjendur 2006 Elísabet Jökulsdóttir fyrir Heilræði lásasmiðsins 2007 Hermann Stefánsson fyrir Algleymi 2008 Steinar Bragi fyrir Himininn yfir Þingvöllum 2009 Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir og Magnús Þór Jónsson (Megas) fyrir Dag kvennanna – ástarsögu 2010 Sigríður Jónsdóttir fyrir ljóðasafnið Kanil 2011 Auður Ava Ólafsdóttir fyrir Undantekninguna 2012 Sjón fyrir Mánastein 2013 Soffía Bjarnadóttir fyrir Segulskekkju 2014 Bergsveinn Birgisson fyrir Geirmundar sögu heljarskinns 2015 Sigurbjörg Þrastardóttir fyrir örsagnasafnið Óttaslegni trompetleikarinn og aðrar sögur 2016Tilnefningar fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu ársins 2017 í íslenskum skáldverkum eru eftirtaldar: „Þá sá hann tvo hvíta belgi sem hann hélt fyrst að væru litlir feitir englar úr Rubens-málverki, en þegar betur var að gáð reyndust þetta vera rasskinnar konu, óvenju stórar því þær flöttust út á glerinu eins og risastórar hvítar pönnukökur. Við rasskinnarnar loddu eistu sem hreyfðust nær og fjær eins og pendúlar fastir við loðna fótleggi, hálfklædda í jakkafatabuxur og karlmannsskó en þrengdu sér núna á milli snjóhvítra læra og leggja í leðurstígvélum. (Þórarinn Leifsson, Kaldakol.) „Eitt kvöldið, í miðjum atlotum beit Owen léttilega í eyrað á Mána og hvíslaði seiðandi: „Rauður leður reður sarð Urði niðri ... “ sem hann svo svaraði með því að kyssa hana létt á hálsinn og þylja upp úr sér löturhægt: „Þríbrotin blýkringla, þríbrotin blýkringla ... “ Er hiti fór að færast í leikinn fikraði hann sig niður eftir sveittum líkamanum og bleytti hann ennfremur með löngum og munaðarfullum sér- og samhljóðum; brjóstin fengu „mmmma mmmá, mmmme, mmmmé ...“ og í naflanum hljómaði djúpt „tuuu, túúú, tííí, tóóó“. Á innanverðum lærunum purraði hann löng ypsílon ý og loks, fyrir neðan mitti, hófst hann handa við að þjálfa tunguna með sérhæfðum styrktaræfingum; upp, niður, og til hliðar og hratt og hægt, og hratt, og hægt og í hægri hring, og í vinstri hring ... “ (Adolf Smári Unnarsson, Um lífsspeki ABBA & Tolteka (eða líf mitt sem Olof Palme).) „Og kynlífið var skelfilega rútínerað. Aldrei neinar spennandi uppákomur eða nýbreytni. Kossar og strokur. Hann saug á henni brjóstin. Hann kom inn í hana. Oftast ofan á. Út og inn í fimm mínútur. Hann kom. Og svo allt búið.“ (Friðika Benónýsdóttir, Vályndi.) „Endir Á morgun er kominn nýr dagur. Opið allan sólarhringinn og allt er ókeypis! En svo kemur að því að dagarnir verða ekki fleiri. Skondrumst því þangað sem ekki er spurt um skilríki. Og ég veit að þú segir já þegar ég spyr hvort þú viljir ríða mér í þessum einstaka mosa sem tekur sér 100 ár til að fullorðnast." (Solveig Thoroddsen, Bleikrými) „Sir John Vincent Hurt, CBE (1940-2017) Inert“ (Breki Karlsson, Náljóð III) „„Ekki,“ stundi hún í eyra mitt. Allt í kringum okkur glumdu við hlátrasköll, kliður, glös sem skullu saman, hróp yfir barborðið. Ég læddi fingrum undir kjólinn, dró nærbuxurnar til hliðar, stakk löngutöng inn í hana, hún kipptist við og stundi, fálmaði aftur fyrir sig og greip um klofið á mér. Ég hertist allur við snertinguna, typpið á mér stífnaði eins og eldhúsrúlluhólkur í gallabuxunum, titraði af stressi þegar ég elti hana að klósettinu.“ (Halldór Armand, Aftur og aftur) „Skoltar samviskunnar myndu örugglega bíta hana síðar fyrir að sofa hjá þessum lofaða manni. En hér og nú, á fögru tígulsteinalögðu torginu í Gamla stan, leið henni bara prýðilega í návist hans. Var meira að segja sæmilega fullnægð - hafði aðeins þurft að bæta örlítilli fingrafimi við atlot hans um nóttina til að finna upplýst rjóðrið sem þau stefndu á í áfengisþokunni. Verra gat það verið.“ (Eiríkur Bergmann, Samsærið) „Haustvísa Innanverð augnlokin veggfóðruð lyngi alsettu bústnum berjum. Innanverð leggöngin: holt bleikrými saknaðar. Sytrar úr veggjum.“ (Solveig Thoroddsen, Bleikrými)
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira