Nýtt myndband frá Hildi: "Virðist fá fólk til að gráta“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. mars 2018 11:30 Lagið Water er komið út frá Hildi Krístínu Stefánsdóttur. Tónlistarkonan Hildur frumsýnir í dag nýtt tónlistarmyndband á Vísi og er það við lagið Water. Lagið og textann samdi hún sjálf. „Það er alltaf einhver sérstök upplifun að flytja þetta lag. Það er svo beint frá hjartanu og þetta er svona lagið mitt sem virðist fá fólk til að gráta. Það er frekar fallegt hrós fyrir tónlistarfólk að fá. Ekki að maður vilji að fólk gráti, en ef það snertir við fólki svona, þá finnst manni maður vera að gera eitthvað rétt,“ segir Hildur. Myndbandið var tekið upp á Korpúlfsstöðum og segist Hildur hafa leitað lengi að réttu húsnæði fyrir lagið. „Mér langaði að hafa umhverfið hrátt og kalt, sem mótstöðu við lagið. Ég fékk frábæra söngvara úr Miðbæjarkvartettinum og sellóleikara til að flytja nýja útsetningu sem ég samdi sérstaklega fyrir myndbandið og ég er ótrúlega ánægð með útkomuna. Ég var með gæsahúð nánast allan tímann sem við tókum upp, en kannski var það smá af því að það var mjög kalt þarna.“ Eilífur Örn leikstýrir myndbandinu og Hrafn Garðarsson sá um myndatöku. Hljóðið var tekið upp og mixað af Arnar Guðjónssyni. Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarkonan Hildur frumsýnir í dag nýtt tónlistarmyndband á Vísi og er það við lagið Water. Lagið og textann samdi hún sjálf. „Það er alltaf einhver sérstök upplifun að flytja þetta lag. Það er svo beint frá hjartanu og þetta er svona lagið mitt sem virðist fá fólk til að gráta. Það er frekar fallegt hrós fyrir tónlistarfólk að fá. Ekki að maður vilji að fólk gráti, en ef það snertir við fólki svona, þá finnst manni maður vera að gera eitthvað rétt,“ segir Hildur. Myndbandið var tekið upp á Korpúlfsstöðum og segist Hildur hafa leitað lengi að réttu húsnæði fyrir lagið. „Mér langaði að hafa umhverfið hrátt og kalt, sem mótstöðu við lagið. Ég fékk frábæra söngvara úr Miðbæjarkvartettinum og sellóleikara til að flytja nýja útsetningu sem ég samdi sérstaklega fyrir myndbandið og ég er ótrúlega ánægð með útkomuna. Ég var með gæsahúð nánast allan tímann sem við tókum upp, en kannski var það smá af því að það var mjög kalt þarna.“ Eilífur Örn leikstýrir myndbandinu og Hrafn Garðarsson sá um myndatöku. Hljóðið var tekið upp og mixað af Arnar Guðjónssyni.
Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira