Húsnæðisskortur stendur fólki í Húnaþingi vestra fyrir þrifum Sveinn Arnarsson skrifar 22. mars 2018 06:00 Skagafjörður er langstærsta sveitarfélag landshlutans með ríflega helming íbúa. Akrahreppur og Skagahreppur eru afar fámennir Vísir/PJETUR Á síðustu fimm árum hefur íbúum á Norðurlandi vestra fækkað um liðlega eitt pró- sent. Fjölgun varð hins vegar í fyrra í Húnaþingi vestra, Sveitarfélaginu Skagafirði og á Blönduósi og virðist ferðaþjónusta vera að taka við sér í fjórðungnum að mati sveitarstjóra Húnaþings vestra. Á Norðurlandi vestra eru sjö sveitarfélög. Þar af eru fimm þeirra með innan við þúsund íbúa. Meira en helmingur þeirra 7.170 íbúa sem búa í fjórðungnum búa í hinu víð- feðma sveitarfélagi Skagafirði sem nær út að Almenningi í Fljótum og langt suður fyrir Blöndulón í suðri. Norðurland vestra er stærsta sauðfjárræktarhérað landsins og mikilvæg grunnstoð atvinnulífs landshlutans. Í þeim hremmingum sem steðjað hafa að sauðfjárrækt upp á síðkastið, með erfiðleikum á erlendum mörkuðum, er mikilvægt að vel takist til hjá hinu opinbera að styðja við sauðfjárrækt ef ekki á illa að fara fyrir atvinnugreininni sem hefur bein neikvæð áhrif á byggðaþróun á Norðvesturlandi.Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra„Innviðir hér eru góðir og með aukinni ferðaþjónustu verður til aukin atvinna bæði í greininni sjálfri sem og í afleiddum störfum,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. „Það sem stendur okkur fyrir þrifum er húsnæðisskortur. Markaðurinn er hins vegar að taka við sér, húsnæði er að seljast á hærra verði en áður og fjárfestar vilja byggja til að mynda fimm hæða blokk á Hvammstanga svo dæmi sé tekið. Einnig er sveitarfélagið að úthluta lóðum til nýbygginga og við sjáum fram á bjarta tíma þar sem aukin þörf er á vinnuafli í sveitarfélaginu.“ Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Skagafjarðar, segir sveitarfélagið hafa haldið sjó síðustu ár. „Við búum svo vel að við erum með öflugt sjávarútvegsfyrirtæki hérna, með landvinnslu og útgerð, og því eru stoðirnar styrkar hér í Skagafirði ásamt landbúnaði,“ segir Stefán Vagn. „Hins vegar er stærsta byggðamálið í dag að dreifa ferðamönnum betur um landið og nýta þá auðlind betur en nú ert gert.“ Guðný Hrund segir einnig að efling innviða geri fólki sem áður bjó á svæðinu kleift að snúa aftur í heimahagana. „Brottfluttir eru að flytja aftur heim. Með tilkomu ljósleiðaravæðingar og lagningu hitaveitu um allar sveitir sjáum við aukningu hjá okkur sem er frábær viðbót inn í okkar samfélag.“ Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Tengdar fréttir Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00 Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Vestfirðingum hefur fækkað undanfarna áratugi, en nú er öldin önnur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri á svæðinu blási íbúum von í brjóst. 19. febrúar 2018 06:00 Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Á síðustu fimm árum hefur íbúum á Norðurlandi vestra fækkað um liðlega eitt pró- sent. Fjölgun varð hins vegar í fyrra í Húnaþingi vestra, Sveitarfélaginu Skagafirði og á Blönduósi og virðist ferðaþjónusta vera að taka við sér í fjórðungnum að mati sveitarstjóra Húnaþings vestra. Á Norðurlandi vestra eru sjö sveitarfélög. Þar af eru fimm þeirra með innan við þúsund íbúa. Meira en helmingur þeirra 7.170 íbúa sem búa í fjórðungnum búa í hinu víð- feðma sveitarfélagi Skagafirði sem nær út að Almenningi í Fljótum og langt suður fyrir Blöndulón í suðri. Norðurland vestra er stærsta sauðfjárræktarhérað landsins og mikilvæg grunnstoð atvinnulífs landshlutans. Í þeim hremmingum sem steðjað hafa að sauðfjárrækt upp á síðkastið, með erfiðleikum á erlendum mörkuðum, er mikilvægt að vel takist til hjá hinu opinbera að styðja við sauðfjárrækt ef ekki á illa að fara fyrir atvinnugreininni sem hefur bein neikvæð áhrif á byggðaþróun á Norðvesturlandi.Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra„Innviðir hér eru góðir og með aukinni ferðaþjónustu verður til aukin atvinna bæði í greininni sjálfri sem og í afleiddum störfum,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. „Það sem stendur okkur fyrir þrifum er húsnæðisskortur. Markaðurinn er hins vegar að taka við sér, húsnæði er að seljast á hærra verði en áður og fjárfestar vilja byggja til að mynda fimm hæða blokk á Hvammstanga svo dæmi sé tekið. Einnig er sveitarfélagið að úthluta lóðum til nýbygginga og við sjáum fram á bjarta tíma þar sem aukin þörf er á vinnuafli í sveitarfélaginu.“ Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Skagafjarðar, segir sveitarfélagið hafa haldið sjó síðustu ár. „Við búum svo vel að við erum með öflugt sjávarútvegsfyrirtæki hérna, með landvinnslu og útgerð, og því eru stoðirnar styrkar hér í Skagafirði ásamt landbúnaði,“ segir Stefán Vagn. „Hins vegar er stærsta byggðamálið í dag að dreifa ferðamönnum betur um landið og nýta þá auðlind betur en nú ert gert.“ Guðný Hrund segir einnig að efling innviða geri fólki sem áður bjó á svæðinu kleift að snúa aftur í heimahagana. „Brottfluttir eru að flytja aftur heim. Með tilkomu ljósleiðaravæðingar og lagningu hitaveitu um allar sveitir sjáum við aukningu hjá okkur sem er frábær viðbót inn í okkar samfélag.“
Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Tengdar fréttir Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00 Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Vestfirðingum hefur fækkað undanfarna áratugi, en nú er öldin önnur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri á svæðinu blási íbúum von í brjóst. 19. febrúar 2018 06:00 Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00
Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Vestfirðingum hefur fækkað undanfarna áratugi, en nú er öldin önnur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri á svæðinu blási íbúum von í brjóst. 19. febrúar 2018 06:00
Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00