Framsókn hafi herjað á samninginn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. mars 2018 06:00 Ólafur Loftsson er formaður Félags grunnskólakennara. VÍSIR/STEFÁN Grunnskólakennarar felldu í gær kjarasamning sinn við Samband íslenskra sveitarfélaga. Rúm 68 prósent félagsmanna sögðu nei í atkvæðagreiðslunni. Alls voru 4.697 manns á kjörskrá og greiddu rúm 80 prósent þeirra atkvæði eða 3.973 félagsmenn. 2.599 greiddu atkvæði gegn samningnum. „Auðvitað eru það alltaf vonbrigði þegar það sem maður leggur fram nær ekki fram að ganga. Við hefðum ekki fallist á þennan kjarasamning hefðum við haldið að lengra yrði komist,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Samningurinn kvað meðal annars á um breytingar á launum, að horfið yrði frá vinnumati, greitt yrði fyrir sértæk verkefni og að tími til annarra faglegra starfa yrði minnkaður. Ólafur segir að strax í upphafi hafi verið þung herferð gegn samningnum. Hún hafi átt rætur að rekja til Framsóknarflokksins í Reykjavík. Tveir verðandi stjórnarmenn í félaginu séu á lista hjá flokknum í borginni. Vísar Ólafur þar meðal annars til Ásthildar Lóu Þórsdóttur en hún skipar þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins í borginni. Aðspurður um hvað taki nú við segir Ólafur að það muni skýrast á næstunni. „Við hittum samninganefnd sveitarfélaganna á morgun. Núverandi stjórn mun gera allt sem hún getur til að ný stjórn taki við slíku búi að hún geti náð hámarksárangri í því verkefni sem fram undan er,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52 prósent en já sögðu 29,74 prósent. 21. mars 2018 15:50 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira
Grunnskólakennarar felldu í gær kjarasamning sinn við Samband íslenskra sveitarfélaga. Rúm 68 prósent félagsmanna sögðu nei í atkvæðagreiðslunni. Alls voru 4.697 manns á kjörskrá og greiddu rúm 80 prósent þeirra atkvæði eða 3.973 félagsmenn. 2.599 greiddu atkvæði gegn samningnum. „Auðvitað eru það alltaf vonbrigði þegar það sem maður leggur fram nær ekki fram að ganga. Við hefðum ekki fallist á þennan kjarasamning hefðum við haldið að lengra yrði komist,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Samningurinn kvað meðal annars á um breytingar á launum, að horfið yrði frá vinnumati, greitt yrði fyrir sértæk verkefni og að tími til annarra faglegra starfa yrði minnkaður. Ólafur segir að strax í upphafi hafi verið þung herferð gegn samningnum. Hún hafi átt rætur að rekja til Framsóknarflokksins í Reykjavík. Tveir verðandi stjórnarmenn í félaginu séu á lista hjá flokknum í borginni. Vísar Ólafur þar meðal annars til Ásthildar Lóu Þórsdóttur en hún skipar þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins í borginni. Aðspurður um hvað taki nú við segir Ólafur að það muni skýrast á næstunni. „Við hittum samninganefnd sveitarfélaganna á morgun. Núverandi stjórn mun gera allt sem hún getur til að ný stjórn taki við slíku búi að hún geti náð hámarksárangri í því verkefni sem fram undan er,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52 prósent en já sögðu 29,74 prósent. 21. mars 2018 15:50 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira
Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52 prósent en já sögðu 29,74 prósent. 21. mars 2018 15:50