Mótmæltu fiskveiðistefnu ESB með brottkasti í Thames Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. mars 2018 16:45 Harðlínumenn úr röðum Íhaldsflokksins í Bretlandi hóta nú að setja útgönguferli Bretlands úr Evrópusambandinu í uppnám ef Bretland gengur ekki tafarlaust úr sameiginlegri fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Á mánudaginn tilkynntu þeir David Davis, ráðherra útgöngumála í Bretlandi, og Michel Barnier aðalsamningamaður Evrópusambandsins vegna Brexit, að sátt hefði náðst um svokallaðan umskiptasamning. Þar segir meðal annars að Bretland muni vera áfram innan sameiginlegu fiskveiðistefnu Evrópusambandsins út allt ferlið til ársloka 2020 auk þess sem fiskveiðikvótar Bretlands haldist óbreyttir fram að því. The Guardian greinir frá því að 13 þingmenn Íhaldsflokksins og einn þingmaður Norður Írska Lýðræðislega sambandsflokksins hafa krafið Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að hafna umskiptasamningnum. Áður hafði eitt af samningsmarkmiðum Bretlands verið að yfirgefa ætti fiskveiðisamstarfið 30. mars 2019 en í síðustu samningalotu í Brussel gaf breska samninganefndin eftir í þeim efnum. Þingmennirnir mótmæla því harðlega og vilja að staðið verði við fyrri samningsmarkmið.Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi UKIP, mætti á svæðið á trillu og tók þátt í mótmælunum.Vísir/EPAÍ bréfi sem þingmennirnir sendu Theresu May segja þeir að ílengd viðvera í fiskveiðisamstarfinu muni stórskaða breska fiskveiðiflotann og muni auka enn á vanda brothættra strandbyggða. Þingmennirnir þykja hafa nokkra vigt í málinu þar sem Íhaldsflokkurinn þarf að treysta á tíu þingmenn til að eiga meirihluta á þinginu. Þingmennirnir telja að á þessu millibilstímabili fram að útgöngunni í lok árs 2020 muni Bretland hafa jafnvel minni stjórn yfir fiskveiðiauðlindinni heldur en áður. Michael Gove, umhverfisráðherra hefur tekið undir mótmælin og sagt umskiptasamninginn vonbrigði en hann fundaði með Ruth Davidson, leiðtoga skoskra Íhaldsmanna, fyrr í vikunni. Sammæltust þau um nauðsyn þess að Bretland hætti sem fyrst í fiskveiðisamstarfi Evrópusambandsins. Í morgun mótmæltu uppreisnarþingmennirnir ásamt sjómönnum. Sigldu þeir fylktu upp Thames og vörpuðu fiski fyrir borð fyrir framan þinghúsið í London. Með í för var Nigel Farage, fyrrverandi formaður UKIP, og einn forsprakka þeirra sem vilja að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. „Fiskveiðar eru einn helsti prófsteinninn í Brexit viðræðunum,“ sagði Farage við tækifærið. „Þau lofuðu að klára ferlið 2019 en nú eru þau að segja með óskýrum hætti að þetta klárist 2021. Satt best að segja held ég að þau hafi ekki kjark í að standa með þeim kjósendum sem kusu með Brexit,“ sagði hann áður en hann sturtaði úr kari fullu af fisk í ána. Brexit Tengdar fréttir Segir að Bretar muni iðrast Brexit Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins telur að sú stund eigi eftir að renna upp þegar Bretar sjá eftir því að hafa gengið úr sambandinu. 13. mars 2018 11:27 Breska ríkisstjórnin hafnar tillögu ESB um Norður-Írland ESB lagði til að Norður-Írland yrði áfram hluti af innri markaði þess eftir Brexit ef engin önnur lausn finnst í viðræðum við Breta. 28. febrúar 2018 14:55 Vilja ekki múr á milli Evrópu og Bretlands eftir Brexit Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins varaði við því að jafnvel með fríverslunarsamningi yrðu viðskipta Breta og Evrópu erfiðari og dýrari eftir Brexit. 7. mars 2018 14:42 Hefja herferð gegn Brexit Nýr flokkur að franskri fyrirmynd ætlar að reyna að sannfæra breska þingmenn um að kjósa gegn því að Bretar segi skilið við Evrópusambandið. 19. febrúar 2018 18:14 Gagnrýnir utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar vegna Brexit Formaður Viðreisnar segir að Bretar muni í krafti stærðar sinnar leitast við að skara eld að eigin köku í tvíhliða fríverslunarsamningum við útgönguna úr Evrópusambandinu, þar á meðal gagnvart Íslandi. 10. mars 2018 20:45 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Harðlínumenn úr röðum Íhaldsflokksins í Bretlandi hóta nú að setja útgönguferli Bretlands úr Evrópusambandinu í uppnám ef Bretland gengur ekki tafarlaust úr sameiginlegri fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Á mánudaginn tilkynntu þeir David Davis, ráðherra útgöngumála í Bretlandi, og Michel Barnier aðalsamningamaður Evrópusambandsins vegna Brexit, að sátt hefði náðst um svokallaðan umskiptasamning. Þar segir meðal annars að Bretland muni vera áfram innan sameiginlegu fiskveiðistefnu Evrópusambandsins út allt ferlið til ársloka 2020 auk þess sem fiskveiðikvótar Bretlands haldist óbreyttir fram að því. The Guardian greinir frá því að 13 þingmenn Íhaldsflokksins og einn þingmaður Norður Írska Lýðræðislega sambandsflokksins hafa krafið Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að hafna umskiptasamningnum. Áður hafði eitt af samningsmarkmiðum Bretlands verið að yfirgefa ætti fiskveiðisamstarfið 30. mars 2019 en í síðustu samningalotu í Brussel gaf breska samninganefndin eftir í þeim efnum. Þingmennirnir mótmæla því harðlega og vilja að staðið verði við fyrri samningsmarkmið.Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi UKIP, mætti á svæðið á trillu og tók þátt í mótmælunum.Vísir/EPAÍ bréfi sem þingmennirnir sendu Theresu May segja þeir að ílengd viðvera í fiskveiðisamstarfinu muni stórskaða breska fiskveiðiflotann og muni auka enn á vanda brothættra strandbyggða. Þingmennirnir þykja hafa nokkra vigt í málinu þar sem Íhaldsflokkurinn þarf að treysta á tíu þingmenn til að eiga meirihluta á þinginu. Þingmennirnir telja að á þessu millibilstímabili fram að útgöngunni í lok árs 2020 muni Bretland hafa jafnvel minni stjórn yfir fiskveiðiauðlindinni heldur en áður. Michael Gove, umhverfisráðherra hefur tekið undir mótmælin og sagt umskiptasamninginn vonbrigði en hann fundaði með Ruth Davidson, leiðtoga skoskra Íhaldsmanna, fyrr í vikunni. Sammæltust þau um nauðsyn þess að Bretland hætti sem fyrst í fiskveiðisamstarfi Evrópusambandsins. Í morgun mótmæltu uppreisnarþingmennirnir ásamt sjómönnum. Sigldu þeir fylktu upp Thames og vörpuðu fiski fyrir borð fyrir framan þinghúsið í London. Með í för var Nigel Farage, fyrrverandi formaður UKIP, og einn forsprakka þeirra sem vilja að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. „Fiskveiðar eru einn helsti prófsteinninn í Brexit viðræðunum,“ sagði Farage við tækifærið. „Þau lofuðu að klára ferlið 2019 en nú eru þau að segja með óskýrum hætti að þetta klárist 2021. Satt best að segja held ég að þau hafi ekki kjark í að standa með þeim kjósendum sem kusu með Brexit,“ sagði hann áður en hann sturtaði úr kari fullu af fisk í ána.
Brexit Tengdar fréttir Segir að Bretar muni iðrast Brexit Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins telur að sú stund eigi eftir að renna upp þegar Bretar sjá eftir því að hafa gengið úr sambandinu. 13. mars 2018 11:27 Breska ríkisstjórnin hafnar tillögu ESB um Norður-Írland ESB lagði til að Norður-Írland yrði áfram hluti af innri markaði þess eftir Brexit ef engin önnur lausn finnst í viðræðum við Breta. 28. febrúar 2018 14:55 Vilja ekki múr á milli Evrópu og Bretlands eftir Brexit Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins varaði við því að jafnvel með fríverslunarsamningi yrðu viðskipta Breta og Evrópu erfiðari og dýrari eftir Brexit. 7. mars 2018 14:42 Hefja herferð gegn Brexit Nýr flokkur að franskri fyrirmynd ætlar að reyna að sannfæra breska þingmenn um að kjósa gegn því að Bretar segi skilið við Evrópusambandið. 19. febrúar 2018 18:14 Gagnrýnir utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar vegna Brexit Formaður Viðreisnar segir að Bretar muni í krafti stærðar sinnar leitast við að skara eld að eigin köku í tvíhliða fríverslunarsamningum við útgönguna úr Evrópusambandinu, þar á meðal gagnvart Íslandi. 10. mars 2018 20:45 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Segir að Bretar muni iðrast Brexit Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins telur að sú stund eigi eftir að renna upp þegar Bretar sjá eftir því að hafa gengið úr sambandinu. 13. mars 2018 11:27
Breska ríkisstjórnin hafnar tillögu ESB um Norður-Írland ESB lagði til að Norður-Írland yrði áfram hluti af innri markaði þess eftir Brexit ef engin önnur lausn finnst í viðræðum við Breta. 28. febrúar 2018 14:55
Vilja ekki múr á milli Evrópu og Bretlands eftir Brexit Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins varaði við því að jafnvel með fríverslunarsamningi yrðu viðskipta Breta og Evrópu erfiðari og dýrari eftir Brexit. 7. mars 2018 14:42
Hefja herferð gegn Brexit Nýr flokkur að franskri fyrirmynd ætlar að reyna að sannfæra breska þingmenn um að kjósa gegn því að Bretar segi skilið við Evrópusambandið. 19. febrúar 2018 18:14
Gagnrýnir utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar vegna Brexit Formaður Viðreisnar segir að Bretar muni í krafti stærðar sinnar leitast við að skara eld að eigin köku í tvíhliða fríverslunarsamningum við útgönguna úr Evrópusambandinu, þar á meðal gagnvart Íslandi. 10. mars 2018 20:45