Segir netið nýtt til sálfræðihernaðar gegn kjósendum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. mars 2018 08:00 Gögnunum var upphaflega safnað með leyfi Facebook vegna fræðirannsókna sérfræðings við Cambridge sem lét þeim, sem stofnuðu síðar fyrirtækið Cambridge Analytica, persónugögnin í té. Vísir/EPA „Þetta er sálfræðihernaður gegn kjósendum og almenningi,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata, um starfsemi og starfsað ferðir fyrirtækisins Cambridge Analytica. Háttsemin er talin hafa haft mikil áhrif á óvæntan sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetakosningum Bandaríkjanna haustið 2016 og úrslit Brexit-kosninganna í Bretlandi.Í sjónvarpsþætti á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4 lýsti fyrrverandi starfsmaður Cambridge Analytica hvernig persónuupplýsinga Facebook-notenda er aflað og þær nýttar við greiningu á stjórnmálaviðhorfum fólks til að hafa uppi á og ávarpa óákveðna kjósendur í kosningum víða um heim, með leynilegum og óheiðarlegum hætti. Fyrrverandi starfsmaður Facebook hefur einnig stigið fram og fullyrt að forsvarsmenn Facebook hafi vitað af persónuupplýsingum notendanna í höndum fyrirtækisins og fleiri sams konar fyrirtækja og hvernig þær voru notaðar, án þess að upplýsa um það eða hafast nokkuð að í málinu.Sjá einnig: Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Málið er til rannsóknar hjá þingnefndum og öðrum yfirvöldum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum og hefur Mark Zuckerberg verið beðinn að mæta fyrir breska þingið til að standa fyrir máli sínu. Hlutabréf í Facebook hafa hríðfallið á síðustu dögum. Gögnunum var upphaflega safnað með leyfi Facebook vegna fræðirannsókna sérfræðings við Cambridge sem lét þeim, sem stofnuðu síðar fyrirtækið Cambridge Analytica, persónugögnin í té. Þannig fékk fyrirtækið nákvæmar upplýsingar um félagslega hegðun yfir 50 milljóna Facebook-notenda. Svo var hægt að beina tilteknum upplýsingum að fólki sem kynnu að hafa áhrif á hvernig það kysi „Með notkun þessara persónuupplýsinga má í rauninni brengla kosningaúrslit í sálfræðistríði gegn kjósendum,“ segir Smári. Smári McCarthy, þingmaður PírataHann segir eina augljósa svarið felast í því að fólk átti sig á að það er stöðugt verið að hafa áhrif á upplýsingaumhverfi þess með óheiðarlegum hætti. Það er hins vegar hægara sagt en gert og það þurfi einnig að bregðast viðmeð öflugri persónuverndarlöggjöf. „Ríki heims hafa algerlega brugðist borgurum með alltof veikri persónu- og upplýsingarverndarlöggjöf og með aðgerðarleysi sínu hefur lýðræðinu í rauninni verið sköpuð ákveðin hætta,“ segir Smári og nefnir, auk öflugri persónuverndarlaga, þann möguleika að banna auglýsingar sem miðað er á tiltekna einstaklinga. Smári segir að erfitt kunni að vera að láta Facebook sæta lagalegri ábyrgð enda hafi yfir tveir milljarð ar manna gefið samþykki sitt fyrir afhendingu persónuupplýsinga til miðilsins á grundvelli veikra notkunarskilmála og því er ekki ljóst hvort fyrirtækið hafi brotið lög eða samninga. „Það vita flestir hvernig nafnlausar auglýsingar hafa verið notaðar til að reyna að hafa áhrif á kosningar hér á landi,“ segir Smári aðspurður um möguleg áhrif þessarar nýju aðferðafræði hérlendis. Hann segir að þrátt fyrir að slíkar auglýsingar brjóti líklega í bága við kosningalög hafi aldrei farið fram nákvæm greining á því hverjir stóðu fyrir þeim og í raun ekki heldur um hvort fyrirtæki á borð við Cambridge Analytica hafi komið nálægt kosningabaráttu hérlendis. Friðjón Friðjónsson hjá almannatengslafyrirtækinu KOM segir mið unaraðferðir eins og Cambridge Analytica beiti ólíklegar til árangurs hér á landi vegna þess hve fáir Íslendingar eru og hversu margar persónulegar breytur hafi áhrif í landi þar sem allir þekkja alla. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjálft viðskiptamódel Facebook í hættu Í gær þurrkaðist út markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. 20. mars 2018 19:00 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Uppljóstranir um misnotkun á persónuupplýsingum af Facebook og leynilegar upptökur eru ástæða þess að Alexander Nix hefur verið settur til hliðar tímabundið sem forstjóri Cambridge Analytica. 20. mars 2018 20:45 Mest lesið Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Innlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Ýtti konu fyrir bíl Innlent Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Erlent Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Innlent Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Erlent Fleiri fréttir Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Kennarar svara umboðsmanni barna Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ýtti konu fyrir bíl Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Skipaður skrifstofustjóri fjármála Sextíu flugferðum aflýst Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Umferð um brautina gangi hægt Leggur fram innanhússtillögu Plottað um heimsyfirráð eða dauða Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Kennaradeilan enn í hnút og mannskætt flugslys í Washington Sjá meira
„Þetta er sálfræðihernaður gegn kjósendum og almenningi,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata, um starfsemi og starfsað ferðir fyrirtækisins Cambridge Analytica. Háttsemin er talin hafa haft mikil áhrif á óvæntan sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetakosningum Bandaríkjanna haustið 2016 og úrslit Brexit-kosninganna í Bretlandi.Í sjónvarpsþætti á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4 lýsti fyrrverandi starfsmaður Cambridge Analytica hvernig persónuupplýsinga Facebook-notenda er aflað og þær nýttar við greiningu á stjórnmálaviðhorfum fólks til að hafa uppi á og ávarpa óákveðna kjósendur í kosningum víða um heim, með leynilegum og óheiðarlegum hætti. Fyrrverandi starfsmaður Facebook hefur einnig stigið fram og fullyrt að forsvarsmenn Facebook hafi vitað af persónuupplýsingum notendanna í höndum fyrirtækisins og fleiri sams konar fyrirtækja og hvernig þær voru notaðar, án þess að upplýsa um það eða hafast nokkuð að í málinu.Sjá einnig: Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Málið er til rannsóknar hjá þingnefndum og öðrum yfirvöldum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum og hefur Mark Zuckerberg verið beðinn að mæta fyrir breska þingið til að standa fyrir máli sínu. Hlutabréf í Facebook hafa hríðfallið á síðustu dögum. Gögnunum var upphaflega safnað með leyfi Facebook vegna fræðirannsókna sérfræðings við Cambridge sem lét þeim, sem stofnuðu síðar fyrirtækið Cambridge Analytica, persónugögnin í té. Þannig fékk fyrirtækið nákvæmar upplýsingar um félagslega hegðun yfir 50 milljóna Facebook-notenda. Svo var hægt að beina tilteknum upplýsingum að fólki sem kynnu að hafa áhrif á hvernig það kysi „Með notkun þessara persónuupplýsinga má í rauninni brengla kosningaúrslit í sálfræðistríði gegn kjósendum,“ segir Smári. Smári McCarthy, þingmaður PírataHann segir eina augljósa svarið felast í því að fólk átti sig á að það er stöðugt verið að hafa áhrif á upplýsingaumhverfi þess með óheiðarlegum hætti. Það er hins vegar hægara sagt en gert og það þurfi einnig að bregðast viðmeð öflugri persónuverndarlöggjöf. „Ríki heims hafa algerlega brugðist borgurum með alltof veikri persónu- og upplýsingarverndarlöggjöf og með aðgerðarleysi sínu hefur lýðræðinu í rauninni verið sköpuð ákveðin hætta,“ segir Smári og nefnir, auk öflugri persónuverndarlaga, þann möguleika að banna auglýsingar sem miðað er á tiltekna einstaklinga. Smári segir að erfitt kunni að vera að láta Facebook sæta lagalegri ábyrgð enda hafi yfir tveir milljarð ar manna gefið samþykki sitt fyrir afhendingu persónuupplýsinga til miðilsins á grundvelli veikra notkunarskilmála og því er ekki ljóst hvort fyrirtækið hafi brotið lög eða samninga. „Það vita flestir hvernig nafnlausar auglýsingar hafa verið notaðar til að reyna að hafa áhrif á kosningar hér á landi,“ segir Smári aðspurður um möguleg áhrif þessarar nýju aðferðafræði hérlendis. Hann segir að þrátt fyrir að slíkar auglýsingar brjóti líklega í bága við kosningalög hafi aldrei farið fram nákvæm greining á því hverjir stóðu fyrir þeim og í raun ekki heldur um hvort fyrirtæki á borð við Cambridge Analytica hafi komið nálægt kosningabaráttu hérlendis. Friðjón Friðjónsson hjá almannatengslafyrirtækinu KOM segir mið unaraðferðir eins og Cambridge Analytica beiti ólíklegar til árangurs hér á landi vegna þess hve fáir Íslendingar eru og hversu margar persónulegar breytur hafi áhrif í landi þar sem allir þekkja alla.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjálft viðskiptamódel Facebook í hættu Í gær þurrkaðist út markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. 20. mars 2018 19:00 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Uppljóstranir um misnotkun á persónuupplýsingum af Facebook og leynilegar upptökur eru ástæða þess að Alexander Nix hefur verið settur til hliðar tímabundið sem forstjóri Cambridge Analytica. 20. mars 2018 20:45 Mest lesið Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Innlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Ýtti konu fyrir bíl Innlent Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Erlent Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Innlent Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Erlent Fleiri fréttir Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Kennarar svara umboðsmanni barna Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ýtti konu fyrir bíl Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Skipaður skrifstofustjóri fjármála Sextíu flugferðum aflýst Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Umferð um brautina gangi hægt Leggur fram innanhússtillögu Plottað um heimsyfirráð eða dauða Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Kennaradeilan enn í hnút og mannskætt flugslys í Washington Sjá meira
Sjálft viðskiptamódel Facebook í hættu Í gær þurrkaðist út markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. 20. mars 2018 19:00
Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30
Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Uppljóstranir um misnotkun á persónuupplýsingum af Facebook og leynilegar upptökur eru ástæða þess að Alexander Nix hefur verið settur til hliðar tímabundið sem forstjóri Cambridge Analytica. 20. mars 2018 20:45