Lög brotin á fylgdarlausum börnum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. mars 2018 06:00 Eva Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá UNICEF Mikið vantar upp á að börn, sem koma hingað sem hælisleitendur, njóti réttinda, sem búið að tryggja þeim lagalega. Þetta kemur fram í skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, um stöðu barna í leit að alþjóðlegri vernd á Norðurlöndunum. Skýrslan kemur út í dag. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi árið 2013 og ný útlendingalög tóku gildi 1. janúar í fyrra. „Hérna á Íslandi er staðan sú að við erum með nýja löggjöf, sem tekur mið af Barnasáttmálanum og í gegnum alla útlendingalöggjöfina er búið að hnýta inn þessi grundvallarviðmið Barnasáttmálans. Að sama skapi er það gert í athugasemdum sem fylgja útlendingalöggjöfinni. Í raun og veru ættu því lögin að tryggja að Barnasáttmálanum og hans viðmiðum sé fylgt. Það kemur hins vegar í ljós, þegar framkvæmdin er skoðuð, að hún er ekki alltaf í samræmi við ákvæði laganna,“ segir Eva Bjarnadóttir, réttindagæslufulltrúi hjá UNICEF á Íslandi og einn höfunda skýrslunnar. Fram kemur í skýrslunni að þó að Norðurlöndin standi sig að miklu leyti betur en önnur Evrópuríki, þegar kemur að móttöku bæði fylgdarlausra barna, og barna í fylgd með fullorðnum, þá nær ekkert landanna að tryggja réttindi barna samkvæmt alþjóðlegum kröfum, og þá sérstaklega þeim kröfum sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna setur fram. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna óskar eftir að móttaka barna á flótta sé bætt með hagsmuni þeirra að leiðarljósi, að barnaverndaryfirvöld taki fulla ábyrgð á því að réttindi þeirra séu virt. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Mikið vantar upp á að börn, sem koma hingað sem hælisleitendur, njóti réttinda, sem búið að tryggja þeim lagalega. Þetta kemur fram í skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, um stöðu barna í leit að alþjóðlegri vernd á Norðurlöndunum. Skýrslan kemur út í dag. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi árið 2013 og ný útlendingalög tóku gildi 1. janúar í fyrra. „Hérna á Íslandi er staðan sú að við erum með nýja löggjöf, sem tekur mið af Barnasáttmálanum og í gegnum alla útlendingalöggjöfina er búið að hnýta inn þessi grundvallarviðmið Barnasáttmálans. Að sama skapi er það gert í athugasemdum sem fylgja útlendingalöggjöfinni. Í raun og veru ættu því lögin að tryggja að Barnasáttmálanum og hans viðmiðum sé fylgt. Það kemur hins vegar í ljós, þegar framkvæmdin er skoðuð, að hún er ekki alltaf í samræmi við ákvæði laganna,“ segir Eva Bjarnadóttir, réttindagæslufulltrúi hjá UNICEF á Íslandi og einn höfunda skýrslunnar. Fram kemur í skýrslunni að þó að Norðurlöndin standi sig að miklu leyti betur en önnur Evrópuríki, þegar kemur að móttöku bæði fylgdarlausra barna, og barna í fylgd með fullorðnum, þá nær ekkert landanna að tryggja réttindi barna samkvæmt alþjóðlegum kröfum, og þá sérstaklega þeim kröfum sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna setur fram. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna óskar eftir að móttaka barna á flótta sé bætt með hagsmuni þeirra að leiðarljósi, að barnaverndaryfirvöld taki fulla ábyrgð á því að réttindi þeirra séu virt.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira