Þarf að endurgreiða lífeyri látinnar konu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. apríl 2018 06:00 Ofgreiðslan varð til við sölu á húsi hjónanna vegna veikinda hennar. Vísir/GVA „Þetta er skelfilegt mál,“ segir Sigurður Jónsson varaformaður Landssambands eldri borgara (LEB). Eldri borgari, sem nýlega missti eiginkonu sína, þarf að endurgreiða Tryggingastofnun ríkisins (TR) ofgreiddan ellilífeyri eiginkonu sinnar. Fjármagnstekjur hjónanna reyndust hærri en tekjuáætlun gerði ráð fyrir vegna flutninga sem ráðist var í vegna veikinda konunnar. Kona mannsins hafði greinst með ólæknandi krabbamein sem hafði áhrif á hreyfigetu konunnar. Mat sérfræðinga og umönnunaraðila var að húsnæði hjónanna hentaði heilsu hennar illa. Því afréðu þau að selja eign sína og flytja í raðhús. Árið 2016 lést konan af veikindum sínum og hentaði húsið manninum illa. Ákvað hann að selja raðhúsið og kaupa sér annað. Það hafði í för með sér að fjármagnstekjur hjónanna breyttust frá upphaflegri áætlun og konan fékk of háar bætur greiddar síðustu ævidagana. Maðurinn kærði afstöðu TR til úrskurðarnefndar í velferðarmálum (ÚRV). „Þrátt fyrir að um ófyrirséða atburði hafi verið að ræða þá telur [ÚRV] að slíkt geti ekki leitt til þess að vikið verði frá skýrum ákvæðum laga […] um almannatryggingar,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar. Sigurður segir að LEB fái reglulega inn á borð til sín mál áþekk þessu. Þar hafi fólk ákveðið að minnka við sig eða mögulega selt sumarbústað, sem hafi yfirleitt tekið stóran hluta ævinnar „að aura saman fyrir“, og lendi þá í því að þurfa að endurgreiða lífeyrinn vegna þess. „Með nýju lögunum batnaði hagur þeirra sem búa einir en hagur hjóna versnaði sumpart. Stjórnvöld þurfa að taka á þessu. Þetta er ekki réttlátt,“ segir Sigurður. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
„Þetta er skelfilegt mál,“ segir Sigurður Jónsson varaformaður Landssambands eldri borgara (LEB). Eldri borgari, sem nýlega missti eiginkonu sína, þarf að endurgreiða Tryggingastofnun ríkisins (TR) ofgreiddan ellilífeyri eiginkonu sinnar. Fjármagnstekjur hjónanna reyndust hærri en tekjuáætlun gerði ráð fyrir vegna flutninga sem ráðist var í vegna veikinda konunnar. Kona mannsins hafði greinst með ólæknandi krabbamein sem hafði áhrif á hreyfigetu konunnar. Mat sérfræðinga og umönnunaraðila var að húsnæði hjónanna hentaði heilsu hennar illa. Því afréðu þau að selja eign sína og flytja í raðhús. Árið 2016 lést konan af veikindum sínum og hentaði húsið manninum illa. Ákvað hann að selja raðhúsið og kaupa sér annað. Það hafði í för með sér að fjármagnstekjur hjónanna breyttust frá upphaflegri áætlun og konan fékk of háar bætur greiddar síðustu ævidagana. Maðurinn kærði afstöðu TR til úrskurðarnefndar í velferðarmálum (ÚRV). „Þrátt fyrir að um ófyrirséða atburði hafi verið að ræða þá telur [ÚRV] að slíkt geti ekki leitt til þess að vikið verði frá skýrum ákvæðum laga […] um almannatryggingar,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar. Sigurður segir að LEB fái reglulega inn á borð til sín mál áþekk þessu. Þar hafi fólk ákveðið að minnka við sig eða mögulega selt sumarbústað, sem hafi yfirleitt tekið stóran hluta ævinnar „að aura saman fyrir“, og lendi þá í því að þurfa að endurgreiða lífeyrinn vegna þess. „Með nýju lögunum batnaði hagur þeirra sem búa einir en hagur hjóna versnaði sumpart. Stjórnvöld þurfa að taka á þessu. Þetta er ekki réttlátt,“ segir Sigurður.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira