Þurftu að fresta brúðkaupinu þar til í desember 7. apríl 2018 08:00 Ólafía ásamt verðandi eiginmanni sínum, Thomasi. LET/Tristan Jones Ólafía Þórunn og Thomas Bojanowski, unnusti hennar, ætluðu að gifta sig á Íslandi á árinu en Ólafía greindi fyrst frá því í viðtali á LPGA-heimasíðunni. Hún sagði að þetta hefði verið blásið örlítið upp og að þau hefðu tekið ákvörðun um að fresta brúðkaupinu enda lítill tími sem kylfingar hafa að sumri til á mótaröðinni. „Við færðum brúðkaupið fram í desember, bæði til að gefa okkur betri tíma til að skipuleggja og það hentar betur dagskránni. Ég fór í þetta viðtal og sagði að við ætluðum kannski að gifta okkur í sumar og það varð strax fyrirsögnin alls staðar,“ sagði Ólafía en fjallað var um þetta á stærstu miðlum Íslands og sagt að brúðkaupið yrði í ágúst. „Það var smá bjartsýni í okkur að ætla að halda þetta í ágúst en það hentaði vel, þá er mótaröðin í Evrópu og þar er millivika sem gaf okkur tækifæri en þegar við skoðuðum þetta betur sást að þetta yrði erfitt.“ Ólafía reynir að blanda skipulagningu á brúðkaupi inn í lífið á mótaröðinni enda krefjandi fyrir hinn þýska Thomas að skipuleggja brúðkaup á Íslandi. „Vegna þess að þetta er á Íslandi þarf ég að gera töluvert meira í þessu en ég er að senda marga tölvupósta og hringja símtöl. Við höfum sem betur fer nægan tíma,“ sagði Ólafía sem ætlaði ekki að gifta sig á golfvellinum eins og tíðkast. „Það er ekkert komið á hreint en ég held að ég vilji ekki hafa svona golfstimpil á brúðkaupinu mínu. Ég ætla bara að fá að gifta mig sem venjuleg manneskja,“ sagði Ólafía hlæjandi að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Sjá meira
Ólafía Þórunn og Thomas Bojanowski, unnusti hennar, ætluðu að gifta sig á Íslandi á árinu en Ólafía greindi fyrst frá því í viðtali á LPGA-heimasíðunni. Hún sagði að þetta hefði verið blásið örlítið upp og að þau hefðu tekið ákvörðun um að fresta brúðkaupinu enda lítill tími sem kylfingar hafa að sumri til á mótaröðinni. „Við færðum brúðkaupið fram í desember, bæði til að gefa okkur betri tíma til að skipuleggja og það hentar betur dagskránni. Ég fór í þetta viðtal og sagði að við ætluðum kannski að gifta okkur í sumar og það varð strax fyrirsögnin alls staðar,“ sagði Ólafía en fjallað var um þetta á stærstu miðlum Íslands og sagt að brúðkaupið yrði í ágúst. „Það var smá bjartsýni í okkur að ætla að halda þetta í ágúst en það hentaði vel, þá er mótaröðin í Evrópu og þar er millivika sem gaf okkur tækifæri en þegar við skoðuðum þetta betur sást að þetta yrði erfitt.“ Ólafía reynir að blanda skipulagningu á brúðkaupi inn í lífið á mótaröðinni enda krefjandi fyrir hinn þýska Thomas að skipuleggja brúðkaup á Íslandi. „Vegna þess að þetta er á Íslandi þarf ég að gera töluvert meira í þessu en ég er að senda marga tölvupósta og hringja símtöl. Við höfum sem betur fer nægan tíma,“ sagði Ólafía sem ætlaði ekki að gifta sig á golfvellinum eins og tíðkast. „Það er ekkert komið á hreint en ég held að ég vilji ekki hafa svona golfstimpil á brúðkaupinu mínu. Ég ætla bara að fá að gifta mig sem venjuleg manneskja,“ sagði Ólafía hlæjandi að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Sjá meira