Forstjóri norska STEFs hafnar íslenskri frásögn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. apríl 2018 08:30 Jóhann Vilhjálmsson, sonur Vilhjálms Vilhjálmssonar sem samdi textann við Söknuð og söng, mætti á blaðamannafund tónskáldsins. Fréttablaðið/Eyþór Þáverandi framkvæmdastjóri höfundarréttarsamtakanna STEFs hafði eftir forstjóra systursamtakanna í Noregi að honum kæmi ekki á óvart að komið væri upp lagastuldarmál tengt Rolf Løvland. Norski forstjórinn neitar þeirri frásögn. „Þetta varðar alla höfunda,“ segir Jóhann Helgason tónlistarmaður um mál sitt gegn Universal Music og norska lagahöfundinum Rolf Løvland. Jóhann segir að hann hafi á sínum tíma snúið sér til STEFs, sem gætir höfundarréttargreiðslna fyrir tónskáld hérlendis, vegna þess að hann taldi lagið You Raise Me Up í raun vera lag hans Söknuð sem út kom á árinu 1977. STEF hafi fengið tvo sérfræðinga til að meta lögin og þeir komist að því að þau væru sláandi lík. STEF hafi í framhaldinu sent systursamtökum sínum í Noregi, TONO, erindi um málið í maí 2004 enda var Norðmaðurinn Rolf Løvland skráður höfundur You Raise Me Up. Jóhann rifjar upp að hann hafi á þessum tíma setið fund með þáverandi framkvæmdastjóra STEFs, Eiríki Tómassyni sem síðar varð dómari við Hæstarétt Íslands. Eiríkur hafi sagt frá símtali sem hann átti við Cato Strøm, forstjóra TONO, vegna málsins.Jóhann Helgason tónlistarmaður. Fréttablaðið/Eyþór„Þá sagði Eiríkur að hann hefði heyrt í Cato og að Cato hefði sagt við sig að þetta kæmi sér ekki á óvart, þetta væri ekki í fyrsta skipti sem mál af þessu tagi kæmi á hans borð varðandi þennan höfund,“ segir Jóhann og bætir því við að hann hafi á fimmtudag rætt við Eirík til að ganga úr skugga um að þetta væri rétt munað. „Eiríkur sagðist muna vel eftir þessu og að ég mætti hafa það eftir honum.“ Cato, sem enn er forstjóri TONO, hafnaði þessari frásögn hins vegar algerlega í svari til Fréttablaðsins í gær. „Ég verð að undirstrika að ég hef aldrei sagt að Løvland sé, eða hafi verið viðriðinn önnur deilumál,“ segir í svari forstjóra TONO. Á blaðamannafundi Jóhanns Helgasonar á miðvikudag dró Jon Kjell Seljseth, samstarfsmaður Jóhanns og um skeið samstarfsmaður Løvlands, upp þá mynd af Løvland að hann hafi haft tilhneigingu til að fara frjálslega með höfundarvarið efni annarra tónskálda. Jóhann segir að frá blaðamannafundi hans á miðvikudag hafi málið fyrst og fremst vakið athygli hér innanlands. Mikilvægt sé að það veki eftirtekt erlendis með fjölmiðlaumfjöllun svo það komi fyrir augu fjárfesta sem væru þá til í að leggja fé í málsókn ytra sem kosta muni yfir eitt hundrað milljónir. „Ég vona það að minnsta kosti því málið er verðugt,“ segir tónskáldið. Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. 4. apríl 2018 13:38 Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20 Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Útgáfurisinn Universal hafnar algerlega kröfu Jóhanns Helgasonar vegna lagsins You Raise Me Up og kveðst munu verjast af krafti láti hann verða af þeirri "hótun“ að fara með málið fyrir dómstóla. Rolf Løwland svaraði ekki fyrirspurnum. 6. apríl 2018 04:45 Jóhann útskýrir milljarðamál sitt gegn Universal Vill meina að laginu Söknuði hafi verið stolið þegar You Raise Me Up var samið. 4. apríl 2018 13:30 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Sjá meira
Þáverandi framkvæmdastjóri höfundarréttarsamtakanna STEFs hafði eftir forstjóra systursamtakanna í Noregi að honum kæmi ekki á óvart að komið væri upp lagastuldarmál tengt Rolf Løvland. Norski forstjórinn neitar þeirri frásögn. „Þetta varðar alla höfunda,“ segir Jóhann Helgason tónlistarmaður um mál sitt gegn Universal Music og norska lagahöfundinum Rolf Løvland. Jóhann segir að hann hafi á sínum tíma snúið sér til STEFs, sem gætir höfundarréttargreiðslna fyrir tónskáld hérlendis, vegna þess að hann taldi lagið You Raise Me Up í raun vera lag hans Söknuð sem út kom á árinu 1977. STEF hafi fengið tvo sérfræðinga til að meta lögin og þeir komist að því að þau væru sláandi lík. STEF hafi í framhaldinu sent systursamtökum sínum í Noregi, TONO, erindi um málið í maí 2004 enda var Norðmaðurinn Rolf Løvland skráður höfundur You Raise Me Up. Jóhann rifjar upp að hann hafi á þessum tíma setið fund með þáverandi framkvæmdastjóra STEFs, Eiríki Tómassyni sem síðar varð dómari við Hæstarétt Íslands. Eiríkur hafi sagt frá símtali sem hann átti við Cato Strøm, forstjóra TONO, vegna málsins.Jóhann Helgason tónlistarmaður. Fréttablaðið/Eyþór„Þá sagði Eiríkur að hann hefði heyrt í Cato og að Cato hefði sagt við sig að þetta kæmi sér ekki á óvart, þetta væri ekki í fyrsta skipti sem mál af þessu tagi kæmi á hans borð varðandi þennan höfund,“ segir Jóhann og bætir því við að hann hafi á fimmtudag rætt við Eirík til að ganga úr skugga um að þetta væri rétt munað. „Eiríkur sagðist muna vel eftir þessu og að ég mætti hafa það eftir honum.“ Cato, sem enn er forstjóri TONO, hafnaði þessari frásögn hins vegar algerlega í svari til Fréttablaðsins í gær. „Ég verð að undirstrika að ég hef aldrei sagt að Løvland sé, eða hafi verið viðriðinn önnur deilumál,“ segir í svari forstjóra TONO. Á blaðamannafundi Jóhanns Helgasonar á miðvikudag dró Jon Kjell Seljseth, samstarfsmaður Jóhanns og um skeið samstarfsmaður Løvlands, upp þá mynd af Løvland að hann hafi haft tilhneigingu til að fara frjálslega með höfundarvarið efni annarra tónskálda. Jóhann segir að frá blaðamannafundi hans á miðvikudag hafi málið fyrst og fremst vakið athygli hér innanlands. Mikilvægt sé að það veki eftirtekt erlendis með fjölmiðlaumfjöllun svo það komi fyrir augu fjárfesta sem væru þá til í að leggja fé í málsókn ytra sem kosta muni yfir eitt hundrað milljónir. „Ég vona það að minnsta kosti því málið er verðugt,“ segir tónskáldið.
Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. 4. apríl 2018 13:38 Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20 Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Útgáfurisinn Universal hafnar algerlega kröfu Jóhanns Helgasonar vegna lagsins You Raise Me Up og kveðst munu verjast af krafti láti hann verða af þeirri "hótun“ að fara með málið fyrir dómstóla. Rolf Løwland svaraði ekki fyrirspurnum. 6. apríl 2018 04:45 Jóhann útskýrir milljarðamál sitt gegn Universal Vill meina að laginu Söknuði hafi verið stolið þegar You Raise Me Up var samið. 4. apríl 2018 13:30 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Sjá meira
Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. 4. apríl 2018 13:38
Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20
Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Útgáfurisinn Universal hafnar algerlega kröfu Jóhanns Helgasonar vegna lagsins You Raise Me Up og kveðst munu verjast af krafti láti hann verða af þeirri "hótun“ að fara með málið fyrir dómstóla. Rolf Løwland svaraði ekki fyrirspurnum. 6. apríl 2018 04:45
Jóhann útskýrir milljarðamál sitt gegn Universal Vill meina að laginu Söknuði hafi verið stolið þegar You Raise Me Up var samið. 4. apríl 2018 13:30