Eldur, ís og örvun allra skynfæra Stefán Þór Hjartarson skrifar 7. apríl 2018 08:30 Hjónin Ragnhildur og Júlíus komust í kynni við bandaríska prófessora sem voru að bræða hraun í tilraunaskyni og þá fór boltinn að rúlla. Fréttablaðið/Anton Brink Í sýningunni Icelandic Lava Show blandast eldur og ís bókstaflega saman á dramatískan hátt. Stofnendur fyrirtækisins fengu hugmyndina frá eldgosinu á Fimmvörðuhálsi og Minecraft-spilun sonar síns. Icelandic Lava Show er fyrirtæki stofnað af hjónunum Ragnhildi Ágústsdóttur og Júlíusi Inga Jónssyni. Fyrirtækið stendur fyrir hraunsýningu þar sem þau bræða og hella hrauni yfir ís fyrir framan sal fullan af fólki. „Við erum í raun og veru að búa til afþreyingartengt ferðaþjónustufyrirtæki þar sem við erum að gera ferðamönnum, og öðrum áhugasömum auðvitað, kleift að upplifa samspil hrauns við ís í návígi. Þetta er skýr skírskotun í gos undir jökli. Við ætlum að opna þetta í byrjun sumars í Vík í Mýrdal – við höfum verið á fullu síðan sumarið 2016 þegar við tókum þátt í Startup Reykjavík að vinna í þessu. Eins og er stundum með þessi „startup“ þá gengur allt rosa vel á stundum og allt að gerast en svo koma lengri tímabil þar sem ekki er mikið í gangi – það er mikil þrautseigja og þolinmæði sem maður þarf að sýna, en ef maður hefur trú á konseptinu, sjálfum sér og verkefninu þá gerist þetta á endanum,“ segir Ragnhildur. Þau hjónin eru í óðaönn að standsetja húsnæðið og koma sýningunni af stað. Og sýningin er mikið sjónarspil eins og gefur að skilja – hraunið skellur á ísnum með miklum látum og snarki og þessu fylgir mikill hiti og brunalykt þannig að öll skilningarvit eru örvuð. Lava Show vakti enda mikla athygli þegar fyrirtækið fór í gegnum Startup Reykjavík viðskiptahraðalinn þarna um árið. „Í grunninn er þetta þannig að við tökum basalt og við hitum það upp í einhverjar fjórtán hundruð gráður í sérútbúnum bræðsluofni. Svo erum við að framleiða íshellur sem við setjum í rennu í sýningarsalnum þangað sem við hellum hrauninu. Þetta er svolítið „kreisí“ hugmynd, þetta er pínu „out there“ og mjög sjónrænt og myndrænt – þannig að við fengum töluverða athygli í Startup Reykjavík sem hjálpaði okkur mikið í samskiptum við fjárfesta og aðra sem við höfum verið í viðræðum við.“ Þau helltu kílói af hrauni á ís fyrir framan fjárfestahópinn á meðan aðrir létu sér kannski nægja góða PowerPoint-sýningu. Aðspurð hvernig þessi hugmynd hafi fæðst segir Ragnhildur að þau hjónin hafi alltaf langað til að stofna fyrirtæki og raunar reglulega tekið hugmyndafundi saman yfir morgunkaffinu. Þeim hafi þó aldrei tekist að detta niður á hugmynd sem þau hafi bæði verið sammála um að væri góð, ekki fyrr en hugmyndin að Lava Show kom frá Minecraft-spilun eins sonarins. „Elsti strákurinn okkar er mjög hrifinn af Minecraft og mjög upptekinn af „lava“-þættinum í Minecraft sem honum þykir mjög spennandi – og svo erum við bæði algjörir jarðfræðinördar. Þegar gosið varð á Fimmvörðuhálsi árið 2010 fórum við upp eftir og fannst þetta alveg geðveikt. Við hugsuðum hversu geggjað það væri fyrir Ísland ef þetta gos væri bara áfram, svona eins og á Hawaii. Það komust auðvitað færri að en vildu og þá fórum við í kjölfarið að pæla hvernig væri hægt að vinna þetta – en útfærslan var eitthvað sem við vorum aldrei almennilega með.“ Haustið 2015 komust þau svo í kynni við bandaríska prófessora sem höfðu verið að bræða hraun í tilraunaskyni. Þeim fannst þau hjónin algjörlega galin en þau flugu út og fóru að hitta þá. Prófessorarnir mega ekki stunda hraunbræðslu í viðskiptaskyni þannig að þau buðu þeim að vera með – sem þeir þáðu. „Strákurinn okkar elsti varð líka svo spenntur þegar hann sá myndbönd af þessu að síðan þessi hugmynd dúkkaði upp vissum við alveg strax að þetta væri málið. Og við vorum síðan nógu galin til að fara út í þetta.“ Þau voru ekki alveg viss með þátttökuna í Startup Reykjavík enda bæði viðskiptafræðimenntuð og með mikla reynslu á því sviði og fannst því ekkert endilega eins og það væri eitthvað sem þau þyrftu að gera. „Eftir að við fórum á fund með forsvarsmönnum Startup Reykjavík sáum við að hvað maður græði ekki hvað síst á er að þetta býr til tengslanet. Það eru mentorar sem taka þátt í þessu og koma margir hverjir með frábæra punkta, þó að sumir hverjir kannski passi ekki alveg – þá er þetta alveg ómetanlegt og klárlega ýtti við okkur. Þetta gerði það að verkum að við erum á þeim stað með verkefnið sem við erum í dag. Svo fengum við talsvert mikla umfjöllun sem hjálpaði okkur mikið. Allt svoleiðis skiptir máli.“ Startup Reykjavík viðskiptahraðallinn hefst þann 11. júní en opnað hefur verið fyrir umsóknir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Sjá meira
Í sýningunni Icelandic Lava Show blandast eldur og ís bókstaflega saman á dramatískan hátt. Stofnendur fyrirtækisins fengu hugmyndina frá eldgosinu á Fimmvörðuhálsi og Minecraft-spilun sonar síns. Icelandic Lava Show er fyrirtæki stofnað af hjónunum Ragnhildi Ágústsdóttur og Júlíusi Inga Jónssyni. Fyrirtækið stendur fyrir hraunsýningu þar sem þau bræða og hella hrauni yfir ís fyrir framan sal fullan af fólki. „Við erum í raun og veru að búa til afþreyingartengt ferðaþjónustufyrirtæki þar sem við erum að gera ferðamönnum, og öðrum áhugasömum auðvitað, kleift að upplifa samspil hrauns við ís í návígi. Þetta er skýr skírskotun í gos undir jökli. Við ætlum að opna þetta í byrjun sumars í Vík í Mýrdal – við höfum verið á fullu síðan sumarið 2016 þegar við tókum þátt í Startup Reykjavík að vinna í þessu. Eins og er stundum með þessi „startup“ þá gengur allt rosa vel á stundum og allt að gerast en svo koma lengri tímabil þar sem ekki er mikið í gangi – það er mikil þrautseigja og þolinmæði sem maður þarf að sýna, en ef maður hefur trú á konseptinu, sjálfum sér og verkefninu þá gerist þetta á endanum,“ segir Ragnhildur. Þau hjónin eru í óðaönn að standsetja húsnæðið og koma sýningunni af stað. Og sýningin er mikið sjónarspil eins og gefur að skilja – hraunið skellur á ísnum með miklum látum og snarki og þessu fylgir mikill hiti og brunalykt þannig að öll skilningarvit eru örvuð. Lava Show vakti enda mikla athygli þegar fyrirtækið fór í gegnum Startup Reykjavík viðskiptahraðalinn þarna um árið. „Í grunninn er þetta þannig að við tökum basalt og við hitum það upp í einhverjar fjórtán hundruð gráður í sérútbúnum bræðsluofni. Svo erum við að framleiða íshellur sem við setjum í rennu í sýningarsalnum þangað sem við hellum hrauninu. Þetta er svolítið „kreisí“ hugmynd, þetta er pínu „out there“ og mjög sjónrænt og myndrænt – þannig að við fengum töluverða athygli í Startup Reykjavík sem hjálpaði okkur mikið í samskiptum við fjárfesta og aðra sem við höfum verið í viðræðum við.“ Þau helltu kílói af hrauni á ís fyrir framan fjárfestahópinn á meðan aðrir létu sér kannski nægja góða PowerPoint-sýningu. Aðspurð hvernig þessi hugmynd hafi fæðst segir Ragnhildur að þau hjónin hafi alltaf langað til að stofna fyrirtæki og raunar reglulega tekið hugmyndafundi saman yfir morgunkaffinu. Þeim hafi þó aldrei tekist að detta niður á hugmynd sem þau hafi bæði verið sammála um að væri góð, ekki fyrr en hugmyndin að Lava Show kom frá Minecraft-spilun eins sonarins. „Elsti strákurinn okkar er mjög hrifinn af Minecraft og mjög upptekinn af „lava“-þættinum í Minecraft sem honum þykir mjög spennandi – og svo erum við bæði algjörir jarðfræðinördar. Þegar gosið varð á Fimmvörðuhálsi árið 2010 fórum við upp eftir og fannst þetta alveg geðveikt. Við hugsuðum hversu geggjað það væri fyrir Ísland ef þetta gos væri bara áfram, svona eins og á Hawaii. Það komust auðvitað færri að en vildu og þá fórum við í kjölfarið að pæla hvernig væri hægt að vinna þetta – en útfærslan var eitthvað sem við vorum aldrei almennilega með.“ Haustið 2015 komust þau svo í kynni við bandaríska prófessora sem höfðu verið að bræða hraun í tilraunaskyni. Þeim fannst þau hjónin algjörlega galin en þau flugu út og fóru að hitta þá. Prófessorarnir mega ekki stunda hraunbræðslu í viðskiptaskyni þannig að þau buðu þeim að vera með – sem þeir þáðu. „Strákurinn okkar elsti varð líka svo spenntur þegar hann sá myndbönd af þessu að síðan þessi hugmynd dúkkaði upp vissum við alveg strax að þetta væri málið. Og við vorum síðan nógu galin til að fara út í þetta.“ Þau voru ekki alveg viss með þátttökuna í Startup Reykjavík enda bæði viðskiptafræðimenntuð og með mikla reynslu á því sviði og fannst því ekkert endilega eins og það væri eitthvað sem þau þyrftu að gera. „Eftir að við fórum á fund með forsvarsmönnum Startup Reykjavík sáum við að hvað maður græði ekki hvað síst á er að þetta býr til tengslanet. Það eru mentorar sem taka þátt í þessu og koma margir hverjir með frábæra punkta, þó að sumir hverjir kannski passi ekki alveg – þá er þetta alveg ómetanlegt og klárlega ýtti við okkur. Þetta gerði það að verkum að við erum á þeim stað með verkefnið sem við erum í dag. Svo fengum við talsvert mikla umfjöllun sem hjálpaði okkur mikið. Allt svoleiðis skiptir máli.“ Startup Reykjavík viðskiptahraðallinn hefst þann 11. júní en opnað hefur verið fyrir umsóknir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Sjá meira