Ætla að fá myndavélar til að fæla eggjaþjófa frá Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. apríl 2018 06:00 Fálki á flugi. Leitað hefur verið til umhverfisráðuneytisins um styrk fyrir kaupum á myndavélum til að vakta fálkahreiður. Vísir/GETTY Náttúra Fálkasetur Íslands safnar fé til að geta sett upp eftirlitsmyndavélar fyrir fálkahreiður. Leitað hefur verið til umhverfisráðuneytisins um styrk fyrir verkefninu. „Við erum ekki búin að sækja um styrki annars staðar, svo sem til einstaklinga eða fyrirtækja eða annað,“ segir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, formaður stjórnar Fálkaseturs. Ekkert svar hefur fengist frá umhverfisráðuneytinu, en samkvæmt reglugerð um friðun fálkans mun ráðuneytið jafnframt þurfa að veita samþykki fyrir uppsetningu á slíkum vélum.Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, sagði í Fréttablaðinu í gær að sterkar vísbendingar væru um að eggjaþjófar væru enn að spilla fyrir varpi fálka. Vitað sé að tilteknir Íslendingar sæki í þekkt fálkaóðöl á varptíma og stundum séu skilin eftir hænuegg í hreiðrunum.Sjá einnig: Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka „Við getum náttúrlega aldrei vaktað öll hreiður, en við erum að vonast til þess að þetta fæli frá ef einhver eru vöktuð. Við erum ekki að hugsa um venjulegar eftirlitsmyndavélar heldur erum við að ræða um myndavélar með hreyfiskynjurum sem smella af ef eitthvað rýfur geislann,“ segir Aðalsteinn. Vélin myndi síðan senda mynd í GSM síma og þannig væri hægt að fylgjast með mannaferðum. Vélarnar sem horft er til eru sömu gerðar og notaðar eru við refaveiðar og ganga fyrir rafhlöðum. Aðalsteinn segir að vélarnar sem horft er til kosti um 70 þúsund krónur hver. Vitað er um bónda í Aðaldal sem hefur komið upp myndavél á jörð sinni þar sem eitt fálkaóðalið er. Ólafur K. Nielsen segir að bóndinn hafi verið orðinn þreyttur á rápi manna á landareign sinni sem sóttu í fálkaegg. „Hann og nágranni hans lýstu því yfir í heyranda hljóð að þeir myndu setja upp öryggismyndavélar. Þeir gerðu það og þá komust upp ungar þarna í fyrsta skipti í tíu eða fimmtán ár. Þetta var 2015 og síðan komust upp ungar aftur 2016 á sama óðali,“ segir Ólafur. Hann segir að sú myndavél hafi ekki verið sett upp við hreiðrið sjálft heldur við gönguleið að hreiðrinu. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka Vísbendingar eru um að eggjaþjófar séu enn að spilla fyrir varpi fálka. Skilja hænuegg eftir til að villa um fyrir fuglinum og fá hann til að liggja lengur á. „Eitthvað sem á ekki að líðast,“ segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. 4. apríl 2018 06:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Náttúra Fálkasetur Íslands safnar fé til að geta sett upp eftirlitsmyndavélar fyrir fálkahreiður. Leitað hefur verið til umhverfisráðuneytisins um styrk fyrir verkefninu. „Við erum ekki búin að sækja um styrki annars staðar, svo sem til einstaklinga eða fyrirtækja eða annað,“ segir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, formaður stjórnar Fálkaseturs. Ekkert svar hefur fengist frá umhverfisráðuneytinu, en samkvæmt reglugerð um friðun fálkans mun ráðuneytið jafnframt þurfa að veita samþykki fyrir uppsetningu á slíkum vélum.Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, sagði í Fréttablaðinu í gær að sterkar vísbendingar væru um að eggjaþjófar væru enn að spilla fyrir varpi fálka. Vitað sé að tilteknir Íslendingar sæki í þekkt fálkaóðöl á varptíma og stundum séu skilin eftir hænuegg í hreiðrunum.Sjá einnig: Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka „Við getum náttúrlega aldrei vaktað öll hreiður, en við erum að vonast til þess að þetta fæli frá ef einhver eru vöktuð. Við erum ekki að hugsa um venjulegar eftirlitsmyndavélar heldur erum við að ræða um myndavélar með hreyfiskynjurum sem smella af ef eitthvað rýfur geislann,“ segir Aðalsteinn. Vélin myndi síðan senda mynd í GSM síma og þannig væri hægt að fylgjast með mannaferðum. Vélarnar sem horft er til eru sömu gerðar og notaðar eru við refaveiðar og ganga fyrir rafhlöðum. Aðalsteinn segir að vélarnar sem horft er til kosti um 70 þúsund krónur hver. Vitað er um bónda í Aðaldal sem hefur komið upp myndavél á jörð sinni þar sem eitt fálkaóðalið er. Ólafur K. Nielsen segir að bóndinn hafi verið orðinn þreyttur á rápi manna á landareign sinni sem sóttu í fálkaegg. „Hann og nágranni hans lýstu því yfir í heyranda hljóð að þeir myndu setja upp öryggismyndavélar. Þeir gerðu það og þá komust upp ungar þarna í fyrsta skipti í tíu eða fimmtán ár. Þetta var 2015 og síðan komust upp ungar aftur 2016 á sama óðali,“ segir Ólafur. Hann segir að sú myndavél hafi ekki verið sett upp við hreiðrið sjálft heldur við gönguleið að hreiðrinu.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka Vísbendingar eru um að eggjaþjófar séu enn að spilla fyrir varpi fálka. Skilja hænuegg eftir til að villa um fyrir fuglinum og fá hann til að liggja lengur á. „Eitthvað sem á ekki að líðast,“ segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. 4. apríl 2018 06:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka Vísbendingar eru um að eggjaþjófar séu enn að spilla fyrir varpi fálka. Skilja hænuegg eftir til að villa um fyrir fuglinum og fá hann til að liggja lengur á. „Eitthvað sem á ekki að líðast,“ segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. 4. apríl 2018 06:00