Fyrsta einkasýningin á 60 ára myndlistarferli Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. apríl 2018 06:00 Ein myndanna á sýningunni í Hannesarholti. Hilmar Hafstein Svavarsson opnar sína fyrstu einkasýningu á myndverkum í veitingastofum Hannesarholts í dag, 5. apríl, klukkan 16. Hann er á áttræðisaldri en kveðst hafa fengist við myndlist frá barnsaldri. „Ekki kannski stöðugt en alltaf af og til.“ Elstu myndina á sýningunni segist hann hafa málað tólf ára gamall og önnur hafi verið í vinnslu í fimmtíu ár! „Það er dálítið stórt skref að halda sýningu og það stóð ekki til af minni hálfu,“ segir Hilmar.Nú verður ekki aftur snúið segir Hilmar um sýninguna. Fréttablaðið/Ernir„En bæði langaði mig að skoða húsið Hannesarholt og líka vatnslitasýningu sem þar var þá, samt munaði engu að ég hætti við, mér gekk svo illa að finna bílastæði, svo gekk það upp og mér finnst að ég hafi verið leiddur á fund forstöðukonunnar í Hannesarholti, Ragnheiðar Jónsdóttur. Ég álpaðist til að segja henni að ég væri að dunda við að mála og þegar hún áttaði sig á að ég væri af Hafsteinsætt, eins og Hannes sem átti húsið, þá sagði hún: „Þú bara sýnir hjá mér, það er ekkert sem heitir.“ Ég var á báðum áttum en sló svo til, líka vegna þess að konan mín studdi mig í því. Hún er eflaust orðin leið á að hafa myndirnar inni í herbergi og geymslu!“ Hilmar kveðst hafa gefið sér góðan tíma í að undirbúa sýninguna. „Sumar myndir þurfti ég að lagfæra og aðrar að ramma inn. En svo mætti ég í Hannesarholt með 32 myndir síðasta mánudagsmorgun og eftir það varð ekki aftur snúið.“ Myndlistina hefur Hilmar stundað meðfram loftskeytastörfum á sjó og verslunarrekstri í landi og kveðst nota alls konar liti. „Ég var lengst af með olíuliti, svo fór ég á mörg námskeið í vatnslitun, var heppinn með kennara og er orðinn einna hrifnastur af vatnslitunum. Einnig er ég aðeins með akrýlliti og hef dundað við margs konar myndlist, lærði meira að segja húðflúr.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Hilmar Hafstein Svavarsson opnar sína fyrstu einkasýningu á myndverkum í veitingastofum Hannesarholts í dag, 5. apríl, klukkan 16. Hann er á áttræðisaldri en kveðst hafa fengist við myndlist frá barnsaldri. „Ekki kannski stöðugt en alltaf af og til.“ Elstu myndina á sýningunni segist hann hafa málað tólf ára gamall og önnur hafi verið í vinnslu í fimmtíu ár! „Það er dálítið stórt skref að halda sýningu og það stóð ekki til af minni hálfu,“ segir Hilmar.Nú verður ekki aftur snúið segir Hilmar um sýninguna. Fréttablaðið/Ernir„En bæði langaði mig að skoða húsið Hannesarholt og líka vatnslitasýningu sem þar var þá, samt munaði engu að ég hætti við, mér gekk svo illa að finna bílastæði, svo gekk það upp og mér finnst að ég hafi verið leiddur á fund forstöðukonunnar í Hannesarholti, Ragnheiðar Jónsdóttur. Ég álpaðist til að segja henni að ég væri að dunda við að mála og þegar hún áttaði sig á að ég væri af Hafsteinsætt, eins og Hannes sem átti húsið, þá sagði hún: „Þú bara sýnir hjá mér, það er ekkert sem heitir.“ Ég var á báðum áttum en sló svo til, líka vegna þess að konan mín studdi mig í því. Hún er eflaust orðin leið á að hafa myndirnar inni í herbergi og geymslu!“ Hilmar kveðst hafa gefið sér góðan tíma í að undirbúa sýninguna. „Sumar myndir þurfti ég að lagfæra og aðrar að ramma inn. En svo mætti ég í Hannesarholt með 32 myndir síðasta mánudagsmorgun og eftir það varð ekki aftur snúið.“ Myndlistina hefur Hilmar stundað meðfram loftskeytastörfum á sjó og verslunarrekstri í landi og kveðst nota alls konar liti. „Ég var lengst af með olíuliti, svo fór ég á mörg námskeið í vatnslitun, var heppinn með kennara og er orðinn einna hrifnastur af vatnslitunum. Einnig er ég aðeins með akrýlliti og hef dundað við margs konar myndlist, lærði meira að segja húðflúr.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira