Fyrsta einkasýningin á 60 ára myndlistarferli Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. apríl 2018 06:00 Ein myndanna á sýningunni í Hannesarholti. Hilmar Hafstein Svavarsson opnar sína fyrstu einkasýningu á myndverkum í veitingastofum Hannesarholts í dag, 5. apríl, klukkan 16. Hann er á áttræðisaldri en kveðst hafa fengist við myndlist frá barnsaldri. „Ekki kannski stöðugt en alltaf af og til.“ Elstu myndina á sýningunni segist hann hafa málað tólf ára gamall og önnur hafi verið í vinnslu í fimmtíu ár! „Það er dálítið stórt skref að halda sýningu og það stóð ekki til af minni hálfu,“ segir Hilmar.Nú verður ekki aftur snúið segir Hilmar um sýninguna. Fréttablaðið/Ernir„En bæði langaði mig að skoða húsið Hannesarholt og líka vatnslitasýningu sem þar var þá, samt munaði engu að ég hætti við, mér gekk svo illa að finna bílastæði, svo gekk það upp og mér finnst að ég hafi verið leiddur á fund forstöðukonunnar í Hannesarholti, Ragnheiðar Jónsdóttur. Ég álpaðist til að segja henni að ég væri að dunda við að mála og þegar hún áttaði sig á að ég væri af Hafsteinsætt, eins og Hannes sem átti húsið, þá sagði hún: „Þú bara sýnir hjá mér, það er ekkert sem heitir.“ Ég var á báðum áttum en sló svo til, líka vegna þess að konan mín studdi mig í því. Hún er eflaust orðin leið á að hafa myndirnar inni í herbergi og geymslu!“ Hilmar kveðst hafa gefið sér góðan tíma í að undirbúa sýninguna. „Sumar myndir þurfti ég að lagfæra og aðrar að ramma inn. En svo mætti ég í Hannesarholt með 32 myndir síðasta mánudagsmorgun og eftir það varð ekki aftur snúið.“ Myndlistina hefur Hilmar stundað meðfram loftskeytastörfum á sjó og verslunarrekstri í landi og kveðst nota alls konar liti. „Ég var lengst af með olíuliti, svo fór ég á mörg námskeið í vatnslitun, var heppinn með kennara og er orðinn einna hrifnastur af vatnslitunum. Einnig er ég aðeins með akrýlliti og hef dundað við margs konar myndlist, lærði meira að segja húðflúr.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Hilmar Hafstein Svavarsson opnar sína fyrstu einkasýningu á myndverkum í veitingastofum Hannesarholts í dag, 5. apríl, klukkan 16. Hann er á áttræðisaldri en kveðst hafa fengist við myndlist frá barnsaldri. „Ekki kannski stöðugt en alltaf af og til.“ Elstu myndina á sýningunni segist hann hafa málað tólf ára gamall og önnur hafi verið í vinnslu í fimmtíu ár! „Það er dálítið stórt skref að halda sýningu og það stóð ekki til af minni hálfu,“ segir Hilmar.Nú verður ekki aftur snúið segir Hilmar um sýninguna. Fréttablaðið/Ernir„En bæði langaði mig að skoða húsið Hannesarholt og líka vatnslitasýningu sem þar var þá, samt munaði engu að ég hætti við, mér gekk svo illa að finna bílastæði, svo gekk það upp og mér finnst að ég hafi verið leiddur á fund forstöðukonunnar í Hannesarholti, Ragnheiðar Jónsdóttur. Ég álpaðist til að segja henni að ég væri að dunda við að mála og þegar hún áttaði sig á að ég væri af Hafsteinsætt, eins og Hannes sem átti húsið, þá sagði hún: „Þú bara sýnir hjá mér, það er ekkert sem heitir.“ Ég var á báðum áttum en sló svo til, líka vegna þess að konan mín studdi mig í því. Hún er eflaust orðin leið á að hafa myndirnar inni í herbergi og geymslu!“ Hilmar kveðst hafa gefið sér góðan tíma í að undirbúa sýninguna. „Sumar myndir þurfti ég að lagfæra og aðrar að ramma inn. En svo mætti ég í Hannesarholt með 32 myndir síðasta mánudagsmorgun og eftir það varð ekki aftur snúið.“ Myndlistina hefur Hilmar stundað meðfram loftskeytastörfum á sjó og verslunarrekstri í landi og kveðst nota alls konar liti. „Ég var lengst af með olíuliti, svo fór ég á mörg námskeið í vatnslitun, var heppinn með kennara og er orðinn einna hrifnastur af vatnslitunum. Einnig er ég aðeins með akrýlliti og hef dundað við margs konar myndlist, lærði meira að segja húðflúr.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira