Söngkeppni framhaldsskólanna aflýst Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. apríl 2018 15:51 Dagur Sigurðsson tók lagið Vitskert vera, íslenska útgáfu af Helter Skelter með Bítlunum, þegar hann sigraði árið 2011. Í dag var tilkynnt að Söngkeppni framhaldsskólanema hafi verið aflýst í ár. Sagt var frá þessu á vef DV í dag. Keppnin átti að fara fram í Íþróttahöllinni á Akureyri þann 14. apríl næstkomandi. „Þetta var þannig að RÚV tilkynnti þeir þyrftu að bakka út úr verkefninu vegna þess að undirverktaki þeirra sem ætluðu að sjá um verkefnið hætti skyndilega við. Þetta varð til þess að keðjuverkandi áhrif urðu til, sem gátu aðeins endað illa,“ sagði Davíð Snær Jónsson formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema í samtali við DV. Hann kennir þó RÚV ekki alfarið um að keppninni hafi verið aflýst. Sindri Ástmarsson hjá K2 Events sem sem var framkvæmdaaðili keppninnar í ár segir að þetta sé ekki RÚV að kenna þó að það hefði kannski mátt lesa út úr skilaboðum þeirra til keppenda í morgun. Hann segir fyrirtækið hafi verið spennt fyrir verkefninu en það hafi ekki verið annað í stöðunni en að hætta við. „Við sáum fram á það að við myndum tapa þvílíkt mikið af peningum, þannig að það var bara gripið til þeirra örþrifaráða að stoppa þetta.“ Fyrirtækið tapar einhverjum upphæðum vegna verkefnisins, eins og launakostnaði starfsmanna og greiðslur fyrir tækjabúnað sem fæst ekki endurgreiddur. „Þetta var bara spurning um einhverja hundraðþúsundkarla eða milljónir og þá mátum við það svo að það væri betra að slaufa þessu strax.“Sindri ÁstmarssonFRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNSindri segir að hann hafi haft mikinn metnað fyrir því að endurvekja keppnina en þetta verkefni þyrfti einfaldlega meiri tíma og betri undirbúning til að þetta ætti að geta gengið upp. K2 Events komu fyrst að þessu verkefni rétt fyrir áramót. Hann segir að RÚV hafi þurft að bakka út þar sem þetta hafi ekki gengið fjárhagslega og að sýning í sjónvarpi hafi verið mikilvægur þáttur, til að ná í styrktaraðila og ná áhuga framhaldsskólanema. „Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV segir að því hafi aldrei verið slegið föstu að RÚV myndi sýna frá keppninni og aðstandendum hennar hafi verið gerð grein fyrir því strax. Það hafi verið ljóst frá upphafi að bratt hafi verið farið af stað og kostnaðarsamt sé að sýna beint frá svona umfangsmikilli keppni úti á landi. Allra leiða hafi verið leitað en því miður hafi það ekki gengið upp. Það hafi komið á óvart að keppnin hafi staðið og fallið með því hvort hún yrði í beinni útsendingu eða ekki,“ segir í frétt um málið á vef RÚV. Sindri segir að K2 Events muni ekki koma að þessu verkefni á næsta ári en vonar að hún verði sett aftur í fyrra horf. „Það þarf að verða einhver hugarfarsbreyting og það þarf að gera keppnina spennandi aftur.“ Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Söngkeppni framhaldsskólanna ekki haldin í ár Söngkeppni framhaldsskólanna verður ekki haldin árið 2017, vegna áhugaleysis og skorts á fjármagni. 24. janúar 2017 13:04 Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag "Það hafa allir verið til í að vera með sem eru að koma að þessu. Þetta small allt mjög hratt,“ segir Helgi Steinar Halldórsson. 14. apríl 2016 21:56 Tóku þátt í Söngvakeppni framhaldsskóla og Músíktilraunum sömu helgi Hljómsveitin Náttsól frá Menntaskólanum í Hamrahlíð bar sigur úr bítum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór um síðustu helgi. Þær fluttu lagið Hyperballad eftir Björk Guðmundsdóttur. 12. apríl 2016 08:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Í dag var tilkynnt að Söngkeppni framhaldsskólanema hafi verið aflýst í ár. Sagt var frá þessu á vef DV í dag. Keppnin átti að fara fram í Íþróttahöllinni á Akureyri þann 14. apríl næstkomandi. „Þetta var þannig að RÚV tilkynnti þeir þyrftu að bakka út úr verkefninu vegna þess að undirverktaki þeirra sem ætluðu að sjá um verkefnið hætti skyndilega við. Þetta varð til þess að keðjuverkandi áhrif urðu til, sem gátu aðeins endað illa,“ sagði Davíð Snær Jónsson formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema í samtali við DV. Hann kennir þó RÚV ekki alfarið um að keppninni hafi verið aflýst. Sindri Ástmarsson hjá K2 Events sem sem var framkvæmdaaðili keppninnar í ár segir að þetta sé ekki RÚV að kenna þó að það hefði kannski mátt lesa út úr skilaboðum þeirra til keppenda í morgun. Hann segir fyrirtækið hafi verið spennt fyrir verkefninu en það hafi ekki verið annað í stöðunni en að hætta við. „Við sáum fram á það að við myndum tapa þvílíkt mikið af peningum, þannig að það var bara gripið til þeirra örþrifaráða að stoppa þetta.“ Fyrirtækið tapar einhverjum upphæðum vegna verkefnisins, eins og launakostnaði starfsmanna og greiðslur fyrir tækjabúnað sem fæst ekki endurgreiddur. „Þetta var bara spurning um einhverja hundraðþúsundkarla eða milljónir og þá mátum við það svo að það væri betra að slaufa þessu strax.“Sindri ÁstmarssonFRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNSindri segir að hann hafi haft mikinn metnað fyrir því að endurvekja keppnina en þetta verkefni þyrfti einfaldlega meiri tíma og betri undirbúning til að þetta ætti að geta gengið upp. K2 Events komu fyrst að þessu verkefni rétt fyrir áramót. Hann segir að RÚV hafi þurft að bakka út þar sem þetta hafi ekki gengið fjárhagslega og að sýning í sjónvarpi hafi verið mikilvægur þáttur, til að ná í styrktaraðila og ná áhuga framhaldsskólanema. „Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV segir að því hafi aldrei verið slegið föstu að RÚV myndi sýna frá keppninni og aðstandendum hennar hafi verið gerð grein fyrir því strax. Það hafi verið ljóst frá upphafi að bratt hafi verið farið af stað og kostnaðarsamt sé að sýna beint frá svona umfangsmikilli keppni úti á landi. Allra leiða hafi verið leitað en því miður hafi það ekki gengið upp. Það hafi komið á óvart að keppnin hafi staðið og fallið með því hvort hún yrði í beinni útsendingu eða ekki,“ segir í frétt um málið á vef RÚV. Sindri segir að K2 Events muni ekki koma að þessu verkefni á næsta ári en vonar að hún verði sett aftur í fyrra horf. „Það þarf að verða einhver hugarfarsbreyting og það þarf að gera keppnina spennandi aftur.“
Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Söngkeppni framhaldsskólanna ekki haldin í ár Söngkeppni framhaldsskólanna verður ekki haldin árið 2017, vegna áhugaleysis og skorts á fjármagni. 24. janúar 2017 13:04 Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag "Það hafa allir verið til í að vera með sem eru að koma að þessu. Þetta small allt mjög hratt,“ segir Helgi Steinar Halldórsson. 14. apríl 2016 21:56 Tóku þátt í Söngvakeppni framhaldsskóla og Músíktilraunum sömu helgi Hljómsveitin Náttsól frá Menntaskólanum í Hamrahlíð bar sigur úr bítum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór um síðustu helgi. Þær fluttu lagið Hyperballad eftir Björk Guðmundsdóttur. 12. apríl 2016 08:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Söngkeppni framhaldsskólanna ekki haldin í ár Söngkeppni framhaldsskólanna verður ekki haldin árið 2017, vegna áhugaleysis og skorts á fjármagni. 24. janúar 2017 13:04
Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag "Það hafa allir verið til í að vera með sem eru að koma að þessu. Þetta small allt mjög hratt,“ segir Helgi Steinar Halldórsson. 14. apríl 2016 21:56
Tóku þátt í Söngvakeppni framhaldsskóla og Músíktilraunum sömu helgi Hljómsveitin Náttsól frá Menntaskólanum í Hamrahlíð bar sigur úr bítum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór um síðustu helgi. Þær fluttu lagið Hyperballad eftir Björk Guðmundsdóttur. 12. apríl 2016 08:00