Seldist upp á 12 mínútum Benedikt Bóas skrifar 4. apríl 2018 06:00 Vinsældir Skálmaldar eru miklar og eftirspurnin eftir að hljómsveitin og Sinfó tækju saman höndum aftur var mikil. En Bibbi segir að þessar 12 mínútur hafi komið sér í opna skjöldu. Sjálfur var hann staddur í Bakaríinu á Húsavík að borða hádegismat þegar miðasalan hófst og hann var ekki búinn þegar nánast allir miðar voru seldir. Lalli Sig „Við erum að reyna að komast að því hvort það sé hægt að fjölga tónleikum en það eru margir sem þurfa að vera á réttum stað á réttum tíma til að geta sagt já. En við erum að reyna,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, Bibbi í Skálmöld, en í gær seldist upp á tónleika hljómsveitarinnar ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á nokkrum mínútum. Bibbi segir að mínúturnar hafi verið 12 en síðan hafi einhverjir miðar farið aftur út í kerfið og því hafi nokkrir heppnir náð í miða. Tónleikarnir fara fram í Eldborgarsal Hörpu 24. og 25. ágúst en hljómsveitirnar auk Karlakórs Reykjavíkur, Kammerkórsins Hymnodia og Barnakórs Kársnesskóla léku síðast saman á þrennum tónleikum árið 2013 sem slógu í gegn svo eftir var tekið. „Við í Skálmöld erum alltaf niðri á jörðinni og maður þorir aldrei að búast við neinu. Auðvitað vonaði maður að þetta myndi ganga upp, ef maður bókar tvenna tónleika í Eldborg þá ertu að setja 3.000 miða í sölu. En þetta var svolítið öfgafullt og ég er ofboðslega feginn að þetta seldist.“„Það er alltaf smá hnútur í maganum rétt áður, því að það er svo eymdarlegt í Eldborg með 100 manns í salnum, eins og það er nú gaman á Gauknum með 100 manns.“ „Við erum fegnir og montnir enda er þetta glæsilegt,“ segir hann. Hljómsveitarstjóri verður Bernharður Wilkinson sem sló í gegn árið 2013 þegar hann stýrði þessu ógnarverkefni eins og höfðingi. Bibbi segir að Bernharður hafi verið meira en lítið til þegar kallið kom. „Ég veit að hann fagnaði mikið þegar við báðum hann um að stýra þessu aftur. Hann var svo risastór partur af þessu síðast og faðmaði þetta að sér. Hann talaði tungumál allra og stóð í miðjunni og stjórnaði. Um leið og þetta ferli fór af stað, að koma þessu heim og saman aftur, þá var eiginlega skilyrði að hann gerði þetta aftur.“ Síðan 2013 hafa Skálmeldingar gefið út tvær plötur og því þarf að útsetja nýju lögin upp á nýtt. Haraldur V. Sveinbjörnsson mun gera það líkt og fyrir síðustu tónleika. „Við erum ekkert að fara af stað með einhverja nýja hugmynd. Halli er að útsetja fleiri lög og við hugsum lagavalið alveg upp á nýtt. Trúlega hverfur helmingurinn af lögunum sem við spiluðum 2013 til að koma nýjum lögum fyrir. Við erum að verða búnir að ræða lagavalið og það er ekki auðvelt. Það er lúxusvandamál. Það þurfti að setjast niður og rökræða því menn voru ekki sammála,“ segir Bibbi. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Sjá meira
„Við erum að reyna að komast að því hvort það sé hægt að fjölga tónleikum en það eru margir sem þurfa að vera á réttum stað á réttum tíma til að geta sagt já. En við erum að reyna,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, Bibbi í Skálmöld, en í gær seldist upp á tónleika hljómsveitarinnar ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á nokkrum mínútum. Bibbi segir að mínúturnar hafi verið 12 en síðan hafi einhverjir miðar farið aftur út í kerfið og því hafi nokkrir heppnir náð í miða. Tónleikarnir fara fram í Eldborgarsal Hörpu 24. og 25. ágúst en hljómsveitirnar auk Karlakórs Reykjavíkur, Kammerkórsins Hymnodia og Barnakórs Kársnesskóla léku síðast saman á þrennum tónleikum árið 2013 sem slógu í gegn svo eftir var tekið. „Við í Skálmöld erum alltaf niðri á jörðinni og maður þorir aldrei að búast við neinu. Auðvitað vonaði maður að þetta myndi ganga upp, ef maður bókar tvenna tónleika í Eldborg þá ertu að setja 3.000 miða í sölu. En þetta var svolítið öfgafullt og ég er ofboðslega feginn að þetta seldist.“„Það er alltaf smá hnútur í maganum rétt áður, því að það er svo eymdarlegt í Eldborg með 100 manns í salnum, eins og það er nú gaman á Gauknum með 100 manns.“ „Við erum fegnir og montnir enda er þetta glæsilegt,“ segir hann. Hljómsveitarstjóri verður Bernharður Wilkinson sem sló í gegn árið 2013 þegar hann stýrði þessu ógnarverkefni eins og höfðingi. Bibbi segir að Bernharður hafi verið meira en lítið til þegar kallið kom. „Ég veit að hann fagnaði mikið þegar við báðum hann um að stýra þessu aftur. Hann var svo risastór partur af þessu síðast og faðmaði þetta að sér. Hann talaði tungumál allra og stóð í miðjunni og stjórnaði. Um leið og þetta ferli fór af stað, að koma þessu heim og saman aftur, þá var eiginlega skilyrði að hann gerði þetta aftur.“ Síðan 2013 hafa Skálmeldingar gefið út tvær plötur og því þarf að útsetja nýju lögin upp á nýtt. Haraldur V. Sveinbjörnsson mun gera það líkt og fyrir síðustu tónleika. „Við erum ekkert að fara af stað með einhverja nýja hugmynd. Halli er að útsetja fleiri lög og við hugsum lagavalið alveg upp á nýtt. Trúlega hverfur helmingurinn af lögunum sem við spiluðum 2013 til að koma nýjum lögum fyrir. Við erum að verða búnir að ræða lagavalið og það er ekki auðvelt. Það er lúxusvandamál. Það þurfti að setjast niður og rökræða því menn voru ekki sammála,“ segir Bibbi.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Sjá meira