Góð byrjun á sjóbirtingsveiðinni Karl Lúðvíksson skrifar 3. apríl 2018 08:21 Veiðitímabilið hófst 1. apríl og hefur sjóbirtingsveiðin gengið vel samkvæmt fréttum úr ánum. Veiðitímablið hófst 1.apríl og að venju er mesti hamagangurinn í sjóbirtingsveiðinni og samkvæmt fyrstu fréttum fer veiðin vel af stað. Í Geirlandsá komu um áttatíu fiskar á land og þar af einn 91 sm og það voru fleiri fiskar rígvænir sem veiddust. Það var mikið líf og aðstæður ágætar til veiða. Tungufljótið opnaði einnig með glæsibrag en þar veiddust um sjötíu sjóbirtingar strax á fyrsta degi. Sömu sögu er að segja úr Tungulæk en hátt í hundrað fiskar eru komnir þar á land í fyrsta hollinu og er mikill fiskur í ánni samkvæmt okkar heimildum. Það var nokkuð erfiðara við að eiga á veiðisvæðunum norðan heiða en þó veiddist eitthvað í Húseyjakvísl og Litlaá í Keldum á alltaf góða fyrstu daga. Áin er sem menn vita með hlýja uppsprettu svo fiskurinn hefur það ágætt yfir vetrartímann og þarna nær staðbundni fiskurinn oft mjög góðum stærðum. Minna hefur frést úr þeim fáu vötnum sem eru komin af stað og kannski ekki skrítið þar sem ís liggur á vötnunum fyrir norðan og á vestur og suðurlandi liggur ennþá mikill ís á flestum vötnum. Þar sem veðurspáin færir okkur svo næstu daga er ekki beint líflegt veiðiveður en það skiptir þó varla máli því það virðast bara vera þeir allra hörðustu sem fara út þessa fyrstu daga en það kemur sér líka vel því veiðin er góð. Mest lesið Tölfræði fyrir ágúst 2020 í Eystri Rangá Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Fræðslukvöldin komin í gang hjá SVFR Veiði Nýtt veiðisvæði hjá Fish Partner Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Virkjun í Stóru-Laxá: Hreppsnefnd heimilar veitingu rannsóknarleyfis Veiði 17 laxar úr Grímsá við opnun Veiði Mikið framboð af villibráð Veiði Rjúpnaveiðin byrjar á morgun Veiði Mikið vatn en góður sprettur í Laxá í Leirársveit Veiði
Veiðitímablið hófst 1.apríl og að venju er mesti hamagangurinn í sjóbirtingsveiðinni og samkvæmt fyrstu fréttum fer veiðin vel af stað. Í Geirlandsá komu um áttatíu fiskar á land og þar af einn 91 sm og það voru fleiri fiskar rígvænir sem veiddust. Það var mikið líf og aðstæður ágætar til veiða. Tungufljótið opnaði einnig með glæsibrag en þar veiddust um sjötíu sjóbirtingar strax á fyrsta degi. Sömu sögu er að segja úr Tungulæk en hátt í hundrað fiskar eru komnir þar á land í fyrsta hollinu og er mikill fiskur í ánni samkvæmt okkar heimildum. Það var nokkuð erfiðara við að eiga á veiðisvæðunum norðan heiða en þó veiddist eitthvað í Húseyjakvísl og Litlaá í Keldum á alltaf góða fyrstu daga. Áin er sem menn vita með hlýja uppsprettu svo fiskurinn hefur það ágætt yfir vetrartímann og þarna nær staðbundni fiskurinn oft mjög góðum stærðum. Minna hefur frést úr þeim fáu vötnum sem eru komin af stað og kannski ekki skrítið þar sem ís liggur á vötnunum fyrir norðan og á vestur og suðurlandi liggur ennþá mikill ís á flestum vötnum. Þar sem veðurspáin færir okkur svo næstu daga er ekki beint líflegt veiðiveður en það skiptir þó varla máli því það virðast bara vera þeir allra hörðustu sem fara út þessa fyrstu daga en það kemur sér líka vel því veiðin er góð.
Mest lesið Tölfræði fyrir ágúst 2020 í Eystri Rangá Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Fræðslukvöldin komin í gang hjá SVFR Veiði Nýtt veiðisvæði hjá Fish Partner Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Virkjun í Stóru-Laxá: Hreppsnefnd heimilar veitingu rannsóknarleyfis Veiði 17 laxar úr Grímsá við opnun Veiði Mikið framboð af villibráð Veiði Rjúpnaveiðin byrjar á morgun Veiði Mikið vatn en góður sprettur í Laxá í Leirársveit Veiði