Mývetningum fjölgar ört og breyttir tímar blasa við Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. apríl 2018 06:00 Þorsteinn segir fólk í Mývatnssveit nú hafa trú á framtíðinni. Vísir/Vilhelm Í dag eru Mývetningar 505 talsins en í sveitinni hefur átt sér stað nokkuð stöðug fjölgun íbúa síðan árið 2013. Á tímabilinu hefur Mývetningum fjölgað um 135 einstaklinga og hafa þeir ekki verið fleiri síðan árið 1993. Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir sveitarfélagið hafa orðið fyrir áfalli árið 2004 þegar kísiliðjan lokaði eftir margra áratuga rekstur. „Þetta var kjölfesta sem hvarf á einu bretti, og það fækkaði smátt og smátt hjá okkur í kjölfarið,“ segir Þorsteinn. Mývetningar eru ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát þegar áskoranir blasa við. Sjálfsbjargarviðleitnin tekur við. „Hún kennir fólki að finna lausnir. Þeir sem voru eftir veðjuðu á ferðaþjónustu.“ Á síðustu árum hefur mikil uppbygging átt sér stað í Mývatnssveit. Tvær hótelkeðjur hafa opnað hótel á svæðinu og búið er að stækka hótel sem fyrir var. Samhliða auknum straumi ferðamanna til Mývatns hefur margs konar afþreying í sveitinni litið dagsins ljós.Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi„Það má segja að ferðaþjónustan hafi bjargað atvinnulífinu í Mývatnssveit,“ segir Þorsteinn. „Hún er algjör kjölfesta í öllu sem við erum að gera. Og þetta hefur orðið þess valdandi að hér hefur átt sér stað uppbygging og fólk hér hefur nú trú á framtíðinni.“ Þá segir Þorsteinn það vera mikið gleðiefni að sjá ungt fólk, oft með rætur í sveitinni, koma þangað með fjölskyldur sínar og setjast að. „Það er talsverður áhugi fyrir því hjá einstaklingum að byggja hér, og það er mjög athyglisvert enda er slík fjárfesting ekkert endilega að borga sig strax, enda er fasteignaverðið hér ekki hátt.“ Fjölgun íbúa eins og í Mývatnssveit eykur álag á innviði. Þorsteinn segir að nú þurfi að hugsa til lengri tíma í innviða- og skipulagsmálum. „Við erum nýbúin að gera húsnæð- isáætlun fyrir sveitina. Það er íbúðaskortur hér á eins og víða annars staðar. Við munum boða til íbúafundar í næsta mánuði til að ræða þessa áætlun. Við verðum að bregðast við þessum þrýstingi um fá fleiri íbúðir. Það er búið að skipuleggja töluverðan fjölda íbúða, en við þurfum að hugsa þetta miklu lengra.“ Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Mývetningar yfir 500 talsins í fyrsta skipti í 25 ár Síðan 2013 hefur íbúum Skútustaðahrepps fjölgað úr 370 í 505 og fólksfjölgun því 36,5 prósent. 30. mars 2018 10:23 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira
Í dag eru Mývetningar 505 talsins en í sveitinni hefur átt sér stað nokkuð stöðug fjölgun íbúa síðan árið 2013. Á tímabilinu hefur Mývetningum fjölgað um 135 einstaklinga og hafa þeir ekki verið fleiri síðan árið 1993. Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir sveitarfélagið hafa orðið fyrir áfalli árið 2004 þegar kísiliðjan lokaði eftir margra áratuga rekstur. „Þetta var kjölfesta sem hvarf á einu bretti, og það fækkaði smátt og smátt hjá okkur í kjölfarið,“ segir Þorsteinn. Mývetningar eru ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát þegar áskoranir blasa við. Sjálfsbjargarviðleitnin tekur við. „Hún kennir fólki að finna lausnir. Þeir sem voru eftir veðjuðu á ferðaþjónustu.“ Á síðustu árum hefur mikil uppbygging átt sér stað í Mývatnssveit. Tvær hótelkeðjur hafa opnað hótel á svæðinu og búið er að stækka hótel sem fyrir var. Samhliða auknum straumi ferðamanna til Mývatns hefur margs konar afþreying í sveitinni litið dagsins ljós.Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi„Það má segja að ferðaþjónustan hafi bjargað atvinnulífinu í Mývatnssveit,“ segir Þorsteinn. „Hún er algjör kjölfesta í öllu sem við erum að gera. Og þetta hefur orðið þess valdandi að hér hefur átt sér stað uppbygging og fólk hér hefur nú trú á framtíðinni.“ Þá segir Þorsteinn það vera mikið gleðiefni að sjá ungt fólk, oft með rætur í sveitinni, koma þangað með fjölskyldur sínar og setjast að. „Það er talsverður áhugi fyrir því hjá einstaklingum að byggja hér, og það er mjög athyglisvert enda er slík fjárfesting ekkert endilega að borga sig strax, enda er fasteignaverðið hér ekki hátt.“ Fjölgun íbúa eins og í Mývatnssveit eykur álag á innviði. Þorsteinn segir að nú þurfi að hugsa til lengri tíma í innviða- og skipulagsmálum. „Við erum nýbúin að gera húsnæð- isáætlun fyrir sveitina. Það er íbúðaskortur hér á eins og víða annars staðar. Við munum boða til íbúafundar í næsta mánuði til að ræða þessa áætlun. Við verðum að bregðast við þessum þrýstingi um fá fleiri íbúðir. Það er búið að skipuleggja töluverðan fjölda íbúða, en við þurfum að hugsa þetta miklu lengra.“
Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Mývetningar yfir 500 talsins í fyrsta skipti í 25 ár Síðan 2013 hefur íbúum Skútustaðahrepps fjölgað úr 370 í 505 og fólksfjölgun því 36,5 prósent. 30. mars 2018 10:23 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira
Mývetningar yfir 500 talsins í fyrsta skipti í 25 ár Síðan 2013 hefur íbúum Skútustaðahrepps fjölgað úr 370 í 505 og fólksfjölgun því 36,5 prósent. 30. mars 2018 10:23