Dansandi hestur á Sunnuhvoli í Ölfusi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. apríl 2018 20:31 Það getur reynst erfitt að kenna íslenska hestinum nýjar gangtegundir og hvað þá að leika listir sínar. Sextán ára stelpu í Ölfusi hefur þó tekist að kenna sínum hesti spænska sporið sem er mjög óvenjulegt spor, nokkurskonar dansspor sem hesturinn tekur. Á bænum Sunnuhvoli í Ölfusi er mikill áhugi á hestum og allt sem þeim við kemur. Glódís Rún Sigurðardóttir er þar engin undantekning því hún er mikil keppnismanneskja og sér ekki sólina fyrir hestum. Hún hefur unnið margra sigra á hestinum Kambana frá Húsavík. Hún hefur líka verið að kenna honum ýmislegt annað, eins og spænska sporið. „Það kallast spænska sporið eða spænska fetið, ég kenndi honum þetta fyrir nokkrum árum, honum finnst það mjög skemmtilegt því hann fær alltaf nammi,“ segir Glódís Rún. En hvernig kennir maður hesti að gera spænska sporið ? „Þú byrja bara á því að gefa smá ábendingu neðst á löppinni, og svo gerir þú bara meira og meira þar til hann svarar þér og svo þegar hann svarar þér rétt fær hann nammi. Svo reynir þú alltaf að fá hann til að setja löppina hærra og hærra“. Glódís Rún segir mjög gaman að kenna hestum að gera listir. „Já, það er ótrúlega gott að gera eitthvað öðruvísi stundum, ekki alltaf það sama, því það er gott í allri þjálfun að hafa fjölbreytni“. Kamban verður 16 vetra í vor. Glódís segir hann draumahestinn sinn. „Já, þetta er mikill gæðingur, hann er búin að vera í fremstu röð í keppni í nokkur ár í barnaflokki, hann er yfirburðahestur sem allir geta riðið“, segir Glódís Rún Sigurðardóttir. Dýr Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
Það getur reynst erfitt að kenna íslenska hestinum nýjar gangtegundir og hvað þá að leika listir sínar. Sextán ára stelpu í Ölfusi hefur þó tekist að kenna sínum hesti spænska sporið sem er mjög óvenjulegt spor, nokkurskonar dansspor sem hesturinn tekur. Á bænum Sunnuhvoli í Ölfusi er mikill áhugi á hestum og allt sem þeim við kemur. Glódís Rún Sigurðardóttir er þar engin undantekning því hún er mikil keppnismanneskja og sér ekki sólina fyrir hestum. Hún hefur unnið margra sigra á hestinum Kambana frá Húsavík. Hún hefur líka verið að kenna honum ýmislegt annað, eins og spænska sporið. „Það kallast spænska sporið eða spænska fetið, ég kenndi honum þetta fyrir nokkrum árum, honum finnst það mjög skemmtilegt því hann fær alltaf nammi,“ segir Glódís Rún. En hvernig kennir maður hesti að gera spænska sporið ? „Þú byrja bara á því að gefa smá ábendingu neðst á löppinni, og svo gerir þú bara meira og meira þar til hann svarar þér og svo þegar hann svarar þér rétt fær hann nammi. Svo reynir þú alltaf að fá hann til að setja löppina hærra og hærra“. Glódís Rún segir mjög gaman að kenna hestum að gera listir. „Já, það er ótrúlega gott að gera eitthvað öðruvísi stundum, ekki alltaf það sama, því það er gott í allri þjálfun að hafa fjölbreytni“. Kamban verður 16 vetra í vor. Glódís segir hann draumahestinn sinn. „Já, þetta er mikill gæðingur, hann er búin að vera í fremstu röð í keppni í nokkur ár í barnaflokki, hann er yfirburðahestur sem allir geta riðið“, segir Glódís Rún Sigurðardóttir.
Dýr Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira