Ísbirnir herja á grænlenskt þorp Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. apríl 2018 19:02 Hvítabirnir hafa herjað á afskekktasta þorp Grænlands síðustu mánuði en um páskanna hafa tveir birnir verið felldir í og við þorpið. Liðsmenn Hróksins sem þar halda skákhátíð hafa líkt og aðrir íbúar verið beðnir að varann á sér. Ísbjörn réðst á mann í nágrenni þorpsins fyrir skömmu. Skákfélagið Hrókurinn heldur skákhátíð tólfta árið í röð á Ittoqqortoormiit sem er afskekktasta þorp Grænlands með um 450 íbúa. Máni Hrafnsson liðsmaður Hrókssins sem staddur er í þorpinu segir að undanfarna mánuði hafi um 30 hvítabirnir herjað á þorpið. „Það var einn ísbjörn felldur í fyrradag og hann var á vappi svona kílómeter frá bænum. Svo var annar sem var felldur í gærkvöldi inní bænum.“ Máni segir að fólkið í þorpinu munir varla eftir öðru eins og hafi fengið ströng fyrirmæli um að fara ekki út fyrir bæjarmörkin án þess að bera vopn. Þá hafi ísbjörn ráðist á mann fyrir skömmu. „Fyrir tveimur vikum var maður að koma út frá sér og ætlaði að fara á vélsleða þegar ísbjörn kom og réðst á hann. Björninn náði að bíta í höndina á honum áður en honum tókst að berja hann af sér og brunaði í burtu á vélsleðanum.“ Ísbjarnakjötið ekki í uppáhaldi Máni segir að kjötið af öðrum ísbirninum hafi verið deilt út meðal þorpsbúa. „Það var ungur veiðimaður, Karl Napatoq sem felldi ísbjörninn og björninn var dreginn í bæinn þar sem hann var fláður og kjötinu skipt milli þorpsbúa. Síðan var það eldað næsta dag. Við fengum að smakka og þetta var seigt og ekki í uppáhaldi verð ég að segja.“Ísbjörninn kíkti inn Liðsmenn Hrókssins fóru með leiðsögumanni í annað þorp í morgun og þar voru fótspor eftir stóran ísbjörn. „Hann hafði greinilega kíkt inn um glugga á húsum þar en sem betur fer var enginn heima.“ Máni segir að þorpið hafi kvóta upp á 35 ísbirni á ári en nú þegar sé búið að fella 30. Dýr Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Hvítabirnir hafa herjað á afskekktasta þorp Grænlands síðustu mánuði en um páskanna hafa tveir birnir verið felldir í og við þorpið. Liðsmenn Hróksins sem þar halda skákhátíð hafa líkt og aðrir íbúar verið beðnir að varann á sér. Ísbjörn réðst á mann í nágrenni þorpsins fyrir skömmu. Skákfélagið Hrókurinn heldur skákhátíð tólfta árið í röð á Ittoqqortoormiit sem er afskekktasta þorp Grænlands með um 450 íbúa. Máni Hrafnsson liðsmaður Hrókssins sem staddur er í þorpinu segir að undanfarna mánuði hafi um 30 hvítabirnir herjað á þorpið. „Það var einn ísbjörn felldur í fyrradag og hann var á vappi svona kílómeter frá bænum. Svo var annar sem var felldur í gærkvöldi inní bænum.“ Máni segir að fólkið í þorpinu munir varla eftir öðru eins og hafi fengið ströng fyrirmæli um að fara ekki út fyrir bæjarmörkin án þess að bera vopn. Þá hafi ísbjörn ráðist á mann fyrir skömmu. „Fyrir tveimur vikum var maður að koma út frá sér og ætlaði að fara á vélsleða þegar ísbjörn kom og réðst á hann. Björninn náði að bíta í höndina á honum áður en honum tókst að berja hann af sér og brunaði í burtu á vélsleðanum.“ Ísbjarnakjötið ekki í uppáhaldi Máni segir að kjötið af öðrum ísbirninum hafi verið deilt út meðal þorpsbúa. „Það var ungur veiðimaður, Karl Napatoq sem felldi ísbjörninn og björninn var dreginn í bæinn þar sem hann var fláður og kjötinu skipt milli þorpsbúa. Síðan var það eldað næsta dag. Við fengum að smakka og þetta var seigt og ekki í uppáhaldi verð ég að segja.“Ísbjörninn kíkti inn Liðsmenn Hrókssins fóru með leiðsögumanni í annað þorp í morgun og þar voru fótspor eftir stóran ísbjörn. „Hann hafði greinilega kíkt inn um glugga á húsum þar en sem betur fer var enginn heima.“ Máni segir að þorpið hafi kvóta upp á 35 ísbirni á ári en nú þegar sé búið að fella 30.
Dýr Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira