Ljósmæður að bugast Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. apríl 2018 18:45 Vísir/Sigurjón Ólason Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins virðist vera í algjörum hnút og sér formaður Ljósmæðrafélagsins enga lausn í deilunni og segir að ástandið í stéttinni sé orðið grafalvarlegt. Mikið álag hefur verið á fæðingardeild Landspítalans um páskana en á fjórða tug barna hefur fæðst frá því á Skírdag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sögðum við frá því að ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Á síðustu dögum hafa á annan tug ljósmæðra sagt upp störfum bæði vegna lélegra kjara og álags á fæðingardeildinni. Mikið álag hefur verið á fæðingardeild Landspítalans frá því á fimmtudag, en síðan þá hafa þrjátíu og níu börn fæðst. Alla dagana hefur þurft að kalla út aðstoð á fæðingardeildina. Lágmarksmönnun hefur verið á fæðingardeildinni yfir páskanna, sex ljósmæður á hverri vakt sem er þrískipt yfir sólarhringinn. Aðeins var bakvakt aðfaranótt Föstudagsins langa, en hina dagana var reitt sig á góðvild ljósmæðra í vaktafríi, þegar aðstoðar var þörf á fæðingardeildinni.„Ef það vantar fólk þá er það erfitt á þessum tíma þegar margir eru í burtu eða vilja vera í fríi. En við höfum samt þurft að kalla út fólk sem var ekki á bakvakt,“ segir Stella Ingigerður Steinþórsdóttir, ljósmóðir og vaktstjóri á fæðingardeild Landspítalans. Stella hefur starfað sem ljósmóðir frá árinu 2008 og segir að síðastliðið ár hafa verið mjög þungt. „Ég vinn vaktavinnu. Ég vinn fimmtíu prósent næturvinnu til þess að halda upp fjölskyldunni, það er rosalega lýjandi og það er líka lýjandi þegar það er alltaf rosalega mikið að gera og maður er alltaf á hlaupum og alltaf í fimmta gír,“ segir Stella. Kjaraviðræður hafa átt sér stað síðastliðið eitt og hálft ár en síðasti samningafundur ljósmæðra við ríkið var 22. mars síðastliðinn og sagði formaður Ljósmæðrafélagsins sorglega lítið hafa borið í milli. „Ég hef ekki á tilfinningunni að það sé að fara nást lending í þessu máli og á meðan versnar bara ástandið,“ segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Áslaug segir ástandið innan stéttarinnar sé orðið grafalvarlegt en gagnslaust sér fyrir ljósmæður að fara í verkfall. „Verkfall er eiginlega gagnslaust vopn í okkar höndum vegna þess að það er alltaf ákveðin neyðarmönnun, þannig að það finnur engin fyrir neinu nema ljósmæðurnar sjálfar,“ segir Álaug. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og á morgun klukkan eitt en sama tíma hefur verið boðað til samstöðufundar fyrir utan hús Ríkissáttasemjara. Kjaramál Tengdar fréttir „Ég hef ekki efni á að starfa sem ljósmóðir“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir sagði upp starfi sínu sem ljósmóðir og segir viðhorfið í kjaradeilunni vera vonbrigði. 29. mars 2018 16:00 Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins eftir páska Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hittust á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag vegna kjaradeilu ljósmæðra. 22. mars 2018 18:16 Ljósmæður í tvenns konar kjarabaráttu Ljósmæður telja sig hafa dregist verulega aftur úr í almennri launaþróun og krefjast leiðréttingar. Í baráttu sinni hafa þær minnkað heimaþjónustu umtalsvert sem er farið að hafa áhrif á fæðingardeild Landspítalans. 21. mars 2018 20:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Sjá meira
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins virðist vera í algjörum hnút og sér formaður Ljósmæðrafélagsins enga lausn í deilunni og segir að ástandið í stéttinni sé orðið grafalvarlegt. Mikið álag hefur verið á fæðingardeild Landspítalans um páskana en á fjórða tug barna hefur fæðst frá því á Skírdag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sögðum við frá því að ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Á síðustu dögum hafa á annan tug ljósmæðra sagt upp störfum bæði vegna lélegra kjara og álags á fæðingardeildinni. Mikið álag hefur verið á fæðingardeild Landspítalans frá því á fimmtudag, en síðan þá hafa þrjátíu og níu börn fæðst. Alla dagana hefur þurft að kalla út aðstoð á fæðingardeildina. Lágmarksmönnun hefur verið á fæðingardeildinni yfir páskanna, sex ljósmæður á hverri vakt sem er þrískipt yfir sólarhringinn. Aðeins var bakvakt aðfaranótt Föstudagsins langa, en hina dagana var reitt sig á góðvild ljósmæðra í vaktafríi, þegar aðstoðar var þörf á fæðingardeildinni.„Ef það vantar fólk þá er það erfitt á þessum tíma þegar margir eru í burtu eða vilja vera í fríi. En við höfum samt þurft að kalla út fólk sem var ekki á bakvakt,“ segir Stella Ingigerður Steinþórsdóttir, ljósmóðir og vaktstjóri á fæðingardeild Landspítalans. Stella hefur starfað sem ljósmóðir frá árinu 2008 og segir að síðastliðið ár hafa verið mjög þungt. „Ég vinn vaktavinnu. Ég vinn fimmtíu prósent næturvinnu til þess að halda upp fjölskyldunni, það er rosalega lýjandi og það er líka lýjandi þegar það er alltaf rosalega mikið að gera og maður er alltaf á hlaupum og alltaf í fimmta gír,“ segir Stella. Kjaraviðræður hafa átt sér stað síðastliðið eitt og hálft ár en síðasti samningafundur ljósmæðra við ríkið var 22. mars síðastliðinn og sagði formaður Ljósmæðrafélagsins sorglega lítið hafa borið í milli. „Ég hef ekki á tilfinningunni að það sé að fara nást lending í þessu máli og á meðan versnar bara ástandið,“ segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Áslaug segir ástandið innan stéttarinnar sé orðið grafalvarlegt en gagnslaust sér fyrir ljósmæður að fara í verkfall. „Verkfall er eiginlega gagnslaust vopn í okkar höndum vegna þess að það er alltaf ákveðin neyðarmönnun, þannig að það finnur engin fyrir neinu nema ljósmæðurnar sjálfar,“ segir Álaug. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og á morgun klukkan eitt en sama tíma hefur verið boðað til samstöðufundar fyrir utan hús Ríkissáttasemjara.
Kjaramál Tengdar fréttir „Ég hef ekki efni á að starfa sem ljósmóðir“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir sagði upp starfi sínu sem ljósmóðir og segir viðhorfið í kjaradeilunni vera vonbrigði. 29. mars 2018 16:00 Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins eftir páska Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hittust á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag vegna kjaradeilu ljósmæðra. 22. mars 2018 18:16 Ljósmæður í tvenns konar kjarabaráttu Ljósmæður telja sig hafa dregist verulega aftur úr í almennri launaþróun og krefjast leiðréttingar. Í baráttu sinni hafa þær minnkað heimaþjónustu umtalsvert sem er farið að hafa áhrif á fæðingardeild Landspítalans. 21. mars 2018 20:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Sjá meira
„Ég hef ekki efni á að starfa sem ljósmóðir“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir sagði upp starfi sínu sem ljósmóðir og segir viðhorfið í kjaradeilunni vera vonbrigði. 29. mars 2018 16:00
Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30
Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins eftir páska Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hittust á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag vegna kjaradeilu ljósmæðra. 22. mars 2018 18:16
Ljósmæður í tvenns konar kjarabaráttu Ljósmæður telja sig hafa dregist verulega aftur úr í almennri launaþróun og krefjast leiðréttingar. Í baráttu sinni hafa þær minnkað heimaþjónustu umtalsvert sem er farið að hafa áhrif á fæðingardeild Landspítalans. 21. mars 2018 20:00