Metfjöldi ætlar að fermast borgaralega í ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. apríl 2018 20:00 Metfjöldi fermingabarna ætlar að fermast borgaralega í ár eða um 20 prósent fleiri en í fyrra. Enn kjósa þó flestir að fermast í kirkju en fermingarbörn sem fréttastofa ræddi við segja afstöðu sína til trúarinnar aðallega hafa ráðið för við ákvörðunartökuna. Engin staðfesting felst í því að fermast borgaralega að sögn formanns Siðmenntar heldur er borgaraleg ferming miðuð að því að styðja og styrkja. Siðmennt hefur boðið upp á borgaralegar fermingar síðan 1989 en í gegnum árin hefur fjölgað í hópi þeirra sem ákveða að fermast borgaralega. „Það eru líklega svona um 80 börn fleiri í ár heldur en í fyrra þannig að þetta eru 470 börn í ár. Og í fyrsta skipti erum við til dæmis með námskeið á Egilsstöðum núna þar sem það voru 10 börn sem tóku þátt af Austurlandi. Svo er þetta orðinn fastur liður, fyrir utan höfuðborgarsvæðið, er þetta orðinn fastur liður á Akureyri, þar voru yfir 30 börn sem að sóttu námskeið,“ segir Jóhann Björnsson, formaður Siðmenntar. Svava Freysdóttir er ein þeirra sem ætlar að fermast borgaralega. „Ég trúi ekki á guð og mér fannst áhugaverðara að fermast borgaralega,“ segir Svava. Í borgaralegri fermingarfræðslu hafi hún lært ýmislegt en þess má geta að eldri systkini hennar tvö fermdust einnig borgaralega. Hún er aftur á móti sú eina í sínum bekk sem ætlar að fermast borgaralega fyrir utan einn bekkjarbróður sem ætlar að gera það líka. Þrátt fyrir fjölgun í hópi þeirra sem kjósa að fermast borgaralega velja þó flestir enn að fermast í kirkju. Ein þeirra er Sigrún Benediktsdóttir sem fermist í Hallgrímskirkju 8. apríl. „Ég sá bara að systkini mín gerðu það og ég sá hvað þeim fannst gaman og mig langaði líka að gera það því það er svo gaman sögðu þau,“ segir Sigrún. Hún kveðst aldrei hafa íhugað að fermast borgaralega enda trúi hún á guð og hafi alltaf hugsað sér að fermast í kirkju. Hún segir flest alla vini sína og bekkjarsystkini ætla að fermast, ýmist í kirkju eða borgaralega.Sigrún Benediktsdóttir ætlar að fermast í kirkju.Vísir/Egill Fermingar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Metfjöldi fermingabarna ætlar að fermast borgaralega í ár eða um 20 prósent fleiri en í fyrra. Enn kjósa þó flestir að fermast í kirkju en fermingarbörn sem fréttastofa ræddi við segja afstöðu sína til trúarinnar aðallega hafa ráðið för við ákvörðunartökuna. Engin staðfesting felst í því að fermast borgaralega að sögn formanns Siðmenntar heldur er borgaraleg ferming miðuð að því að styðja og styrkja. Siðmennt hefur boðið upp á borgaralegar fermingar síðan 1989 en í gegnum árin hefur fjölgað í hópi þeirra sem ákveða að fermast borgaralega. „Það eru líklega svona um 80 börn fleiri í ár heldur en í fyrra þannig að þetta eru 470 börn í ár. Og í fyrsta skipti erum við til dæmis með námskeið á Egilsstöðum núna þar sem það voru 10 börn sem tóku þátt af Austurlandi. Svo er þetta orðinn fastur liður, fyrir utan höfuðborgarsvæðið, er þetta orðinn fastur liður á Akureyri, þar voru yfir 30 börn sem að sóttu námskeið,“ segir Jóhann Björnsson, formaður Siðmenntar. Svava Freysdóttir er ein þeirra sem ætlar að fermast borgaralega. „Ég trúi ekki á guð og mér fannst áhugaverðara að fermast borgaralega,“ segir Svava. Í borgaralegri fermingarfræðslu hafi hún lært ýmislegt en þess má geta að eldri systkini hennar tvö fermdust einnig borgaralega. Hún er aftur á móti sú eina í sínum bekk sem ætlar að fermast borgaralega fyrir utan einn bekkjarbróður sem ætlar að gera það líka. Þrátt fyrir fjölgun í hópi þeirra sem kjósa að fermast borgaralega velja þó flestir enn að fermast í kirkju. Ein þeirra er Sigrún Benediktsdóttir sem fermist í Hallgrímskirkju 8. apríl. „Ég sá bara að systkini mín gerðu það og ég sá hvað þeim fannst gaman og mig langaði líka að gera það því það er svo gaman sögðu þau,“ segir Sigrún. Hún kveðst aldrei hafa íhugað að fermast borgaralega enda trúi hún á guð og hafi alltaf hugsað sér að fermast í kirkju. Hún segir flest alla vini sína og bekkjarsystkini ætla að fermast, ýmist í kirkju eða borgaralega.Sigrún Benediktsdóttir ætlar að fermast í kirkju.Vísir/Egill
Fermingar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira