Biskup fjallaði um jafnréttismál í páskapredikun Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 1. apríl 2018 15:00 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, beindi athygli sinni að konunum og jafnréttismálum, í páskapredikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. Agnes fjallaði um konurnar í guðspjöllunum og þá staðreynd sem þar kemur fram að þær voru fyrstu boðberar kristinnar trúar. „En hryggð þeirra breyttist í fögnuð. Kærleiksverkið þeirra breyttist því þær fengu það hlutverk að vera sendar fyrstar allra til að flytja tíðindin miklu um að lífið hefði sigrað dauðann. Vald mannanna hafði ekki síðasta orðið. Þær voru sendar til að boða líf, sem er ljós mannanna. Það voru sem sagt konur sem fyrstar fluttu boðin um upprisuna. Boðin um að lífið sigraði dauðann. Boðin um að hið veraldlega vald sem felldi dauðadóminn í dómssölum heimsins hafi ekki haft síðasta orðið. Boðin um að kærleikurinn hafi sigrað illskuna,“ sagði Agnes í predikun sinni.Baráttumál kvenna Biskup kom inn á jafnréttismál og frásagnir kvenna í nútímanum sem hafa einkennst af baráttu, eins og til dæmis hin fræga #metoo bylting. „Margar konur lýsa því hvernig gert er lítið úr orðum þeirra og gjörðum. Þagað yfir góðum verkum þeirra og fundið að þeim. Konur heimsins búa margar við óviðunandi lífskjör og eru þvingaðar til verka sem ekki eru sæmandi virðingu þeirra. Konur eru seldar í kynlífsþrælkun og litið niður á þær. Það er ekki í anda hins upprisna Jesús að fara þannig með fólk,“ sagði Agnes í predikun sinni.Samhengi kristinnar kirkju Agnes fjallaði einnig um hið stóra samhengi kristinnar kirkju og sagði meðal annars: „Kristnir menn á Íslandi fagna í dag upprisu Krists eins og milljónir manna um víða veröld. Þó við búum á eyju norður í höfum erum við hluti af löndum heims, hluti af kristinni kirkju heimsins og hluti af þeim lúthersku kirkjum sem tilheyra lútherska heimssambandinu. Við erum því ekki eyland hvað trúna varðar. Á grundvelli kristinnar trúar byggist sú lífsskoðun að allir menn séu jafnir og eigi sama rétt á að búa við frið og öryggi á lífsleið sinni.“ MeToo Trúmál Tengdar fréttir Fjórir sóttu um embætti Dómirkjuprests Skipan séra Evu Bjarkar Valdimarsdóttur í embætti dómkirkjuprests var afturkölluð í október í fyrra. 26. mars 2018 15:03 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Sjá meira
Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, beindi athygli sinni að konunum og jafnréttismálum, í páskapredikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. Agnes fjallaði um konurnar í guðspjöllunum og þá staðreynd sem þar kemur fram að þær voru fyrstu boðberar kristinnar trúar. „En hryggð þeirra breyttist í fögnuð. Kærleiksverkið þeirra breyttist því þær fengu það hlutverk að vera sendar fyrstar allra til að flytja tíðindin miklu um að lífið hefði sigrað dauðann. Vald mannanna hafði ekki síðasta orðið. Þær voru sendar til að boða líf, sem er ljós mannanna. Það voru sem sagt konur sem fyrstar fluttu boðin um upprisuna. Boðin um að lífið sigraði dauðann. Boðin um að hið veraldlega vald sem felldi dauðadóminn í dómssölum heimsins hafi ekki haft síðasta orðið. Boðin um að kærleikurinn hafi sigrað illskuna,“ sagði Agnes í predikun sinni.Baráttumál kvenna Biskup kom inn á jafnréttismál og frásagnir kvenna í nútímanum sem hafa einkennst af baráttu, eins og til dæmis hin fræga #metoo bylting. „Margar konur lýsa því hvernig gert er lítið úr orðum þeirra og gjörðum. Þagað yfir góðum verkum þeirra og fundið að þeim. Konur heimsins búa margar við óviðunandi lífskjör og eru þvingaðar til verka sem ekki eru sæmandi virðingu þeirra. Konur eru seldar í kynlífsþrælkun og litið niður á þær. Það er ekki í anda hins upprisna Jesús að fara þannig með fólk,“ sagði Agnes í predikun sinni.Samhengi kristinnar kirkju Agnes fjallaði einnig um hið stóra samhengi kristinnar kirkju og sagði meðal annars: „Kristnir menn á Íslandi fagna í dag upprisu Krists eins og milljónir manna um víða veröld. Þó við búum á eyju norður í höfum erum við hluti af löndum heims, hluti af kristinni kirkju heimsins og hluti af þeim lúthersku kirkjum sem tilheyra lútherska heimssambandinu. Við erum því ekki eyland hvað trúna varðar. Á grundvelli kristinnar trúar byggist sú lífsskoðun að allir menn séu jafnir og eigi sama rétt á að búa við frið og öryggi á lífsleið sinni.“
MeToo Trúmál Tengdar fréttir Fjórir sóttu um embætti Dómirkjuprests Skipan séra Evu Bjarkar Valdimarsdóttur í embætti dómkirkjuprests var afturkölluð í október í fyrra. 26. mars 2018 15:03 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Sjá meira
Fjórir sóttu um embætti Dómirkjuprests Skipan séra Evu Bjarkar Valdimarsdóttur í embætti dómkirkjuprests var afturkölluð í október í fyrra. 26. mars 2018 15:03