Neyðaráætlun á Landspítalanum vegna uppsagna ljósmæðra Höskuldur Kári Schram og Kjartan Kjartansson skrifa 18. apríl 2018 20:22 Stjórnendur Landspítalans vinna nú að neyðaráætlun vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkið. Tuttugu ljósmæður hafa sagt upp störfum og taka uppsagnirnar gildi í sumar. Lítið hefur þokast í deilunni og lýsir landlæknir stöðunni sem grafalvarlegri. Neyðaráætlunin á að vera tiltæk ef ekki verður búið að leysa deiluna áður en uppsagnirnar taka gild. Flestar þeirra eiga að taka gildi 1. júlí. Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, segist ekki geta gefið upp hvað felist nákvæmlega í áætluninni því undirbúningur hennar sé ekki kominn það langt á leið. „Það er alveg klárt að við þurfum að reyna að forgangsraða sjúklingum og færa til verkefni. Hvernig það verður útfært er bara illmögulegt að segja á þessu stigi,“ segir Linda. Erfitt er þó að færa til verðandi mæður. Linda segir ljóst að það verði þrautin þyngri að finna leiðir til að leysa málið. Leitað verði allra leiða til að tryggja öryggi sjúklinga spítalans. Biðlar hún til deiluaðila að finna lausn á deilu sinni. Í svipaðan streng tekur Alma Dagbjörg Möller, landlæknir. „Þetta er auðvitað mjög alvarleg staða og mikilvægt að deiluaðilar nái saman hið fyrsta því að það tapa allir þegar svona deila dregast á langinn,“ segir hún.Samningar leysa ekki endilega allt Ekki er þó víst að sættir ljósmæðra og ríkisins nægi til þess að koma í veg fyrir alvarlegt ástand á Landspítalanum. Áslaug Valdsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segist telja að alvara búi að baki uppsögnum ljósmæðra. Hún viti til þess að ljósmæður séu búnir að ráða sig í aðra vinnu. „Þannig að ég sé ekki að þó að við myndum semja að það myndi endilega breyta öllu,“ segir Áslaug sem segir mikil bera á milli ljósmæðra og ríkisins. Kjaradeildan hefur verið á borði ríkissáttasemjara frá því í febrúar en viðræður hafa engan árangur borið fram að þessu. Stuttu fundur var haldinn á mánudag en ekki stendur til að funda aftur fyrr en á fimmtudag í næstu viku. Kjaramál Tengdar fréttir Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Bjarni tók glaður við kökunni sem verðandi mæður færðu honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. 13. apríl 2018 14:00 Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins áfram í hnút eftir fund dagsins Ekkert nýtt kom fram á fundinum, að sögn formanns Ljósmæðrafélagsins, en honum lauk án niðurstöðu. 16. apríl 2018 16:51 Fjármálaráðherra bjartsýnn á lausn kjaradeilu ljósmæðra Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að samningar náist við ljósmæður þótt kröfur þeirra um launahækkanir séu langt umfram það sem samið hafi verið um við aðra að undanförnu. 13. apríl 2018 18:45 Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór yfir kjarabaráttu ljósmæðra í Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 16:03 Ljósmæður ætla ekki að draga úr kröfum sínum á fundinum í dag Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segist ekki viss um hvort sjái fyrir endann á deilu ljósmæðra og ríkisins, það fari eftir því hvort eitthvað nýtt komi fram í dag. 16. apríl 2018 13:15 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
Stjórnendur Landspítalans vinna nú að neyðaráætlun vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkið. Tuttugu ljósmæður hafa sagt upp störfum og taka uppsagnirnar gildi í sumar. Lítið hefur þokast í deilunni og lýsir landlæknir stöðunni sem grafalvarlegri. Neyðaráætlunin á að vera tiltæk ef ekki verður búið að leysa deiluna áður en uppsagnirnar taka gild. Flestar þeirra eiga að taka gildi 1. júlí. Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, segist ekki geta gefið upp hvað felist nákvæmlega í áætluninni því undirbúningur hennar sé ekki kominn það langt á leið. „Það er alveg klárt að við þurfum að reyna að forgangsraða sjúklingum og færa til verkefni. Hvernig það verður útfært er bara illmögulegt að segja á þessu stigi,“ segir Linda. Erfitt er þó að færa til verðandi mæður. Linda segir ljóst að það verði þrautin þyngri að finna leiðir til að leysa málið. Leitað verði allra leiða til að tryggja öryggi sjúklinga spítalans. Biðlar hún til deiluaðila að finna lausn á deilu sinni. Í svipaðan streng tekur Alma Dagbjörg Möller, landlæknir. „Þetta er auðvitað mjög alvarleg staða og mikilvægt að deiluaðilar nái saman hið fyrsta því að það tapa allir þegar svona deila dregast á langinn,“ segir hún.Samningar leysa ekki endilega allt Ekki er þó víst að sættir ljósmæðra og ríkisins nægi til þess að koma í veg fyrir alvarlegt ástand á Landspítalanum. Áslaug Valdsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segist telja að alvara búi að baki uppsögnum ljósmæðra. Hún viti til þess að ljósmæður séu búnir að ráða sig í aðra vinnu. „Þannig að ég sé ekki að þó að við myndum semja að það myndi endilega breyta öllu,“ segir Áslaug sem segir mikil bera á milli ljósmæðra og ríkisins. Kjaradeildan hefur verið á borði ríkissáttasemjara frá því í febrúar en viðræður hafa engan árangur borið fram að þessu. Stuttu fundur var haldinn á mánudag en ekki stendur til að funda aftur fyrr en á fimmtudag í næstu viku.
Kjaramál Tengdar fréttir Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Bjarni tók glaður við kökunni sem verðandi mæður færðu honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. 13. apríl 2018 14:00 Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins áfram í hnút eftir fund dagsins Ekkert nýtt kom fram á fundinum, að sögn formanns Ljósmæðrafélagsins, en honum lauk án niðurstöðu. 16. apríl 2018 16:51 Fjármálaráðherra bjartsýnn á lausn kjaradeilu ljósmæðra Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að samningar náist við ljósmæður þótt kröfur þeirra um launahækkanir séu langt umfram það sem samið hafi verið um við aðra að undanförnu. 13. apríl 2018 18:45 Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór yfir kjarabaráttu ljósmæðra í Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 16:03 Ljósmæður ætla ekki að draga úr kröfum sínum á fundinum í dag Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segist ekki viss um hvort sjái fyrir endann á deilu ljósmæðra og ríkisins, það fari eftir því hvort eitthvað nýtt komi fram í dag. 16. apríl 2018 13:15 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Bjarni tók glaður við kökunni sem verðandi mæður færðu honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. 13. apríl 2018 14:00
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins áfram í hnút eftir fund dagsins Ekkert nýtt kom fram á fundinum, að sögn formanns Ljósmæðrafélagsins, en honum lauk án niðurstöðu. 16. apríl 2018 16:51
Fjármálaráðherra bjartsýnn á lausn kjaradeilu ljósmæðra Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að samningar náist við ljósmæður þótt kröfur þeirra um launahækkanir séu langt umfram það sem samið hafi verið um við aðra að undanförnu. 13. apríl 2018 18:45
Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór yfir kjarabaráttu ljósmæðra í Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 16:03
Ljósmæður ætla ekki að draga úr kröfum sínum á fundinum í dag Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segist ekki viss um hvort sjái fyrir endann á deilu ljósmæðra og ríkisins, það fari eftir því hvort eitthvað nýtt komi fram í dag. 16. apríl 2018 13:15