Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2018 17:38 Eyþór snýr vörn í sókn og segir borgina geta trútt um talað þegar aldraðir og öryrkjar eru annars vegar. „Það merkilegt að heyra þau sjónarmið sem Líf Magneudóttir og Gunnar Smári Egilsson hafa uppi í málefnum eldri borgara. Í stað þess að taka undir tillögur okkar um að létta aðeins álögur á elstu samborgara okkar fara þau í lagatúlkanir á því hvað borginni er heimilt,“ segir Eyþór Arnalds leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borginni. Í stuttum pistli sem hann setti nú fyrir stundu inn á kosningasíðu sína.Verulegur hiti er hlaupinn í kosningaslaginn vegna komandi sveitarstjórnarkosningar en í dag hafa andstæðingar Sjálfstæðisflokksins sett öngla sína í kosningaloforð flokksins þess efnis að fasteignagjöld á þá sem eldri eru en sjötugir verði felld niður. Líf, sem er forseti borgarstjórnar, Gunnar Smári leiðtogi Sósíalistaflokksins og Vilhjálmur Þorsteinsson fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar eru meðal þeirra sem efast um að það standist lög. En Eyþór vísar til þess að svona hafi þetta verið í Vestmannaeyjum um árabil, án vandkvæða.Þrætubók og lagatækni í stað stuðnings við eldri borgaraVísir fjallaði um málið fyrr í dag og ræddi þá meðal annars við Elliða um hvernig þetta horfir við Eyjamönnum. „Það sem við erum að leggja til hefur verið gert í Vestmannaeyjum við góðan orðstír um árabil,“ segir Eyþór og heldur áfram: „Það er sérkennilegt svo ekki sé meira sagt að oddvitar VG og Sósíalistaflokksins skuli velja þrætubók og lagatækni í stað þess að styðja eldri borgara. Það er síðan mikill tvískinnungur að fulltrúi núverandi meirihluta tali fyrir lagatækni þar sem borgin hefur brotið lög á öryrkjum um árabil. Verið dæmd í héraði og Hæstarétti. Þá var ekki mikið verið að spá í lögin.“Kafkaísk viðbrögð ReykjavíkurborgarVísir ræddi nánar við Eyþór um þessi atriði sem hann setur fram og spurði út í þau. „Reykjavíkurborg borgaði ekki lögbundnar húsaleigubætur til öryrkja í mörg mörg ár. Þrátt fyrir að öryrkjar hafi sótt rétt sinn til dómsstóla og alla leið til Hæstaréttar, er ekki enn búið að ganga frá greiðslum til öryrkja heldur er enn verið að svara með lagatæknilegum rökum. Í stað þess að greiða það sem borgin var dæmd til að gera. Það eina sem hægt er að sjá út úr þessu tvennu er að núverandi meirihluti vill ekki bæta kjör aldraðra. Það er það eina sem hægt er að lesa út úr þessu tvennu,“ segir Eyþór. Eyþór bendir í þessu samhengi á fjölmörg mál sem dæmi um nákvæmlega þetta og sýnir blaðamanni auk þess dæmi um slíkt, bréf sem málsaðilum hafa borist frá Reykjavíkurborg. Hann telur óyggjandi að viðbrögð borgarinnar við réttmætum kröfum aldraðra, sem og öryrkja, séu nánast Kafkaísk, og til þess fallin að drepa málum á dreif. Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
„Það merkilegt að heyra þau sjónarmið sem Líf Magneudóttir og Gunnar Smári Egilsson hafa uppi í málefnum eldri borgara. Í stað þess að taka undir tillögur okkar um að létta aðeins álögur á elstu samborgara okkar fara þau í lagatúlkanir á því hvað borginni er heimilt,“ segir Eyþór Arnalds leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borginni. Í stuttum pistli sem hann setti nú fyrir stundu inn á kosningasíðu sína.Verulegur hiti er hlaupinn í kosningaslaginn vegna komandi sveitarstjórnarkosningar en í dag hafa andstæðingar Sjálfstæðisflokksins sett öngla sína í kosningaloforð flokksins þess efnis að fasteignagjöld á þá sem eldri eru en sjötugir verði felld niður. Líf, sem er forseti borgarstjórnar, Gunnar Smári leiðtogi Sósíalistaflokksins og Vilhjálmur Þorsteinsson fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar eru meðal þeirra sem efast um að það standist lög. En Eyþór vísar til þess að svona hafi þetta verið í Vestmannaeyjum um árabil, án vandkvæða.Þrætubók og lagatækni í stað stuðnings við eldri borgaraVísir fjallaði um málið fyrr í dag og ræddi þá meðal annars við Elliða um hvernig þetta horfir við Eyjamönnum. „Það sem við erum að leggja til hefur verið gert í Vestmannaeyjum við góðan orðstír um árabil,“ segir Eyþór og heldur áfram: „Það er sérkennilegt svo ekki sé meira sagt að oddvitar VG og Sósíalistaflokksins skuli velja þrætubók og lagatækni í stað þess að styðja eldri borgara. Það er síðan mikill tvískinnungur að fulltrúi núverandi meirihluta tali fyrir lagatækni þar sem borgin hefur brotið lög á öryrkjum um árabil. Verið dæmd í héraði og Hæstarétti. Þá var ekki mikið verið að spá í lögin.“Kafkaísk viðbrögð ReykjavíkurborgarVísir ræddi nánar við Eyþór um þessi atriði sem hann setur fram og spurði út í þau. „Reykjavíkurborg borgaði ekki lögbundnar húsaleigubætur til öryrkja í mörg mörg ár. Þrátt fyrir að öryrkjar hafi sótt rétt sinn til dómsstóla og alla leið til Hæstaréttar, er ekki enn búið að ganga frá greiðslum til öryrkja heldur er enn verið að svara með lagatæknilegum rökum. Í stað þess að greiða það sem borgin var dæmd til að gera. Það eina sem hægt er að sjá út úr þessu tvennu er að núverandi meirihluti vill ekki bæta kjör aldraðra. Það er það eina sem hægt er að lesa út úr þessu tvennu,“ segir Eyþór. Eyþór bendir í þessu samhengi á fjölmörg mál sem dæmi um nákvæmlega þetta og sýnir blaðamanni auk þess dæmi um slíkt, bréf sem málsaðilum hafa borist frá Reykjavíkurborg. Hann telur óyggjandi að viðbrögð borgarinnar við réttmætum kröfum aldraðra, sem og öryrkja, séu nánast Kafkaísk, og til þess fallin að drepa málum á dreif.
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59
Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40