Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Sylvía Hall skrifar 15. apríl 2018 16:03 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir kjararáð bera einhverja ábyrgð á uppnámi í kjaraviðræðum ljósmæðra. Vísir/Ernir „Það er ekkert hægt að skýra þetta með öðrum hætti heldur en að þetta sé birtingarmynd kerfislægs kynjamisréttis“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um kjarabaráttu ljósmæðra í þættinum Sprengisandi í dag. Hann var gestur þáttarins ásamt þeim Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna, og Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokks. Öll voru þau sammála um mikilvægi þess að samningar næðust við ljósmæður sem allra fyrst. „Það er ekki ljósmæðrum að kenna að kjaraviðræður eru í uppnámi. Það sem miklu frekar hefur skapað það eru fordæmalausar hækkanir kjararáðs og launatoppa í viðskiptalífinu“ sagði Logi. Hann sagði það vera mikilvægt að taka málið föstum tökum og hvatti þingmenn til að styðja við þingsályktunartillögu Þorsteins Víglundssonar um bætt kjör kvennastétta.Ummæli heilbrigðisráðherra vandræðaleg Logi talaði um ummæli sem Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, lét falla í fyrirspurnatíma á Alþingi á mánudag þar sem honum þótti hún gefa í skyn að ljósmæður gætu sjálfum um kennt af því þær hefðu valið vitlaust stéttarfélag. Hann sagði það vera furðulegt að ljósmæður lækkuðu í launum eftir tveggja ára nám og lýsti yfir áhyggjum sínum vegna uppsagna þeirra á Landspítalanum. Hann sagði söguna hafa sýnt það að ekki allir skili sér til baka eftir uppsagnir og það hafi legið lengi fyrir að erfið staða væri fyrir höndum þegar kæmi að endurnýjun í stéttinni. Kjaramál Tengdar fréttir Segir yfirlýsingu ljósmæðra og BHM „óskiljanlega og tilhæfulausa“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafnar túlkun ljósmæðra og BHM á orðum sínum. 10. apríl 2018 18:46 Lýsa undrun og vanþóknun á ummælum heilbrigðisráðherra Félag ljósmæðra og Bandalag Háskólamanna segja ummæli Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma í gær benda til þess að hún telji kjör ljósmæðra þeim sjálfum að kenna vegna þess hvaða stéttarfélagi ljósmæður tilheyra. 10. apríl 2018 15:30 Fjármálaráðherra bjartsýnn á lausn kjaradeilu ljósmæðra Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að samningar náist við ljósmæður þótt kröfur þeirra um launahækkanir séu langt umfram það sem samið hafi verið um við aðra að undanförnu. 13. apríl 2018 18:45 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
„Það er ekkert hægt að skýra þetta með öðrum hætti heldur en að þetta sé birtingarmynd kerfislægs kynjamisréttis“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um kjarabaráttu ljósmæðra í þættinum Sprengisandi í dag. Hann var gestur þáttarins ásamt þeim Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna, og Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokks. Öll voru þau sammála um mikilvægi þess að samningar næðust við ljósmæður sem allra fyrst. „Það er ekki ljósmæðrum að kenna að kjaraviðræður eru í uppnámi. Það sem miklu frekar hefur skapað það eru fordæmalausar hækkanir kjararáðs og launatoppa í viðskiptalífinu“ sagði Logi. Hann sagði það vera mikilvægt að taka málið föstum tökum og hvatti þingmenn til að styðja við þingsályktunartillögu Þorsteins Víglundssonar um bætt kjör kvennastétta.Ummæli heilbrigðisráðherra vandræðaleg Logi talaði um ummæli sem Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, lét falla í fyrirspurnatíma á Alþingi á mánudag þar sem honum þótti hún gefa í skyn að ljósmæður gætu sjálfum um kennt af því þær hefðu valið vitlaust stéttarfélag. Hann sagði það vera furðulegt að ljósmæður lækkuðu í launum eftir tveggja ára nám og lýsti yfir áhyggjum sínum vegna uppsagna þeirra á Landspítalanum. Hann sagði söguna hafa sýnt það að ekki allir skili sér til baka eftir uppsagnir og það hafi legið lengi fyrir að erfið staða væri fyrir höndum þegar kæmi að endurnýjun í stéttinni.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir yfirlýsingu ljósmæðra og BHM „óskiljanlega og tilhæfulausa“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafnar túlkun ljósmæðra og BHM á orðum sínum. 10. apríl 2018 18:46 Lýsa undrun og vanþóknun á ummælum heilbrigðisráðherra Félag ljósmæðra og Bandalag Háskólamanna segja ummæli Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma í gær benda til þess að hún telji kjör ljósmæðra þeim sjálfum að kenna vegna þess hvaða stéttarfélagi ljósmæður tilheyra. 10. apríl 2018 15:30 Fjármálaráðherra bjartsýnn á lausn kjaradeilu ljósmæðra Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að samningar náist við ljósmæður þótt kröfur þeirra um launahækkanir séu langt umfram það sem samið hafi verið um við aðra að undanförnu. 13. apríl 2018 18:45 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Segir yfirlýsingu ljósmæðra og BHM „óskiljanlega og tilhæfulausa“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafnar túlkun ljósmæðra og BHM á orðum sínum. 10. apríl 2018 18:46
Lýsa undrun og vanþóknun á ummælum heilbrigðisráðherra Félag ljósmæðra og Bandalag Háskólamanna segja ummæli Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma í gær benda til þess að hún telji kjör ljósmæðra þeim sjálfum að kenna vegna þess hvaða stéttarfélagi ljósmæður tilheyra. 10. apríl 2018 15:30
Fjármálaráðherra bjartsýnn á lausn kjaradeilu ljósmæðra Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að samningar náist við ljósmæður þótt kröfur þeirra um launahækkanir séu langt umfram það sem samið hafi verið um við aðra að undanförnu. 13. apríl 2018 18:45