Kímnigáfa ráðherrans vakti misjafna lukku Grétar Þór Sigurðsson skrifar 14. apríl 2018 07:30 Guðlaugur Þór gantaðist með meint reynsluleysi Þorgerðar Katrínar. Vísir/Vilhelm Ummæli sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lét falla í líflegum umræðum á Alþingi á fimmtudagskvöld vöktu athygli í gær og féllu sums staðar í grýttan farveg. „Háttvirtur þingmaður er kannski búin að vera svo stutt hérna að hún þekkir ekki hverjar leikreglurnar eru. Það er bara reynsluleysi sem gerir það að verkum að þessar spurningar ganga fram,“ sagði Guðlaugur Þór í kjölfar ræðu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar. Hann sagði ESB-sinna fara með rangfærslur um EES-samninginn og með því væru þeir að grafa undan samningnum og klykkti út með orðunum: „Það er alveg skýrt markmið hjá mér, virðulegi forseti, það er að koma staðreyndunum á framfæri og það mun ég gera og ég skal alveg segja ykkur það, ég skal bara spá fyrir um það, það mun fara illa í háttvirta þingmenn Viðreisnar sem eru með ESB-sýkina og þeir munu illa þola þetta.” Í samtali við Fréttablaðið sagðist Þorgerður Katrín hafa verið að halda uppi eftirlitshlutverki þingsins með því að spyrja spurninga og reyna að eiga í málefnalegum umræðum. „Það skiptir máli að við vöndum okkur og við þurfum öll að gera það.“ Hún sagðist ætla að horfa fram á veginn og að hún erfi þetta ekki við Guðlaug. „Það er eitt og annað sagt í hita leiksins og við verðum líka að skoða það þannig,“ bætti hún við. „Er fólk orðið fullkomlega húmorslaust í þessum heimi? Steingrímur J. er eini maðurinn sem setið hefur lengur,“ voru fyrstu viðbrögð Guðlaugs Þórs þegar málið var borið undir hann. „Ég geri ekki greinarmun á körlum og konum á þingi,“ tók Guðlaugur fram þegar hann var spurður hvort honum þætti ummælin ekki niðrandi í garð kvenna. „Ég er búinn að vera á þingi síðan árið 2003 og ég hef leyft mér að gera að gamni mínu allan þennan tíma og ég mun halda því áfram meðan ég er þingmaður og ráðherra,“ sagði Guðlaugur sem lítur svo á að um saklaust grín sé að ræða. Aðeins Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, hefur setið lengi á Alþingi en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Hanna Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Ummæli sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lét falla í líflegum umræðum á Alþingi á fimmtudagskvöld vöktu athygli í gær og féllu sums staðar í grýttan farveg. „Háttvirtur þingmaður er kannski búin að vera svo stutt hérna að hún þekkir ekki hverjar leikreglurnar eru. Það er bara reynsluleysi sem gerir það að verkum að þessar spurningar ganga fram,“ sagði Guðlaugur Þór í kjölfar ræðu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar. Hann sagði ESB-sinna fara með rangfærslur um EES-samninginn og með því væru þeir að grafa undan samningnum og klykkti út með orðunum: „Það er alveg skýrt markmið hjá mér, virðulegi forseti, það er að koma staðreyndunum á framfæri og það mun ég gera og ég skal alveg segja ykkur það, ég skal bara spá fyrir um það, það mun fara illa í háttvirta þingmenn Viðreisnar sem eru með ESB-sýkina og þeir munu illa þola þetta.” Í samtali við Fréttablaðið sagðist Þorgerður Katrín hafa verið að halda uppi eftirlitshlutverki þingsins með því að spyrja spurninga og reyna að eiga í málefnalegum umræðum. „Það skiptir máli að við vöndum okkur og við þurfum öll að gera það.“ Hún sagðist ætla að horfa fram á veginn og að hún erfi þetta ekki við Guðlaug. „Það er eitt og annað sagt í hita leiksins og við verðum líka að skoða það þannig,“ bætti hún við. „Er fólk orðið fullkomlega húmorslaust í þessum heimi? Steingrímur J. er eini maðurinn sem setið hefur lengur,“ voru fyrstu viðbrögð Guðlaugs Þórs þegar málið var borið undir hann. „Ég geri ekki greinarmun á körlum og konum á þingi,“ tók Guðlaugur fram þegar hann var spurður hvort honum þætti ummælin ekki niðrandi í garð kvenna. „Ég er búinn að vera á þingi síðan árið 2003 og ég hef leyft mér að gera að gamni mínu allan þennan tíma og ég mun halda því áfram meðan ég er þingmaður og ráðherra,“ sagði Guðlaugur sem lítur svo á að um saklaust grín sé að ræða. Aðeins Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, hefur setið lengi á Alþingi en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Hanna
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira