Segir mikilvægt að byggja ekki á dylgjum Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. apríl 2018 07:15 Fjölmiðlamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson sagði myndband til af börnum á meðferðarheimili Barnaverndarstofu að sniffa gas. Vísir/Anton Brink Forstjóri Barnaverndarstofu segir óásættanlegt að einstakir starfsmenn stofunnar séu ranglega dregnir til ábyrgðar fyrir ákvarðanir stjórnvalda. Barnaverndarnefndir hafa verið upplýstar um að börn á meðferðarheimili hafi verið að sniffa. „Það er alltaf hægt að ræða það hvort gera megi betur í þjónustu við börn. Okkur finnst gríðarlega mikilvægt að umræðan sé byggð á staðreyndum en ekki dylgjum,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, starfandi forstjóri Barnaverndarstofu, um opið bréf Jóhannesar Kr. Kristjánssonar fjölmiðlamanns til Halldórs Haukssonar, sviðsstjóra meðferðar- og fóstursviðs Barnaverndarstofu. Bréfið birtist í Fréttablaðinu í fyrradag. Heiða Björg segir það algjörlega óásættanlegt að ákveðnir einstaklingar séu ranglega dregnir til ábyrgðar fyrir ákvarðanir sem eru teknar af stjórnvöldum, eins og gert sé í þessari grein. „Halldór er maður sem ég þekki og treysti og er gríðarlega faglegur og vandaður. Allar ákvarðanir um þróun meðferðarstarfs stofunnar eru teknar og eru á ábyrgð forstjóra Barnaverndarstofu en ekki ákveðinna starfsmanna,“ segir Heiða Björg. Allar ákvarðanir séu teknar út frá faglegri þekkingu og því fjármagni sem Barnaverndarstofa hefur milli handanna.Gagnrýni á svonefnt MST-meðferðakerfi Í grein sinni vísar Jóhannes til þess að meðferðarheimilum barna víðsvegar um landið hafi verið lokað. „Á sama tíma hefur þú lagt alla þína krafta í MST-meðferðarkerfið,“ segir Jóhannes og bendir jafnframt á að MST-meðferðarkerfið sé í eigu bandarísks fyrirtækis sem Barnaverndarstofa greiði þóknanir fyrir að nota. Heiða Björg segir að MST-kerfið hafi valdið byltingu í meðferðarstarfi á Íslandi og sé gagnreynt úrræði frá Bandaríkjunum. Barnaverndarstofa hafi tölur sem sýni fram á árangur þess í meðferðarstarfi hér á landi. „Gjaldið felur ekki síst í sér þjónustu. Það er ráðgjöf og eftirlit með framkvæmd meðferðarinnar frá erlendum sérfræðingum sem koma einnig reglulega til Íslands til þess að viðhalda og þjálfa nýja færni starfsfólks, sem rannsóknir hafa sýnt að virki. Þetta er allt gert til þess að tryggja gæði þeirrar þjónustu sem verið er að veita,“ segir Heiða. Hún bendir líka á að með þessu úrræði sé hægt að þjónusta upp undir 100 unglinga á ári á heimilum þeirra alls staðar á landinu. Kostnaðurinn við það sé svipaður og kostnaðurinn við eitt meðferðarheimili þar sem eru sex rými, sem þýði að hægt sé að þjónusta á bilinu sex til tólf unglinga á ári. „Þessi ákvörðun um innleiðslu á MST var tekin áður en núverandi sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs hóf störf hérna og reyndar áður en það svið varð til. Ástæðan fyrir því að við lokum meðferðarheimilum er að við höfum verið með þau hálftóm eða tóm mánuðum og árum saman,“ segir Heiða Björg og bætir við að í dag séu laus pláss á langtímameðferðarheimilum Barnaverndarstofu.Heiða Björg Pálmadóttir er starfandi forstjóri Barnaverndarstofu.Skjáskot/Stöð 2Jóhannes segir líka í grein sinni að MST-kerfið virki ekki fyrir börn sem eru komin í lífshættulega neyslu fíkniefna. „Auðvitað er það þannig að það er ekkert eitt sem gagnast öllum. Þess vegna hefur það aldrei verið stefna Barnaverndarstofu að loka öllum meðferðarheimilum. Heldur hefur MST þvert á móti sýnt fram á þörfina á öflugri sérhæfðari meðferð með vistun. Við höfum verið að þróa meðferðarstarfið okkar áfram á þeim meðferðarheimilum sem eru til. Við höfum verið að taka inn meiri sérfræðivinnu og svo höfum við frá 2011 bent á þörfina á nýju meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Heiða Björg og bendir á mikilvægi þess að meðferðarvinna byggist á margvíslegum úrræðum. Jóhannes bendir á að til sé myndband af börnum á einu meðferðarheimila Barnaverndarstofu sem sýni þau sniffa gas „í helgarleyfi í sumarbústað með starfsmönnum meðferðarheimilisins“. Hann spyr hvers vegna barnaverndarnefndir þessara barna hafi ekki verið upplýstar. „Ég stend nú í þeirri meiningu að það hafi verið gert,“ segir Heiða Björg og tekur jafnframt fram að starfsmenn meðferðarheimilisins hafi alls ekki verið viðstaddir þegar börnin voru að sniffa. „Það eru til hér skrifleg fyrirmæli til meðferðarheimilisins um að láta barnaverndarnefndir viðkomandi barna vita,“ segir Heiða Björg. Barnaverndarstofa hafi enga ástæðu til að ætla að það hafi ekki verið gert. „En við erum að elta alla þræði uppi í því máli,“ segir Heiða Björg. Hún segir að málið hafi komið upp 2014 og svo hafi tilvist myndbandsins uppgötvast ári seinna. „Þá er farið í sérstaka skoðun á málinu og það liggur fyrir ítarleg greinargerð um það. Velferðarráðuneytið var upplýst um þá vinnu og að ákveðnir verkferlar hefðu verið uppfærðir í framhaldinu.“ Heiða ætlar að tjá sig ítarlegar um málið í opnu bréfi til Jóhannesar sem birtist í Fréttablaðinu í næstu viku. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir myndband sýna börn sniffa gas í bústað með starfsmönnum meðferðarheimilis Jóhannes Kr. Kristjánsson, blaðamaður, ritar opið bréf til Halldórs Haukssonar, sviðsstjóra meðferðarsviðs Barnaverndarstofu í Fréttablaðið í dag. 12. apríl 2018 10:33 Foreldri fann tvö myndbönd af gassniffinu á Youtube Halldór Hauksson, sviðsstjóri meðferðarsviðs Barnaverndarstofu, segir að myndbönd sem sýndu unglingsdrengi sniffa gas í sumarbústaðaferð með starfsmönnum meðferðarheimilisins Lækjarbakka hafi fundist á Youtube tæpu ári eftir að atvikið kom upp. 13. apríl 2018 20:30 Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira
Forstjóri Barnaverndarstofu segir óásættanlegt að einstakir starfsmenn stofunnar séu ranglega dregnir til ábyrgðar fyrir ákvarðanir stjórnvalda. Barnaverndarnefndir hafa verið upplýstar um að börn á meðferðarheimili hafi verið að sniffa. „Það er alltaf hægt að ræða það hvort gera megi betur í þjónustu við börn. Okkur finnst gríðarlega mikilvægt að umræðan sé byggð á staðreyndum en ekki dylgjum,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, starfandi forstjóri Barnaverndarstofu, um opið bréf Jóhannesar Kr. Kristjánssonar fjölmiðlamanns til Halldórs Haukssonar, sviðsstjóra meðferðar- og fóstursviðs Barnaverndarstofu. Bréfið birtist í Fréttablaðinu í fyrradag. Heiða Björg segir það algjörlega óásættanlegt að ákveðnir einstaklingar séu ranglega dregnir til ábyrgðar fyrir ákvarðanir sem eru teknar af stjórnvöldum, eins og gert sé í þessari grein. „Halldór er maður sem ég þekki og treysti og er gríðarlega faglegur og vandaður. Allar ákvarðanir um þróun meðferðarstarfs stofunnar eru teknar og eru á ábyrgð forstjóra Barnaverndarstofu en ekki ákveðinna starfsmanna,“ segir Heiða Björg. Allar ákvarðanir séu teknar út frá faglegri þekkingu og því fjármagni sem Barnaverndarstofa hefur milli handanna.Gagnrýni á svonefnt MST-meðferðakerfi Í grein sinni vísar Jóhannes til þess að meðferðarheimilum barna víðsvegar um landið hafi verið lokað. „Á sama tíma hefur þú lagt alla þína krafta í MST-meðferðarkerfið,“ segir Jóhannes og bendir jafnframt á að MST-meðferðarkerfið sé í eigu bandarísks fyrirtækis sem Barnaverndarstofa greiði þóknanir fyrir að nota. Heiða Björg segir að MST-kerfið hafi valdið byltingu í meðferðarstarfi á Íslandi og sé gagnreynt úrræði frá Bandaríkjunum. Barnaverndarstofa hafi tölur sem sýni fram á árangur þess í meðferðarstarfi hér á landi. „Gjaldið felur ekki síst í sér þjónustu. Það er ráðgjöf og eftirlit með framkvæmd meðferðarinnar frá erlendum sérfræðingum sem koma einnig reglulega til Íslands til þess að viðhalda og þjálfa nýja færni starfsfólks, sem rannsóknir hafa sýnt að virki. Þetta er allt gert til þess að tryggja gæði þeirrar þjónustu sem verið er að veita,“ segir Heiða. Hún bendir líka á að með þessu úrræði sé hægt að þjónusta upp undir 100 unglinga á ári á heimilum þeirra alls staðar á landinu. Kostnaðurinn við það sé svipaður og kostnaðurinn við eitt meðferðarheimili þar sem eru sex rými, sem þýði að hægt sé að þjónusta á bilinu sex til tólf unglinga á ári. „Þessi ákvörðun um innleiðslu á MST var tekin áður en núverandi sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs hóf störf hérna og reyndar áður en það svið varð til. Ástæðan fyrir því að við lokum meðferðarheimilum er að við höfum verið með þau hálftóm eða tóm mánuðum og árum saman,“ segir Heiða Björg og bætir við að í dag séu laus pláss á langtímameðferðarheimilum Barnaverndarstofu.Heiða Björg Pálmadóttir er starfandi forstjóri Barnaverndarstofu.Skjáskot/Stöð 2Jóhannes segir líka í grein sinni að MST-kerfið virki ekki fyrir börn sem eru komin í lífshættulega neyslu fíkniefna. „Auðvitað er það þannig að það er ekkert eitt sem gagnast öllum. Þess vegna hefur það aldrei verið stefna Barnaverndarstofu að loka öllum meðferðarheimilum. Heldur hefur MST þvert á móti sýnt fram á þörfina á öflugri sérhæfðari meðferð með vistun. Við höfum verið að þróa meðferðarstarfið okkar áfram á þeim meðferðarheimilum sem eru til. Við höfum verið að taka inn meiri sérfræðivinnu og svo höfum við frá 2011 bent á þörfina á nýju meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Heiða Björg og bendir á mikilvægi þess að meðferðarvinna byggist á margvíslegum úrræðum. Jóhannes bendir á að til sé myndband af börnum á einu meðferðarheimila Barnaverndarstofu sem sýni þau sniffa gas „í helgarleyfi í sumarbústað með starfsmönnum meðferðarheimilisins“. Hann spyr hvers vegna barnaverndarnefndir þessara barna hafi ekki verið upplýstar. „Ég stend nú í þeirri meiningu að það hafi verið gert,“ segir Heiða Björg og tekur jafnframt fram að starfsmenn meðferðarheimilisins hafi alls ekki verið viðstaddir þegar börnin voru að sniffa. „Það eru til hér skrifleg fyrirmæli til meðferðarheimilisins um að láta barnaverndarnefndir viðkomandi barna vita,“ segir Heiða Björg. Barnaverndarstofa hafi enga ástæðu til að ætla að það hafi ekki verið gert. „En við erum að elta alla þræði uppi í því máli,“ segir Heiða Björg. Hún segir að málið hafi komið upp 2014 og svo hafi tilvist myndbandsins uppgötvast ári seinna. „Þá er farið í sérstaka skoðun á málinu og það liggur fyrir ítarleg greinargerð um það. Velferðarráðuneytið var upplýst um þá vinnu og að ákveðnir verkferlar hefðu verið uppfærðir í framhaldinu.“ Heiða ætlar að tjá sig ítarlegar um málið í opnu bréfi til Jóhannesar sem birtist í Fréttablaðinu í næstu viku.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir myndband sýna börn sniffa gas í bústað með starfsmönnum meðferðarheimilis Jóhannes Kr. Kristjánsson, blaðamaður, ritar opið bréf til Halldórs Haukssonar, sviðsstjóra meðferðarsviðs Barnaverndarstofu í Fréttablaðið í dag. 12. apríl 2018 10:33 Foreldri fann tvö myndbönd af gassniffinu á Youtube Halldór Hauksson, sviðsstjóri meðferðarsviðs Barnaverndarstofu, segir að myndbönd sem sýndu unglingsdrengi sniffa gas í sumarbústaðaferð með starfsmönnum meðferðarheimilisins Lækjarbakka hafi fundist á Youtube tæpu ári eftir að atvikið kom upp. 13. apríl 2018 20:30 Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira
Segir myndband sýna börn sniffa gas í bústað með starfsmönnum meðferðarheimilis Jóhannes Kr. Kristjánsson, blaðamaður, ritar opið bréf til Halldórs Haukssonar, sviðsstjóra meðferðarsviðs Barnaverndarstofu í Fréttablaðið í dag. 12. apríl 2018 10:33
Foreldri fann tvö myndbönd af gassniffinu á Youtube Halldór Hauksson, sviðsstjóri meðferðarsviðs Barnaverndarstofu, segir að myndbönd sem sýndu unglingsdrengi sniffa gas í sumarbústaðaferð með starfsmönnum meðferðarheimilisins Lækjarbakka hafi fundist á Youtube tæpu ári eftir að atvikið kom upp. 13. apríl 2018 20:30
Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48