Ragnar tók við formennskunni eftir átakafund sambandsins Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. apríl 2018 07:45 Aldrei voru greidd atkvæði um tillögu þar sem skorað var á Ragnar að taka ekki við embætti. Fréttablaðið/Anton brink Tillögu um að skora á Ragnar Þór Pétursson, nýkjörinn formann Kennarasambands Íslands, að taka ekki við formennsku var vísað frá í gær. Flutningsmenn tillögunnar voru sakaðir um aðför að formanninum. Nýi formaðurinn hvatti til samstöðu og þakkaði forvera sínum vel unnin störf. „Nú skora ég á okkur öll að taka höndum saman vegna þess að það getur farið að vora ef við viljum,“ sagði Ragnar Þór Pétursson, nýr formaður Kennarasambands Íslands, þegar hann tók við embætti eftir mikil átök á sjöunda þingi KÍ sem lauk í gær. Anna María Gunnarsdóttir tók jafnframt við varaformennsku. Átökin á þinginu snerust fyrst og fremst um tillögu nokkurra kvenna um að þingið myndi skora á Ragnar að samþykkja að haldin yrði ný kosning um formannsembættið og hann tæki ekki við því fyrr en að henni lokinni. Kaflaskipti urðu þegar einn þingfulltrúi bar upp frávísunartillögu. Málinu var vísað frá að undangenginni leynilegri atkvæðagreiðslu þar sem atkvæði féllu þannig að 94 samþykktu frávísun en 78 greiddu atkvæði gegn henni. Sex fulltrúar skiluðu auðum seðlum. Konurnar sem vildu að formaður KÍ yrði kjörinn að nýju rökstuddu tillögu sína með því að Ragnar Þór hefði verið sakaður um blygðunarsemisbrot. Ásakanirnar á hendur Ragnari komu fyrst fram árið 2013, en eftir að kosningin um formann KÍ fór fram í nóvember steig nafngreindur maður fram og gerði ítarlega grein fyrir ásökunum sínum á hendur honum. Óhætt er að segja að þingfulltrúar hafi haft skiptar skoðanir á tillögunni og með hvaða hætti hún var borin upp. Nokkrir þingfulltrúa lýstu þeirri skoðun sinni að tillagan ætti sér enga stoð í lögum KÍ. Einn þeirra lýsti þeim skilningi sínum að Ragnar einn gæti tekið ákvörðun um að taka ekki við embætti. Ef hann myndi ákveða að taka ekki við embætti gerðu lög sambandsins ráð fyrir að kjörinn varaformaður tæki við. Engin heimild væri fyrir því að láta atkvæðagreiðslu fara fram að nýju. Aðrir þingfulltrúar gengu lengra og töluðu um aðför að Ragnari. „Þetta er erfitt mál. Erfitt fyrir mig og okkur allar. Hafi okkur orðið það á að brjóta þingsköp þá þykir okkur það leitt. Við ætluðum ekki að misnota stöðu okkar né heldur brjóta reglur né móðga þessa samkomu með nokkrum hætti,“ sagði Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari í Borgarholtsskóla og ein þeirra sem stóðu að tillögunni. Hún hafnaði því að tillagan stríddi gegn lögum KÍ. „Við þurfum ekki lagastoð fyrir þessari ályktun. Þessi ályktun var beiðni til Ragnars Þórs um að taka ekki að þér þessa formennsku af því að embættið er miklu stærra en þú,“ sagði Hanna og beindi orðum sínum til Ragnars Þórs. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. 13. apríl 2018 17:38 Atkvæðagreiðslu um áskorun til Ragnars á þingi kennara frestað Atkvæðagreiðslu um áskorun sem lögð var fram á þingi Kennarasambands Íslands til Ragnars Þórs Péturssonar, tilvonandi formanns KÍ, um að hann myndi endurnýja umboð sitt var frestað til morgundagsins. 12. apríl 2018 14:32 Nýr formaður KÍ sagði fjölmiðla bara koma hlaupandi þegar það væri drama Nýr formaður Kennarasambands Íslands, Ragnar Þór Pétursson, fagnar því að þing sambandsins hafi vísað frá þeirri tillögu að hann þyrfti að endurnýja umboð sitt. Þó var mjótt á mununum í atkvæðagreiðslu. 13. apríl 2018 22:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Tillögu um að skora á Ragnar Þór Pétursson, nýkjörinn formann Kennarasambands Íslands, að taka ekki við formennsku var vísað frá í gær. Flutningsmenn tillögunnar voru sakaðir um aðför að formanninum. Nýi formaðurinn hvatti til samstöðu og þakkaði forvera sínum vel unnin störf. „Nú skora ég á okkur öll að taka höndum saman vegna þess að það getur farið að vora ef við viljum,“ sagði Ragnar Þór Pétursson, nýr formaður Kennarasambands Íslands, þegar hann tók við embætti eftir mikil átök á sjöunda þingi KÍ sem lauk í gær. Anna María Gunnarsdóttir tók jafnframt við varaformennsku. Átökin á þinginu snerust fyrst og fremst um tillögu nokkurra kvenna um að þingið myndi skora á Ragnar að samþykkja að haldin yrði ný kosning um formannsembættið og hann tæki ekki við því fyrr en að henni lokinni. Kaflaskipti urðu þegar einn þingfulltrúi bar upp frávísunartillögu. Málinu var vísað frá að undangenginni leynilegri atkvæðagreiðslu þar sem atkvæði féllu þannig að 94 samþykktu frávísun en 78 greiddu atkvæði gegn henni. Sex fulltrúar skiluðu auðum seðlum. Konurnar sem vildu að formaður KÍ yrði kjörinn að nýju rökstuddu tillögu sína með því að Ragnar Þór hefði verið sakaður um blygðunarsemisbrot. Ásakanirnar á hendur Ragnari komu fyrst fram árið 2013, en eftir að kosningin um formann KÍ fór fram í nóvember steig nafngreindur maður fram og gerði ítarlega grein fyrir ásökunum sínum á hendur honum. Óhætt er að segja að þingfulltrúar hafi haft skiptar skoðanir á tillögunni og með hvaða hætti hún var borin upp. Nokkrir þingfulltrúa lýstu þeirri skoðun sinni að tillagan ætti sér enga stoð í lögum KÍ. Einn þeirra lýsti þeim skilningi sínum að Ragnar einn gæti tekið ákvörðun um að taka ekki við embætti. Ef hann myndi ákveða að taka ekki við embætti gerðu lög sambandsins ráð fyrir að kjörinn varaformaður tæki við. Engin heimild væri fyrir því að láta atkvæðagreiðslu fara fram að nýju. Aðrir þingfulltrúar gengu lengra og töluðu um aðför að Ragnari. „Þetta er erfitt mál. Erfitt fyrir mig og okkur allar. Hafi okkur orðið það á að brjóta þingsköp þá þykir okkur það leitt. Við ætluðum ekki að misnota stöðu okkar né heldur brjóta reglur né móðga þessa samkomu með nokkrum hætti,“ sagði Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari í Borgarholtsskóla og ein þeirra sem stóðu að tillögunni. Hún hafnaði því að tillagan stríddi gegn lögum KÍ. „Við þurfum ekki lagastoð fyrir þessari ályktun. Þessi ályktun var beiðni til Ragnars Þórs um að taka ekki að þér þessa formennsku af því að embættið er miklu stærra en þú,“ sagði Hanna og beindi orðum sínum til Ragnars Þórs.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. 13. apríl 2018 17:38 Atkvæðagreiðslu um áskorun til Ragnars á þingi kennara frestað Atkvæðagreiðslu um áskorun sem lögð var fram á þingi Kennarasambands Íslands til Ragnars Þórs Péturssonar, tilvonandi formanns KÍ, um að hann myndi endurnýja umboð sitt var frestað til morgundagsins. 12. apríl 2018 14:32 Nýr formaður KÍ sagði fjölmiðla bara koma hlaupandi þegar það væri drama Nýr formaður Kennarasambands Íslands, Ragnar Þór Pétursson, fagnar því að þing sambandsins hafi vísað frá þeirri tillögu að hann þyrfti að endurnýja umboð sitt. Þó var mjótt á mununum í atkvæðagreiðslu. 13. apríl 2018 22:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. 13. apríl 2018 17:38
Atkvæðagreiðslu um áskorun til Ragnars á þingi kennara frestað Atkvæðagreiðslu um áskorun sem lögð var fram á þingi Kennarasambands Íslands til Ragnars Þórs Péturssonar, tilvonandi formanns KÍ, um að hann myndi endurnýja umboð sitt var frestað til morgundagsins. 12. apríl 2018 14:32
Nýr formaður KÍ sagði fjölmiðla bara koma hlaupandi þegar það væri drama Nýr formaður Kennarasambands Íslands, Ragnar Þór Pétursson, fagnar því að þing sambandsins hafi vísað frá þeirri tillögu að hann þyrfti að endurnýja umboð sitt. Þó var mjótt á mununum í atkvæðagreiðslu. 13. apríl 2018 22:00