Finnum fyrir miklum fordómum kpt skrifar 14. apríl 2018 16:00 Valkyrjur er fyrsta klappstýruteymi Íslands en þetta hófst allt saman í kollinum á Ósk Tryggvadóttur sem er ein af klappstýrunum. fréttablaðið/Ernir Valkyrjur eru nýr íslenskur klappstýruhópur sem skemmtir á leikjum Einherja, íslensks ruðningsliðs, en þær komu einnig fram á leik ÍR og Tindastóls í úrslitakeppni Domino’s-deildar karla á dögunum. Er þetta fyrsta klappstýruteymi Íslands en þetta hófst allt saman í kollinum á Ósk Tryggvadóttur sem er ein af klappstýrunum. Fyrstu mánuðurnir fóru í að skoða atriði á YouTube og að æfa þau.Engin skilyrði Hún segir engin skilyrði sett til þess að mæta á fyrstu æfingu en að þetta sé líkamlega erfitt og geti þær því ekki tekið hvern sem er inn. „Ég var búin að vera í fimleikum þegar ég var yngri og var að leita mér að íþrótt eftir að ég hætti. Ég hafði alveg hugsað út í þá hugmynd svona á léttu nótunum að stofna klappstýrulið og strákur sem ég var að hitta á sínum tíma sem er í Einherjum stakk upp á því að ég myndi smala saman stelpum og halda sýningu í hálfleik. Ég fór og fann tíu stelpur strax og við skoðuðum myndbönd á YouTube en það eru ekki allt sömu stelpur og eru í dag,“ sagði Ósk sem sagði klappstýruteymið vera með mismunandi bakgrunn. „Það eru margar með mismunandi bakgrunn, sumar koma úr dansi og fimleikum en aðrar eru ekki jafn reyndar. Það eru í raun engin skilyrði sem við setjum, þú þarft að hafa styrk og kunna að dansa en annars erum við með opnar æfingar út vorið þar sem hver sem er velkomin að prófa. Ef aðili hefur metnað og áhuga á þessu er það svo skoðað.“ Það þarf að vera í góðu formi til að vera klappstýra en Ósk segir að þær séu með æfingar fimm sinnum í viku.Þrátt fyrir gagnrýnina hafa þær háleit markmið fyrir framtíðina.frettabladid/ernir„Það þarf mikinn styrk því við erum að fleygja fólki upp í loftið, við æfum fimm sinnum í viku og það er þrekþjálfun á hverri æfingu. Við æfum tvisvar á dag á þriðjudögum og fimmtudögum og einu sinni á miðvikudögum.“Finnum fyrir fordómum Hún segir að þær finni fyrir miklum fordómum á stundum en þær nái að útiloka það. „Við finnum fyrir mjög miklum fordómum en við hlustum ekkert á það. Helst eru það afbrýðisamar stelpur og eldra fólk sem segir að þetta sé of kynferðislegt. Fólk segir að við séum í stuttum pilsum og flegnum bolum að dilla okkur en það er rugl, “ sagði Ósk og bætti við: „Þetta er alvöru íþrótt, alveg eins og allt annað.“ Þrátt fyrir gagnrýnina hafa þær háleit markmið fyrir framtíðina. „Við finnum fyrir auknum áhuga og erum að verða þekktari, draumur minn er að allt Ísland viti af þessu og að yngri stelpur viti af þessum möguleika og geti æft. Í dag erum við helst með sýningu á Einherjaleikjum en við erum alltaf tilbúnar að taka að okkur verkefni því að umfjöllunin styrkir okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Valkyrjur eru nýr íslenskur klappstýruhópur sem skemmtir á leikjum Einherja, íslensks ruðningsliðs, en þær komu einnig fram á leik ÍR og Tindastóls í úrslitakeppni Domino’s-deildar karla á dögunum. Er þetta fyrsta klappstýruteymi Íslands en þetta hófst allt saman í kollinum á Ósk Tryggvadóttur sem er ein af klappstýrunum. Fyrstu mánuðurnir fóru í að skoða atriði á YouTube og að æfa þau.Engin skilyrði Hún segir engin skilyrði sett til þess að mæta á fyrstu æfingu en að þetta sé líkamlega erfitt og geti þær því ekki tekið hvern sem er inn. „Ég var búin að vera í fimleikum þegar ég var yngri og var að leita mér að íþrótt eftir að ég hætti. Ég hafði alveg hugsað út í þá hugmynd svona á léttu nótunum að stofna klappstýrulið og strákur sem ég var að hitta á sínum tíma sem er í Einherjum stakk upp á því að ég myndi smala saman stelpum og halda sýningu í hálfleik. Ég fór og fann tíu stelpur strax og við skoðuðum myndbönd á YouTube en það eru ekki allt sömu stelpur og eru í dag,“ sagði Ósk sem sagði klappstýruteymið vera með mismunandi bakgrunn. „Það eru margar með mismunandi bakgrunn, sumar koma úr dansi og fimleikum en aðrar eru ekki jafn reyndar. Það eru í raun engin skilyrði sem við setjum, þú þarft að hafa styrk og kunna að dansa en annars erum við með opnar æfingar út vorið þar sem hver sem er velkomin að prófa. Ef aðili hefur metnað og áhuga á þessu er það svo skoðað.“ Það þarf að vera í góðu formi til að vera klappstýra en Ósk segir að þær séu með æfingar fimm sinnum í viku.Þrátt fyrir gagnrýnina hafa þær háleit markmið fyrir framtíðina.frettabladid/ernir„Það þarf mikinn styrk því við erum að fleygja fólki upp í loftið, við æfum fimm sinnum í viku og það er þrekþjálfun á hverri æfingu. Við æfum tvisvar á dag á þriðjudögum og fimmtudögum og einu sinni á miðvikudögum.“Finnum fyrir fordómum Hún segir að þær finni fyrir miklum fordómum á stundum en þær nái að útiloka það. „Við finnum fyrir mjög miklum fordómum en við hlustum ekkert á það. Helst eru það afbrýðisamar stelpur og eldra fólk sem segir að þetta sé of kynferðislegt. Fólk segir að við séum í stuttum pilsum og flegnum bolum að dilla okkur en það er rugl, “ sagði Ósk og bætti við: „Þetta er alvöru íþrótt, alveg eins og allt annað.“ Þrátt fyrir gagnrýnina hafa þær háleit markmið fyrir framtíðina. „Við finnum fyrir auknum áhuga og erum að verða þekktari, draumur minn er að allt Ísland viti af þessu og að yngri stelpur viti af þessum möguleika og geti æft. Í dag erum við helst með sýningu á Einherjaleikjum en við erum alltaf tilbúnar að taka að okkur verkefni því að umfjöllunin styrkir okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira