Dæmdur fyrir stórfellda líkamsárás á Spot Birgir Olgeirsson skrifar 13. apríl 2018 21:27 Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/hanna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann til tíu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir stórfellda líkamsárás á skemmtistaðnum Spot árið 2014. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa hrint öðrum manni með báðum höndum þannig að hann féll í gólfið með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut lífshættulega og alvarlega höfuðáverka. Þar með talið heilamar í yfirborði ennisblaða og gagnaugablaða, yfirborðsáverka á litla heila vinstra megin, byrjandi blóðsöfnun undir heilahimnu á gagnauga hægra megin, blóð að framan vinstra megin og blæðingu milli heilahólfa framan til, innkýlt brot í hnakkablaðinu hægra megin og loft inni við bein rétt framan við Pétursbeinið. Leiddi það til heilaskaða, meðal annars með varanlegri heyrnarskerðingu á hægra eyra, tapi á lyktar- og bragðskyni, hægari hugsun, gloppóttu minni, kvíða og þunglyndi, auk skerðingar á andlegu og líkamlegu þoli og úthaldi. Dómur hafði fallið í málinu í héraði árið 2016. Þeim dómi var áfrýjað til Hæstaréttar sem ómerkti hann og vísaði aftur í hérað sökum þess að dómur héraðsdóms var ekki fjölskipaður. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði að manninum hefði mátt vera ljóst að það að hrinda ölvuðum manni fyrirvaralaust aftur fyrir sig gæti haft í för með sér afleiðingar. Voru afleiðingarnar raktar til gáleysis mannsins. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann til tíu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir stórfellda líkamsárás á skemmtistaðnum Spot árið 2014. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa hrint öðrum manni með báðum höndum þannig að hann féll í gólfið með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut lífshættulega og alvarlega höfuðáverka. Þar með talið heilamar í yfirborði ennisblaða og gagnaugablaða, yfirborðsáverka á litla heila vinstra megin, byrjandi blóðsöfnun undir heilahimnu á gagnauga hægra megin, blóð að framan vinstra megin og blæðingu milli heilahólfa framan til, innkýlt brot í hnakkablaðinu hægra megin og loft inni við bein rétt framan við Pétursbeinið. Leiddi það til heilaskaða, meðal annars með varanlegri heyrnarskerðingu á hægra eyra, tapi á lyktar- og bragðskyni, hægari hugsun, gloppóttu minni, kvíða og þunglyndi, auk skerðingar á andlegu og líkamlegu þoli og úthaldi. Dómur hafði fallið í málinu í héraði árið 2016. Þeim dómi var áfrýjað til Hæstaréttar sem ómerkti hann og vísaði aftur í hérað sökum þess að dómur héraðsdóms var ekki fjölskipaður. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði að manninum hefði mátt vera ljóst að það að hrinda ölvuðum manni fyrirvaralaust aftur fyrir sig gæti haft í för með sér afleiðingar. Voru afleiðingarnar raktar til gáleysis mannsins.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira