Kannabisræktun á Íslandi „í miklum blóma“ að sögn yfirlögregluþjóns Elín Margrét Böðvarsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 13. apríl 2018 20:30 Líkt og greint hefur verið frá í fréttum var hald lagt á yfir þrjú hundruð kannabisplöntur í einni umfangsmestu kannabisræktun sem hefur komið til kasta lögreglunnar á miðvikudaginn. Fjórir voru handteknir vegna málsins en yfirlögregluþjónn segir kannabisræktun hér á landi vera í miklum blóma en grunur leikur á um að efnin hafi verið ætluð til útflutnings. Alls fundust 322 kannabisplöntur í húsnæði í Smáratúni í Þykkvabæ á Suðurlandi en húsnæðið höfðu pólskir leigjendur til umráða samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá fundust tæpar sjö milljónir króna í reiðufé auk sextán kílóa af kannabislaufum en athygli vakti að hluti þeirra var frosin. „Málið er rannsakað í sjálfu sér sem bæði framleiðsla og hugsanlegur útflutningur á fíkniefnum og síðan peningaþvætti,” segir Karl Steinar.Ræktunin var í iðnaðarhúsnæði í Smáratúni í Þykkvabæ samkvæmt heimildum fréttastofu.VísirHann segir ræktunina vera með þeim umfangsmeiri sem lögregla hefur komist í tæri við í talsvert langan tíma en að aðgerðunum komu lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og embætti ríkislögreglustjóra, en rannsókn málsins er jafnframt unnin í samvinnu við tollyfirvöld, pólsku lögregluna og Europol. „Við höfum stöðvað í aðgerðum síðasta rúma mánuð, þá eru þetta eitthvað um 1200 plöntur sem að hafa reyndar verið á mismunandi stigi ræktunar,” segir Karl Steinar, en plönturnar sem haldlagðar voru á miðvikudaginn voru flestar á lokastigi ræktunar. „Þetta er greinilega í miklum blóma,” segir Karl Steinar og vísar þar til umfangs kannabisræktunar á Íslandi. Mönnunum fjórum sem handteknir voru, einum Íslendingi og þremur Pólverjum, hefur verið sleppt úr haldi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á farbann. Tengdar fréttir Fjórar handtökur í tengslum við umfangsmikla kannabisræktun í Þykkvabæ Frosin kannabislauf fundust á svæðinu sem bendir til þess að hinir grunuðu hafi ætlað sér að flytja efni utan. 13. apríl 2018 13:21 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá í fréttum var hald lagt á yfir þrjú hundruð kannabisplöntur í einni umfangsmestu kannabisræktun sem hefur komið til kasta lögreglunnar á miðvikudaginn. Fjórir voru handteknir vegna málsins en yfirlögregluþjónn segir kannabisræktun hér á landi vera í miklum blóma en grunur leikur á um að efnin hafi verið ætluð til útflutnings. Alls fundust 322 kannabisplöntur í húsnæði í Smáratúni í Þykkvabæ á Suðurlandi en húsnæðið höfðu pólskir leigjendur til umráða samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá fundust tæpar sjö milljónir króna í reiðufé auk sextán kílóa af kannabislaufum en athygli vakti að hluti þeirra var frosin. „Málið er rannsakað í sjálfu sér sem bæði framleiðsla og hugsanlegur útflutningur á fíkniefnum og síðan peningaþvætti,” segir Karl Steinar.Ræktunin var í iðnaðarhúsnæði í Smáratúni í Þykkvabæ samkvæmt heimildum fréttastofu.VísirHann segir ræktunina vera með þeim umfangsmeiri sem lögregla hefur komist í tæri við í talsvert langan tíma en að aðgerðunum komu lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og embætti ríkislögreglustjóra, en rannsókn málsins er jafnframt unnin í samvinnu við tollyfirvöld, pólsku lögregluna og Europol. „Við höfum stöðvað í aðgerðum síðasta rúma mánuð, þá eru þetta eitthvað um 1200 plöntur sem að hafa reyndar verið á mismunandi stigi ræktunar,” segir Karl Steinar, en plönturnar sem haldlagðar voru á miðvikudaginn voru flestar á lokastigi ræktunar. „Þetta er greinilega í miklum blóma,” segir Karl Steinar og vísar þar til umfangs kannabisræktunar á Íslandi. Mönnunum fjórum sem handteknir voru, einum Íslendingi og þremur Pólverjum, hefur verið sleppt úr haldi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á farbann.
Tengdar fréttir Fjórar handtökur í tengslum við umfangsmikla kannabisræktun í Þykkvabæ Frosin kannabislauf fundust á svæðinu sem bendir til þess að hinir grunuðu hafi ætlað sér að flytja efni utan. 13. apríl 2018 13:21 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Fjórar handtökur í tengslum við umfangsmikla kannabisræktun í Þykkvabæ Frosin kannabislauf fundust á svæðinu sem bendir til þess að hinir grunuðu hafi ætlað sér að flytja efni utan. 13. apríl 2018 13:21