Vilja hjólastíg á milli Miklubrautar og Bústaðavegar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. apríl 2018 10:01 Svona sér borgin fyrir sér að hjólastígurinn muni líta út. Mynd/Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur óskað eftir heimild fyrir því að bjóða út framkvæmdir við gerð hjólastíga á milli Miklubrautar og Bústaðavegar. Áætlað er að framkvæmdin, auk hljóðvarnaraðgerða og endurgerðar göngustígs, kosti 270 milljónir króna.Tillagan var lögð fyrir borgarráð Reykjavíkurborgar í gær en reiknað er með að framkvæmdir geti hafist í maí og verði lokið í nóvember.Gert er ráð fyrir að hjólastígurinn verði vestan Kringlumýrarbrautar á milli Miklubrautar og Bústaðavegar. Samhliða framkvæmdunum verðir núverandi göngustígur endurgerður og komið fyrir hljóðvörnum fyrir aðliggjandi byggð vegna umferðar frá Kringumýrarbraut.Kostnaðaráætlun vegna hjólastígsins og hljóðvarnar er sem fyrr segir 270 milljónir en hluti borgarinnar er 185 milljónir króna en þar sem Kringlumýrarbraut er stofnbraut greiðir Vegagerðin helming kostnaðar við gerð hjólastígsins.Reiknað er með að framkvæmdin yrði í þremur áföngum. Fyrsti áfangi næði frá Miklubraut til Hamrahlíðar og tæki tvö mánuði. Því næst yrði unnið að gatnamótum Hamrahlíðar og Kringlumýrarbrautar í einn og hálfan mánuð. Þriðji áfanginn er svo frá Hamrahlíð upp að Bústaðavegi og er reiknað með að tæki þrjá mánuði að klára síðasta áfangann.Framkvæmdin er hluti af hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar sem miðar að því að auka hlutdeild hjólreiða í öllum ferðum í borginni.Mynd/Reykjavíkurborg. Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Breyttar ferðavenjur lykillinn að minni töfum í umferðinni Ef markmiðið er að minnka eða koma í veg fyrir tafir í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu dugir ekki að horfa eingöngu til einstakra framkvæmda. 15. febrúar 2018 11:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur óskað eftir heimild fyrir því að bjóða út framkvæmdir við gerð hjólastíga á milli Miklubrautar og Bústaðavegar. Áætlað er að framkvæmdin, auk hljóðvarnaraðgerða og endurgerðar göngustígs, kosti 270 milljónir króna.Tillagan var lögð fyrir borgarráð Reykjavíkurborgar í gær en reiknað er með að framkvæmdir geti hafist í maí og verði lokið í nóvember.Gert er ráð fyrir að hjólastígurinn verði vestan Kringlumýrarbrautar á milli Miklubrautar og Bústaðavegar. Samhliða framkvæmdunum verðir núverandi göngustígur endurgerður og komið fyrir hljóðvörnum fyrir aðliggjandi byggð vegna umferðar frá Kringumýrarbraut.Kostnaðaráætlun vegna hjólastígsins og hljóðvarnar er sem fyrr segir 270 milljónir en hluti borgarinnar er 185 milljónir króna en þar sem Kringlumýrarbraut er stofnbraut greiðir Vegagerðin helming kostnaðar við gerð hjólastígsins.Reiknað er með að framkvæmdin yrði í þremur áföngum. Fyrsti áfangi næði frá Miklubraut til Hamrahlíðar og tæki tvö mánuði. Því næst yrði unnið að gatnamótum Hamrahlíðar og Kringlumýrarbrautar í einn og hálfan mánuð. Þriðji áfanginn er svo frá Hamrahlíð upp að Bústaðavegi og er reiknað með að tæki þrjá mánuði að klára síðasta áfangann.Framkvæmdin er hluti af hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar sem miðar að því að auka hlutdeild hjólreiða í öllum ferðum í borginni.Mynd/Reykjavíkurborg.
Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Breyttar ferðavenjur lykillinn að minni töfum í umferðinni Ef markmiðið er að minnka eða koma í veg fyrir tafir í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu dugir ekki að horfa eingöngu til einstakra framkvæmda. 15. febrúar 2018 11:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
Breyttar ferðavenjur lykillinn að minni töfum í umferðinni Ef markmiðið er að minnka eða koma í veg fyrir tafir í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu dugir ekki að horfa eingöngu til einstakra framkvæmda. 15. febrúar 2018 11:15