Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2018 15:30 Áslaug Valsdóttir er formaður Ljósmæðrafélags Íslands. vísir/gva Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lét þau ummæli falla á Alþingi í gær að kröfur ljósmæðra væru algjörlega óaðgengilegar af hálfu ríkisins. Áslaug segir fordæmi fyrir kröfum ljósmæðra en spurð út í það hvaða fordæmi hún sé að vísa í nefnir hún ýmsar launahækkanir kjararáðs. „Prestarnir hækkuðu til dæmis um 26 prósent og svo voru það þeir sem eru í kjararáði sem sendu einn tölvupóst og fengu 7,3 prósent hækkun með einu pennastriki. Það er allt mögulegt svona og þegar það er verið að tala um að við setjum allt á hliðina þá er ekkert verið að tala um það að aðrir setji allt á hliðina þó að þeir hækki um fleiri prósentur. Ljósmæður eru fáar þannig að þetta er klink. Staða ríkissjóðs hefur aldrei verið jafngóð og ef einhvern tímann á að leiðrétta laun fólks þá er tíminn til þess núna,“ segir Áslaug.Átti alltaf von á því að Bjarni yrði harður í horn að taka Fyrir liggur að ljósmæður eru að fara fram á meiri launahækkun en önnur félög innan BHM fengu á árinu. Sú hækkun nam 4,21 prósenti en á móti hafa ljósmæður bent á að þær hafi dregist aftur úr í launaþróun. Launaþróun þeirra sé 17 prósent frá árinu 2013 en innan SALEK-rammans sé miðað við 32 prósent.En eru ljósmæður þá að fara fram á þennan mismun, 15 prósent, í hækkun á grunnlaunum? „Við erum að fara fram á hækkun á grunnlaunum og að við lækkum ekki við útskriftina, það er nú kannski krafa númer eitt. Svo viljum við auðvitað líka hagræðingu á vinnutíma og bætingu á aðbúnaði. Ég veit ekki hvernig maður reiknar það í prósentum en ég viðurkenni það alveg að þetta er dýrara en sá kostnaðarrammi sem búið var að setja utan um BHM-félögin,“ segir Áslaug og kveðst ekki vilja ræða nákvæmar um prósentutölur, meðal annars vegna beiðni frá ríkissáttasemjara til deiluaðila þar um. Hún segist alltaf hafa átt von á því að fjármálaráðherra yrði harður í horn að taka. „Og að hann myndi vísa í stöðugleika á vinnumarkaði. Það er bara ekki hægt að segja það í einu orðinu og hækka alls konar annað fólk í hinu orðinu. Mér finnst þetta skrýtin harka að leyfa sér þetta við okkur meðan hin höndin hækkar með einu pennastriki,“ segir Áslaug.Segir deiluna snúast um margt annað en laun Aðspurð segir hún að afstaða ljósmæðra á aðalfundi félagsins hafi komið sér á óvart. Greint hafi verið frá því fyrir fundinn að lítið bæri á milli deiluaðila og segir Áslaug að hún hafi haldið að verið væri að fara að landa nýjum kjarasamningi. „Það kom mér á óvart hvað félagsmenn voru ákveðnir og ég fann það bara að þolinmæði þeirra er á þrotum. Þær ætla ekki að vinna undir svona kjörum lengur.“ Hún segir að þungt hljóð í ljósmæðrum og að þær séu algjörlega tilbúnar til að hætta í faginu. Sú staða sé hrikaleg þar sem ekki sé aðeins um uppsagnir að ræða heldur einnig séu margar ljósmæður að komast á aldur. Þá snúist deilan um margt annað en laun. Þannig snúist hún líka um vinnutíma, starfsumhverfi og svo framkomu ríkisins. Það sitji til að mynda enn í mörgum ljósmæðrum að hafa ekki enn fengið greidd laun frá ríkinu vegna vinnu sem þær inntu af hendi í verkfallinu 2015. Héraðsdómur dæmdi ríkið til að greiða þeim umrædd laun en ríkið áfrýjaði þeim dómi til Hæstaréttar sem enn á eftir að taka málið fyrir. „En það þarf að fara að klára þetta á einhvern hátt og leysa þetta þannig að allir geti gengið sáttir frá borði,“ segir Áslaug um kjaradeiluna. Kjaramál Tengdar fréttir Sanngjarnar launakröfur ljósmæðra eða ógn við stöðugleika á vinnumarkaði? Það er stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins og næsti samningafundur er ekki fyrr en rúma viku. Óljóst er hverjar kröfur ljósmæðra nákvæmlega eru en þó er ljóst að þær vilja meiri hækkun en önnur aðildarfélög BHM sömdu um við ríkið fyrr á árinu. 8. apríl 2018 07:00 Spyr sig hvort heilbrigðisráðherra vilji eitt ríkisrekið stéttarfélag Stjórnarþingmaður segir hið opinbera refsa ljósmæðrum fyrir að bæta við sig námi. Ekkert gengur í yfirstandandi kjaradeilu við ríkið, en ljósmæðrafélagið segir heilbrigðisráðherra senda ljósmæðrum kaldar kveðjur með orðræðu sinni á Alþingi. 10. apríl 2018 20:30 Alvarlegt ástand skapast á Landspítalanum hætti ljósmæður í sumar Nítján af þeim þrjátíu ljósmæðrum sem þegar hafa sagt upp störfum, starfa á Landspítalanum 9. apríl 2018 18:45 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lét þau ummæli falla á Alþingi í gær að kröfur ljósmæðra væru algjörlega óaðgengilegar af hálfu ríkisins. Áslaug segir fordæmi fyrir kröfum ljósmæðra en spurð út í það hvaða fordæmi hún sé að vísa í nefnir hún ýmsar launahækkanir kjararáðs. „Prestarnir hækkuðu til dæmis um 26 prósent og svo voru það þeir sem eru í kjararáði sem sendu einn tölvupóst og fengu 7,3 prósent hækkun með einu pennastriki. Það er allt mögulegt svona og þegar það er verið að tala um að við setjum allt á hliðina þá er ekkert verið að tala um það að aðrir setji allt á hliðina þó að þeir hækki um fleiri prósentur. Ljósmæður eru fáar þannig að þetta er klink. Staða ríkissjóðs hefur aldrei verið jafngóð og ef einhvern tímann á að leiðrétta laun fólks þá er tíminn til þess núna,“ segir Áslaug.Átti alltaf von á því að Bjarni yrði harður í horn að taka Fyrir liggur að ljósmæður eru að fara fram á meiri launahækkun en önnur félög innan BHM fengu á árinu. Sú hækkun nam 4,21 prósenti en á móti hafa ljósmæður bent á að þær hafi dregist aftur úr í launaþróun. Launaþróun þeirra sé 17 prósent frá árinu 2013 en innan SALEK-rammans sé miðað við 32 prósent.En eru ljósmæður þá að fara fram á þennan mismun, 15 prósent, í hækkun á grunnlaunum? „Við erum að fara fram á hækkun á grunnlaunum og að við lækkum ekki við útskriftina, það er nú kannski krafa númer eitt. Svo viljum við auðvitað líka hagræðingu á vinnutíma og bætingu á aðbúnaði. Ég veit ekki hvernig maður reiknar það í prósentum en ég viðurkenni það alveg að þetta er dýrara en sá kostnaðarrammi sem búið var að setja utan um BHM-félögin,“ segir Áslaug og kveðst ekki vilja ræða nákvæmar um prósentutölur, meðal annars vegna beiðni frá ríkissáttasemjara til deiluaðila þar um. Hún segist alltaf hafa átt von á því að fjármálaráðherra yrði harður í horn að taka. „Og að hann myndi vísa í stöðugleika á vinnumarkaði. Það er bara ekki hægt að segja það í einu orðinu og hækka alls konar annað fólk í hinu orðinu. Mér finnst þetta skrýtin harka að leyfa sér þetta við okkur meðan hin höndin hækkar með einu pennastriki,“ segir Áslaug.Segir deiluna snúast um margt annað en laun Aðspurð segir hún að afstaða ljósmæðra á aðalfundi félagsins hafi komið sér á óvart. Greint hafi verið frá því fyrir fundinn að lítið bæri á milli deiluaðila og segir Áslaug að hún hafi haldið að verið væri að fara að landa nýjum kjarasamningi. „Það kom mér á óvart hvað félagsmenn voru ákveðnir og ég fann það bara að þolinmæði þeirra er á þrotum. Þær ætla ekki að vinna undir svona kjörum lengur.“ Hún segir að þungt hljóð í ljósmæðrum og að þær séu algjörlega tilbúnar til að hætta í faginu. Sú staða sé hrikaleg þar sem ekki sé aðeins um uppsagnir að ræða heldur einnig séu margar ljósmæður að komast á aldur. Þá snúist deilan um margt annað en laun. Þannig snúist hún líka um vinnutíma, starfsumhverfi og svo framkomu ríkisins. Það sitji til að mynda enn í mörgum ljósmæðrum að hafa ekki enn fengið greidd laun frá ríkinu vegna vinnu sem þær inntu af hendi í verkfallinu 2015. Héraðsdómur dæmdi ríkið til að greiða þeim umrædd laun en ríkið áfrýjaði þeim dómi til Hæstaréttar sem enn á eftir að taka málið fyrir. „En það þarf að fara að klára þetta á einhvern hátt og leysa þetta þannig að allir geti gengið sáttir frá borði,“ segir Áslaug um kjaradeiluna.
Kjaramál Tengdar fréttir Sanngjarnar launakröfur ljósmæðra eða ógn við stöðugleika á vinnumarkaði? Það er stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins og næsti samningafundur er ekki fyrr en rúma viku. Óljóst er hverjar kröfur ljósmæðra nákvæmlega eru en þó er ljóst að þær vilja meiri hækkun en önnur aðildarfélög BHM sömdu um við ríkið fyrr á árinu. 8. apríl 2018 07:00 Spyr sig hvort heilbrigðisráðherra vilji eitt ríkisrekið stéttarfélag Stjórnarþingmaður segir hið opinbera refsa ljósmæðrum fyrir að bæta við sig námi. Ekkert gengur í yfirstandandi kjaradeilu við ríkið, en ljósmæðrafélagið segir heilbrigðisráðherra senda ljósmæðrum kaldar kveðjur með orðræðu sinni á Alþingi. 10. apríl 2018 20:30 Alvarlegt ástand skapast á Landspítalanum hætti ljósmæður í sumar Nítján af þeim þrjátíu ljósmæðrum sem þegar hafa sagt upp störfum, starfa á Landspítalanum 9. apríl 2018 18:45 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Sanngjarnar launakröfur ljósmæðra eða ógn við stöðugleika á vinnumarkaði? Það er stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins og næsti samningafundur er ekki fyrr en rúma viku. Óljóst er hverjar kröfur ljósmæðra nákvæmlega eru en þó er ljóst að þær vilja meiri hækkun en önnur aðildarfélög BHM sömdu um við ríkið fyrr á árinu. 8. apríl 2018 07:00
Spyr sig hvort heilbrigðisráðherra vilji eitt ríkisrekið stéttarfélag Stjórnarþingmaður segir hið opinbera refsa ljósmæðrum fyrir að bæta við sig námi. Ekkert gengur í yfirstandandi kjaradeilu við ríkið, en ljósmæðrafélagið segir heilbrigðisráðherra senda ljósmæðrum kaldar kveðjur með orðræðu sinni á Alþingi. 10. apríl 2018 20:30
Alvarlegt ástand skapast á Landspítalanum hætti ljósmæður í sumar Nítján af þeim þrjátíu ljósmæðrum sem þegar hafa sagt upp störfum, starfa á Landspítalanum 9. apríl 2018 18:45