Dísilbann skiptir borgarbúum í tvennt Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. apríl 2018 06:00 Svifryk hefur leikið Reykvíkinga grátt að undanförnu. VÍSIR/ERNIR Fjörutíu og fjögur prósent þeirra sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru andvíg banni við notkun dísilbíla fyrir árið 2030. Litlu færri, eða 39 prósent, eru hlynnt slíku banni. Sautján prósent segjast hlutlaus. Fjölmargar þjóðir og borgir hafa boðað bann við notkun bifreiða sem knúnar eru af jarðefnaeldsneyti til að stuðla að hraðari orkuskiptum í samgöngum. Rökstuðningur fyrir slíku banni er yfirleitt með vísunum í bætta heilsu fólks með minna svifryki og að þetta sé mikilvæg aðgerð til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Víðast hvar er stefnt á að innleiða slíkt bann á árunum 2025 til 2040. Á Íslandi er stefnan sú að árið 2030 verði hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum 40 prósent.Þegar rýnt er í svörin í könnun Fréttablaðsins, sem náði til 800 manns með lögheimili í Reykjavík og valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá, er ljóst að mikill hluti Reykvíkinga hefur skoðun á málinu en 91 prósent aðspurðra tók afstöðu til spurningarinnar, aðeins 5 prósent voru óákveðin. Athygli vekur að nánast sömu niðurstöður blasa við þegar spurðir eru einstaklingar á aldrinum 18 til 49 ára og 50 ára og eldri. Í báðum aldursbilum eru 39 prósent hlynnt banni en 45 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri eru andvíg banni. „Það kemur aðeins á óvart hvað það eru margir hlynntir slíku banni. Ég geri ráð fyrir því að það sé vegna þess hve mikil umræða hefur verið um sótmengun frá dísilbílum,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs. Hjálmar kveðst hafa ákveðnar efasemdir um að bann sé endilega rétta leiðin í þessum efnum. Vænlegra sé að haga málum þannig að hagstæðara verði að kaupa rafdrifna bíla. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Kröfur til slitþols vega hafa aukist undanfarin misseri. Áhrifin eiga eftir að koma enn skýrar fram, vonandi í minna svifryki, segir verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Ólíklegt að dragi úr svifryki með steyptum götum. 14. mars 2018 06:00 Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Fjörutíu og fjögur prósent þeirra sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru andvíg banni við notkun dísilbíla fyrir árið 2030. Litlu færri, eða 39 prósent, eru hlynnt slíku banni. Sautján prósent segjast hlutlaus. Fjölmargar þjóðir og borgir hafa boðað bann við notkun bifreiða sem knúnar eru af jarðefnaeldsneyti til að stuðla að hraðari orkuskiptum í samgöngum. Rökstuðningur fyrir slíku banni er yfirleitt með vísunum í bætta heilsu fólks með minna svifryki og að þetta sé mikilvæg aðgerð til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Víðast hvar er stefnt á að innleiða slíkt bann á árunum 2025 til 2040. Á Íslandi er stefnan sú að árið 2030 verði hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum 40 prósent.Þegar rýnt er í svörin í könnun Fréttablaðsins, sem náði til 800 manns með lögheimili í Reykjavík og valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá, er ljóst að mikill hluti Reykvíkinga hefur skoðun á málinu en 91 prósent aðspurðra tók afstöðu til spurningarinnar, aðeins 5 prósent voru óákveðin. Athygli vekur að nánast sömu niðurstöður blasa við þegar spurðir eru einstaklingar á aldrinum 18 til 49 ára og 50 ára og eldri. Í báðum aldursbilum eru 39 prósent hlynnt banni en 45 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri eru andvíg banni. „Það kemur aðeins á óvart hvað það eru margir hlynntir slíku banni. Ég geri ráð fyrir því að það sé vegna þess hve mikil umræða hefur verið um sótmengun frá dísilbílum,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs. Hjálmar kveðst hafa ákveðnar efasemdir um að bann sé endilega rétta leiðin í þessum efnum. Vænlegra sé að haga málum þannig að hagstæðara verði að kaupa rafdrifna bíla.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Kröfur til slitþols vega hafa aukist undanfarin misseri. Áhrifin eiga eftir að koma enn skýrar fram, vonandi í minna svifryki, segir verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Ólíklegt að dragi úr svifryki með steyptum götum. 14. mars 2018 06:00 Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Kröfur til slitþols vega hafa aukist undanfarin misseri. Áhrifin eiga eftir að koma enn skýrar fram, vonandi í minna svifryki, segir verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Ólíklegt að dragi úr svifryki með steyptum götum. 14. mars 2018 06:00
Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00