Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. apríl 2018 18:44 Ekki er útilokað að sveitarfélögin hafi skapað sér skaðabótaskyldu með birtingu gagnanna. Gagnaleki þriggja sveitarfélaga á viðkvæmum persónugögnum er af þeirri stærðargráðu að Persónuvernd hyggst gera frumkvæðisrannsókn á því hvers vegna aðgengi að þessum upplýsingum var óhindrað. Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. Forstjóri Persónuverndar lítur málið alvarlegum augum. Upplýsingar um sálfræðimeðferðir, greiðslu lyfja fyrir einstaklinga og fjárhagsaðstoð eru aðeins brot af þeim upplýsingum sem aðgengi var opið að á heimasíðum Seltjarnarnesbæjar, Garðabæjar og Akraneskaupstaðar. Þá var einnig að finna nöfn barna í barnaverndarkerfinu sem og upplýsingar um fósturforeldra, kennitölur og upplýsingar um greiðslur. Sveitarfélögin hafa öll unnið að auknu gagnsæi í fjármálum sínum en Garðabær opnaði bókhald sitt síðasta sumar, Seltjarnarnesbær um áramótin og Akranes í gær. Samskonar upplýsingar var ekki að finna á vef Reykjanesbæjar sem keyrir á sama hugbúnaði. Fjögur sveitarfélög fengu aðstoð frá KPMG við að birta upplýsingar úr bókhaldi sínu í gegnum hugbúnað frá Microsoft. Svo virðist sem að aðeins þrjú þessara sveitarfélaga hafi birt þessar viðkvæmu upplýsingar en þegar öryggisrofið uppgötvaðist var lokað að aðgengi gagnanna hjá öllum sveitarfélögunum.Sjá einnig: Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélagaAðgengileg frá því í febrúarSviðstjóri ráðgjafarsviðs KPMG sagði í samtali við fréttastofu í dag að gögnin hafi orðið aðgengileg eftir sjálfvirka hugbúnaðaruppfærslu hjá Microsoft í febrúar síðast liðnum. Gögnin hafa því verið aðgengileg öllum í 2-3 mánuði. Forstjóri Persónuverndar lítur málið alvarlegum augum. „Þetta mál lítur ekki vel út en að sama skapi að þá er þetta mál sem að væntanlega verður kært til okkar þegar á morgun að má gefast sé af mörgum aðilum. Nú ef ekki að þá er stærðargráðan að því er virðist slík að Persónuvernd mundi alltaf nýta sér heimild til frumkvæðisathugunar á þessu máli,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Samkvæmt núgildandi lögum er birting gagnanna á ábyrgð sveitarfélaganna og eiga þau að trygga vernd persónuupplýsinga sem eru undir á hverjum tíma. „Það lítur út fyrir að þarna hafi persónu upplýsingar komist til þeirra sem þær eiga ekki að komast til og ef að viðkvæmar persónuupplýsingar eru undir að þá er það bara gríðarlega alvarlegt mál,“ segir Helga.FljótfærniHelga segir fljótfærni gæti hafa átt þátt gagnaleka sveitarfélaganna við að opna bókhald sitt fyrir almenningi. „Eins og ég segi þá gefur það auga leið að þarf hefur verið unnið of hratt mögulega og ekki að nægilegri vandvirkni og yfirvegun sem að þarf þegar það er verið að meðhöndla þessar upplýsingar. Þetta eru viðkvæmar upplýsingar, má gefa sér, sem jafnvel er ekki verið að segja frá innan fjölskyldunnar, hvað þá að þær séu aðgengilegar öllum almenningi á Íslandi hvar sem þér ber niður,“ segir Helga. Helga segir fólk eiga rétt á því að fá að vita hvort verið sé að vinna með persónu upplýsingar um sig. „Að sjálfsögðu eiga einstaklingar rétt á því að fá að vita hvort að þær upplýsingar hafi verið undir í þessum leka,“ segir Helga. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
Gagnaleki þriggja sveitarfélaga á viðkvæmum persónugögnum er af þeirri stærðargráðu að Persónuvernd hyggst gera frumkvæðisrannsókn á því hvers vegna aðgengi að þessum upplýsingum var óhindrað. Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. Forstjóri Persónuverndar lítur málið alvarlegum augum. Upplýsingar um sálfræðimeðferðir, greiðslu lyfja fyrir einstaklinga og fjárhagsaðstoð eru aðeins brot af þeim upplýsingum sem aðgengi var opið að á heimasíðum Seltjarnarnesbæjar, Garðabæjar og Akraneskaupstaðar. Þá var einnig að finna nöfn barna í barnaverndarkerfinu sem og upplýsingar um fósturforeldra, kennitölur og upplýsingar um greiðslur. Sveitarfélögin hafa öll unnið að auknu gagnsæi í fjármálum sínum en Garðabær opnaði bókhald sitt síðasta sumar, Seltjarnarnesbær um áramótin og Akranes í gær. Samskonar upplýsingar var ekki að finna á vef Reykjanesbæjar sem keyrir á sama hugbúnaði. Fjögur sveitarfélög fengu aðstoð frá KPMG við að birta upplýsingar úr bókhaldi sínu í gegnum hugbúnað frá Microsoft. Svo virðist sem að aðeins þrjú þessara sveitarfélaga hafi birt þessar viðkvæmu upplýsingar en þegar öryggisrofið uppgötvaðist var lokað að aðgengi gagnanna hjá öllum sveitarfélögunum.Sjá einnig: Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélagaAðgengileg frá því í febrúarSviðstjóri ráðgjafarsviðs KPMG sagði í samtali við fréttastofu í dag að gögnin hafi orðið aðgengileg eftir sjálfvirka hugbúnaðaruppfærslu hjá Microsoft í febrúar síðast liðnum. Gögnin hafa því verið aðgengileg öllum í 2-3 mánuði. Forstjóri Persónuverndar lítur málið alvarlegum augum. „Þetta mál lítur ekki vel út en að sama skapi að þá er þetta mál sem að væntanlega verður kært til okkar þegar á morgun að má gefast sé af mörgum aðilum. Nú ef ekki að þá er stærðargráðan að því er virðist slík að Persónuvernd mundi alltaf nýta sér heimild til frumkvæðisathugunar á þessu máli,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Samkvæmt núgildandi lögum er birting gagnanna á ábyrgð sveitarfélaganna og eiga þau að trygga vernd persónuupplýsinga sem eru undir á hverjum tíma. „Það lítur út fyrir að þarna hafi persónu upplýsingar komist til þeirra sem þær eiga ekki að komast til og ef að viðkvæmar persónuupplýsingar eru undir að þá er það bara gríðarlega alvarlegt mál,“ segir Helga.FljótfærniHelga segir fljótfærni gæti hafa átt þátt gagnaleka sveitarfélaganna við að opna bókhald sitt fyrir almenningi. „Eins og ég segi þá gefur það auga leið að þarf hefur verið unnið of hratt mögulega og ekki að nægilegri vandvirkni og yfirvegun sem að þarf þegar það er verið að meðhöndla þessar upplýsingar. Þetta eru viðkvæmar upplýsingar, má gefa sér, sem jafnvel er ekki verið að segja frá innan fjölskyldunnar, hvað þá að þær séu aðgengilegar öllum almenningi á Íslandi hvar sem þér ber niður,“ segir Helga. Helga segir fólk eiga rétt á því að fá að vita hvort verið sé að vinna með persónu upplýsingar um sig. „Að sjálfsögðu eiga einstaklingar rétt á því að fá að vita hvort að þær upplýsingar hafi verið undir í þessum leka,“ segir Helga.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira