Fótbolti

Halldór Smári: Ég lúðraði boltanum bara fram

Þór Símon Hafþórsson í Víkinni skrifar skrifar
Halldór Smári Sigurðsson í leik með Víkingi
Halldór Smári Sigurðsson í leik með Víkingi vísir/ernir
Halldór Smári Sigurðsson, leikmaður Víkings, var sigurreifur eftir 1-0 sigur á Fylki í fyrstu umferð Pepsi deildarinnar.

„Ótrúlega sæt tilfinning. Það er auðvitað búið að spá okkur hinu og þessu. Svo vorum við ekki búnir að vinna Fylki í deildinni síðan ’93,“ sagði Halldór Smári, fyrirliði Víkings og maður leiksins, eftir sigur liðsins á Fylki nú í kvöld.

Víkings völlurinn eða heimavöllur Hamingjunar eins og vallarþulurinn kallaði hann var alls ekki í sínu besta ásigkomulagi.

„Eins og þú kannski sást þá lúðraði ég bara boltanum alltaf fram þegar ég fékk hann. Völlurinn bauð ekki upp á góða spilamennsku en vonandi mun hún bara batna og við getum þá sýnt hversu góðir við erum.“

Valur mætir á Víkingsvöllinn 8. maí næstkomandi og er ljóst að það verður erfitt fyrir Íslandsmeistaranna að spila sína bestu knattspyrnu verði völlurinn í svipuðu standi og í kvöld.

„Við hlökkum til að taka á móti Völsurum hér. Þeir hafa örugglega ekki spilað á svona velli í dágóðan tíma.“


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur 1-0 Fylkir | Engin fagurfræði í sigri Víkinga

Víkingur og Fylkir mættust á Víkingsvellinum í lokaleik 1. umferðar Pepsi deildarinnar. Víkingsvöllurinn var vægast sagt í lélegu ásigkomulagi og því var í raun ómögulegt að spila fallega knattspyrnu. Því fengum við leik sem var ekki mikið fyrir augað og þá er vægt til orða tekið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×