Enginn í velferðarnefnd skoðað gögn um Braga 28. apríl 2018 10:00 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis, hefur kallað Ásmund Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, á opinn fund nefndarinnar á mánudaginn. Halldóra sagði í yfirlýsingu í gær að umfjöllun Stundarinnar um mál Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu, sýndi að ráðherra hefði sagt velferðarnefnd ósatt er hann gerði grein fyrir málinu á fundi með nefndinni í febrúar eftir að kvartanir barnaverndarnefnda vegna afskipta Braga af málum komust í hámæli.Svandís Svavarsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, ráðherrar heimsækja VogÍ umfjöllun Stundarinnar kemur fram að Bragi hafi beitt sér fyrir umgengnisrétti manns sem grunaður var um kynferðisbrot gagnvart dætrum sínum og að ráðherra hafi haldið upplýsingum um þessi afskipti Braga leyndum fyrir velferðarnefnd á fundi hans með nefndinni í lok febrúar. Halldóra segir að reynist þetta rétt sé ráðherra ekki sætt í embætti. Velferðarnefnd hóf frumkvæðisathugun á kvörtunum barnaverndarnefndanna snemma í mars og í því skyni var kallað eftir öllum gögnum um málið; tölvupóstsamskiptum, minnisblöðum og öðru sem gæti varpað ljósi á málið og hvernig tekið var á því í ráðuneytinu. „Við boðuðum barnaverndarnefndirnar á fund nefndarinnar þegar þetta kom upp og taldi ástæðu í kjölfar þeirra funda til að senda þessa upplýsingabeiðni til ráðuneytisins. En það tók rosalega langan tíma fyrir þetta að berast til okkar,“ segir Halldóra en gögnin voru afhent velferðarsviði síðastliðinn þriðjudag, eða þremur dögum fyrir birtingu umfjöllunarinnar í Stundinni.Bragi Guðbrandsson.vísir/valli„Það er enginn búinn að kíkja á þetta ennþá. Gögnin eru bundin þannig trúnaði að við þurfum að fara upp á nefndarsvið og skoða þetta þar,“ segir Halldóra en hún hugðist sjálf kynna sér þau í gær en komst ekki til þess vegna álags á símanum. Halldóra segir óvíst hvort nefndarmenn muni hafa kost á því að kynna sér gögnin yfir helgina, en hún hafi borið fram ósk þess efnis við þingið. Andrés Ingi Jónsson, fulltrúi Vinstri grænna í velferðarnefnd hefur heldur ekki kynnt sér gögnin. „Ég er ekki alveg búinn að gera það upp við mig hvort ég ætla að gera það og hvort við þurfum yfir höfuð að vera inni í tilteknu máli til að geta tekið þetta samtal við ráðherrann.“ Ekki náðist í Ásmund Einar Daðason ráðherra við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis, hefur kallað Ásmund Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, á opinn fund nefndarinnar á mánudaginn. Halldóra sagði í yfirlýsingu í gær að umfjöllun Stundarinnar um mál Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu, sýndi að ráðherra hefði sagt velferðarnefnd ósatt er hann gerði grein fyrir málinu á fundi með nefndinni í febrúar eftir að kvartanir barnaverndarnefnda vegna afskipta Braga af málum komust í hámæli.Svandís Svavarsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, ráðherrar heimsækja VogÍ umfjöllun Stundarinnar kemur fram að Bragi hafi beitt sér fyrir umgengnisrétti manns sem grunaður var um kynferðisbrot gagnvart dætrum sínum og að ráðherra hafi haldið upplýsingum um þessi afskipti Braga leyndum fyrir velferðarnefnd á fundi hans með nefndinni í lok febrúar. Halldóra segir að reynist þetta rétt sé ráðherra ekki sætt í embætti. Velferðarnefnd hóf frumkvæðisathugun á kvörtunum barnaverndarnefndanna snemma í mars og í því skyni var kallað eftir öllum gögnum um málið; tölvupóstsamskiptum, minnisblöðum og öðru sem gæti varpað ljósi á málið og hvernig tekið var á því í ráðuneytinu. „Við boðuðum barnaverndarnefndirnar á fund nefndarinnar þegar þetta kom upp og taldi ástæðu í kjölfar þeirra funda til að senda þessa upplýsingabeiðni til ráðuneytisins. En það tók rosalega langan tíma fyrir þetta að berast til okkar,“ segir Halldóra en gögnin voru afhent velferðarsviði síðastliðinn þriðjudag, eða þremur dögum fyrir birtingu umfjöllunarinnar í Stundinni.Bragi Guðbrandsson.vísir/valli„Það er enginn búinn að kíkja á þetta ennþá. Gögnin eru bundin þannig trúnaði að við þurfum að fara upp á nefndarsvið og skoða þetta þar,“ segir Halldóra en hún hugðist sjálf kynna sér þau í gær en komst ekki til þess vegna álags á símanum. Halldóra segir óvíst hvort nefndarmenn muni hafa kost á því að kynna sér gögnin yfir helgina, en hún hafi borið fram ósk þess efnis við þingið. Andrés Ingi Jónsson, fulltrúi Vinstri grænna í velferðarnefnd hefur heldur ekki kynnt sér gögnin. „Ég er ekki alveg búinn að gera það upp við mig hvort ég ætla að gera það og hvort við þurfum yfir höfuð að vera inni í tilteknu máli til að geta tekið þetta samtal við ráðherrann.“ Ekki náðist í Ásmund Einar Daðason ráðherra við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels