Framlög til viðhalds á vegakerfinu verða aukin um helming Heimir Már Pétursson skrifar 27. apríl 2018 18:35 Ríkisstjórnin ákvað í morgun að setja helmingi meira fé til viðhalds á vegakerfinu en gert er ráð fyrir í fjárlögum þessa árs, sem þýðir að tólf milljarðar fara til viðhalds vega. Samgönguráðherra segir að koma verði í veg fyrir enn frekara tjón á vegakerfinu sem hafi komið illa undan vetri. Farið verði í viðhald og uppbyggingu um allt land sem muni auka öryggi ökumanna. Risastór verkefni bíða í uppbyggingu vegakerfisins um allt land ekki hvað síst á höfuðborgarsvæðinu eftir niðurskurðáárunum eftir hrun. Á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 20 milljörðum til nýframkvæmda og viðhalds á vegakerfinu, þar af átta milljörðum til viðhalds. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka fjóra milljarða úr varasjóði til að auka á viðhald vegakerfisins. Þetta þýðir að tólf milljarðar fara til viðhalds vega á þessu ári. Þar með segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hægt að flýta framkvæmdum sem annars hefði ekki verið farið í fyrr en á næsta eða þarnæsta ári. Víða sé mikil þörf á viðhaldi í vegakerfinu. „Annars vegar vegna ástandsins á vegakerfinu, umferðaraukningarinnar. En líka vegna þess hvernig veturinn hefur farið með vegakerfið og verið hefur að koma í ljós á síðustu vikum,“ segir Sigurður Ingi. Þessir fjórir viðbótarmilljarðar eru um helmingur af varasjóði ríkisstjórnarinnar samkvæmt fjármálaáætlun sem ætlaður er til að bregðast við ófyrirséðum hlutum. Veðrið á liðnum vetri hafi valdið meira tjóni en reikna hefði mátt með sem og viðvarandi umferðaraukning. „Og við erum einfaldlega að bregðast við því. Vegna þess að því fyrr sem við grípum inn í að bæta viðhald því minna verður tjónið,“ segir samgönguráðherra. Vegagerðin hafði áætlað að tíu milljarða þyrfti að minnsta kosti í viðhaldsframkvæmdir á þessu ári og því kemur viðbótarframlagið vel til móts við þær áætlanir. Enda segir ráðherra ekki vanþörf á eftir niðurskurð undanfarinna ára. „Fyrst og fremst eru þetta viðhaldsverkefni. Endurbætur á slitlagi, styrking þar sem vegur er orðinn ónýtur og í einstaka tilfellum. Þar sem við verðum að bæta umferðaröryggi, þá getum við líka farið inn um leið við lögum slitlaðið og breikkað vegina. Hugsanlega sett aðskildar akstursstefnur eins og menn hafa rætt um á Grindavíkurvegi,“ segir Sigurður Ingi. Verkefnin muni dreifast um allt land og gefi fljúgandi start á uppbyggingu vegakerfisins. „Vegagerðin telur að við getum einmitt farið í öll þessi verkefni. Í ljósi þess að við höfum verktaka, við höfum verktíma, við höfum leyfin og þetta sé innan þess ramma sem við getum gert,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Samgöngur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Ríkisstjórnin ákvað í morgun að setja helmingi meira fé til viðhalds á vegakerfinu en gert er ráð fyrir í fjárlögum þessa árs, sem þýðir að tólf milljarðar fara til viðhalds vega. Samgönguráðherra segir að koma verði í veg fyrir enn frekara tjón á vegakerfinu sem hafi komið illa undan vetri. Farið verði í viðhald og uppbyggingu um allt land sem muni auka öryggi ökumanna. Risastór verkefni bíða í uppbyggingu vegakerfisins um allt land ekki hvað síst á höfuðborgarsvæðinu eftir niðurskurðáárunum eftir hrun. Á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 20 milljörðum til nýframkvæmda og viðhalds á vegakerfinu, þar af átta milljörðum til viðhalds. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka fjóra milljarða úr varasjóði til að auka á viðhald vegakerfisins. Þetta þýðir að tólf milljarðar fara til viðhalds vega á þessu ári. Þar með segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hægt að flýta framkvæmdum sem annars hefði ekki verið farið í fyrr en á næsta eða þarnæsta ári. Víða sé mikil þörf á viðhaldi í vegakerfinu. „Annars vegar vegna ástandsins á vegakerfinu, umferðaraukningarinnar. En líka vegna þess hvernig veturinn hefur farið með vegakerfið og verið hefur að koma í ljós á síðustu vikum,“ segir Sigurður Ingi. Þessir fjórir viðbótarmilljarðar eru um helmingur af varasjóði ríkisstjórnarinnar samkvæmt fjármálaáætlun sem ætlaður er til að bregðast við ófyrirséðum hlutum. Veðrið á liðnum vetri hafi valdið meira tjóni en reikna hefði mátt með sem og viðvarandi umferðaraukning. „Og við erum einfaldlega að bregðast við því. Vegna þess að því fyrr sem við grípum inn í að bæta viðhald því minna verður tjónið,“ segir samgönguráðherra. Vegagerðin hafði áætlað að tíu milljarða þyrfti að minnsta kosti í viðhaldsframkvæmdir á þessu ári og því kemur viðbótarframlagið vel til móts við þær áætlanir. Enda segir ráðherra ekki vanþörf á eftir niðurskurð undanfarinna ára. „Fyrst og fremst eru þetta viðhaldsverkefni. Endurbætur á slitlagi, styrking þar sem vegur er orðinn ónýtur og í einstaka tilfellum. Þar sem við verðum að bæta umferðaröryggi, þá getum við líka farið inn um leið við lögum slitlaðið og breikkað vegina. Hugsanlega sett aðskildar akstursstefnur eins og menn hafa rætt um á Grindavíkurvegi,“ segir Sigurður Ingi. Verkefnin muni dreifast um allt land og gefi fljúgandi start á uppbyggingu vegakerfisins. „Vegagerðin telur að við getum einmitt farið í öll þessi verkefni. Í ljósi þess að við höfum verktaka, við höfum verktíma, við höfum leyfin og þetta sé innan þess ramma sem við getum gert,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Samgöngur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira