Reykjanesbær þarf að svara um meint vanhæfi bæjarfulltrúans Ólöf Skaftadóttir skrifar 27. apríl 2018 07:00 Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra, var ein af sprautunum í því að setja á stofn samtök um varðveislu Sundhallarinnar. Samtökin mótmæltu fyrirhuguðu niðurrifi fyrir utan höllina í febrúar á þessu ári. Vísir/eyþór Skipulagsstofnun hefur sent bæjarstjórn Reykjanesbæjar bréf þar sem athugasemdir eru gerðar við deiliskipulagsbreytingar fyrir Framnesveg 9 og 11. Á Framnesvegi 9 stendur Sundhöllin í Keflavík. Bréfið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Miklar deilur hafa staðið um hvort rífa eigi Sundhöllina líkt og nýsamþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir, en húsið var teiknað af Guðjóni Samúelssyni.Mögulegt vanhæfi nefndarmanns, Unu Maríu Unnarsdóttur, sem réð úrslitum um samþykkt hins nýja deiliskipulags og Fréttablaðið greindi frá 22. mars síðastliðinn, er gert að umræðuefni í bréfinu. Óskað er eftir viðbrögðum sveitarstjórnarinnar vegna meints vanhæfis eigi síðar en 9. maí næstkomandi, áður en stofnunin tekur afstöðu til vanhæfisins og hvort nýtt deiliskipulag standist lög. Forsaga málsins er sú að bæjarstjórn Reykjanesbæjar staðfesti þann 20. mars ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs sveitarfélagsins um nýtt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir því að Sundhöllin verði rifin. Tveir fulltrúar í ráðinu greiddu atkvæði gegn deiliskipulaginu, en þrír voru fylgjandi, þar á meðal Una María.Sjá einnig: Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Sundhöllin og lóðirnar við Framnesveg 9 og 11 eru í eigu föðurbróður Unu Maríu, Halldórs Ragnarssonar, og sonar hans, Heiðars Halldórssonar, og ljóst að frændur hennar áttu hagsmuna að gæta í málinu.Húsnæði Sundhallarinnar stendur við Framnesveg 9 í Keflavík. Lóðirnar eru í eigu feðga sem ætla í framkvæmdir.Una María svaraði þessari gagnrýni í fyrri frétt blaðsins um málið og sagðist hafa setið hjá í öllum málum er vörðuðu frændur hennar fram til umræddrar atkvæðagreiðslu, sem réð úrslitum um samþykkt hins nýja deiliskipulags og þar af leiðandi framtíðar Sundhallarinnar. Hins vegar hafi hún síðar aflað sér lögfræðiálits um meint vanhæfi og komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri um vanhæfi að ræða. Þannig vísaði hún til 1. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga sem kveður á um að sveitarstjórnarmaður sé vanhæfur sé hann eða hafi verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að einum lið til hliðar við ákvörðunartöku. „Það á bara við um foreldra, börn eða systkin og þar af leiðandi telst ég ekki vanhæf í þessu máli,“ sagði Una María. Skipulagsstofnun vísar hins vegar í 2. mgr. sömu greinar um að sveitarstjórnarmanni, nefndarfulltrúa eða starfsmanni sveitarfélags beri að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo sérstaklega að almennt megi ætla að viljaafstaða hans mótist að einhverju leyti þar af. Í bréfinu segir að á þetta ákvæði reyni í málinu, en ekki það sem Una María ber fyrir sig. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Hollvinasamtök leggja fram kæru Samtök unnenda sundahallar Keflavíkur funduðu með Minjastofnun. 26. mars 2018 06:00 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Ákvörðun hefur verið tekin um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina þar sem Sundhöllin í Keflavík stendur. Fyrrverandi ráðherra hefur mótmælt áformum um að rífa húsið. Atkvæði frænku eiganda lóðarinnar réð úrslitum. Minjastofnun hefur ákveðið að beita sér ekki fyrir friðlýsingu hússins. Bærinn ákveði framtíð þess. 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur sent bæjarstjórn Reykjanesbæjar bréf þar sem athugasemdir eru gerðar við deiliskipulagsbreytingar fyrir Framnesveg 9 og 11. Á Framnesvegi 9 stendur Sundhöllin í Keflavík. Bréfið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Miklar deilur hafa staðið um hvort rífa eigi Sundhöllina líkt og nýsamþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir, en húsið var teiknað af Guðjóni Samúelssyni.Mögulegt vanhæfi nefndarmanns, Unu Maríu Unnarsdóttur, sem réð úrslitum um samþykkt hins nýja deiliskipulags og Fréttablaðið greindi frá 22. mars síðastliðinn, er gert að umræðuefni í bréfinu. Óskað er eftir viðbrögðum sveitarstjórnarinnar vegna meints vanhæfis eigi síðar en 9. maí næstkomandi, áður en stofnunin tekur afstöðu til vanhæfisins og hvort nýtt deiliskipulag standist lög. Forsaga málsins er sú að bæjarstjórn Reykjanesbæjar staðfesti þann 20. mars ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs sveitarfélagsins um nýtt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir því að Sundhöllin verði rifin. Tveir fulltrúar í ráðinu greiddu atkvæði gegn deiliskipulaginu, en þrír voru fylgjandi, þar á meðal Una María.Sjá einnig: Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Sundhöllin og lóðirnar við Framnesveg 9 og 11 eru í eigu föðurbróður Unu Maríu, Halldórs Ragnarssonar, og sonar hans, Heiðars Halldórssonar, og ljóst að frændur hennar áttu hagsmuna að gæta í málinu.Húsnæði Sundhallarinnar stendur við Framnesveg 9 í Keflavík. Lóðirnar eru í eigu feðga sem ætla í framkvæmdir.Una María svaraði þessari gagnrýni í fyrri frétt blaðsins um málið og sagðist hafa setið hjá í öllum málum er vörðuðu frændur hennar fram til umræddrar atkvæðagreiðslu, sem réð úrslitum um samþykkt hins nýja deiliskipulags og þar af leiðandi framtíðar Sundhallarinnar. Hins vegar hafi hún síðar aflað sér lögfræðiálits um meint vanhæfi og komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri um vanhæfi að ræða. Þannig vísaði hún til 1. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga sem kveður á um að sveitarstjórnarmaður sé vanhæfur sé hann eða hafi verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að einum lið til hliðar við ákvörðunartöku. „Það á bara við um foreldra, börn eða systkin og þar af leiðandi telst ég ekki vanhæf í þessu máli,“ sagði Una María. Skipulagsstofnun vísar hins vegar í 2. mgr. sömu greinar um að sveitarstjórnarmanni, nefndarfulltrúa eða starfsmanni sveitarfélags beri að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo sérstaklega að almennt megi ætla að viljaafstaða hans mótist að einhverju leyti þar af. Í bréfinu segir að á þetta ákvæði reyni í málinu, en ekki það sem Una María ber fyrir sig.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Hollvinasamtök leggja fram kæru Samtök unnenda sundahallar Keflavíkur funduðu með Minjastofnun. 26. mars 2018 06:00 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Ákvörðun hefur verið tekin um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina þar sem Sundhöllin í Keflavík stendur. Fyrrverandi ráðherra hefur mótmælt áformum um að rífa húsið. Atkvæði frænku eiganda lóðarinnar réð úrslitum. Minjastofnun hefur ákveðið að beita sér ekki fyrir friðlýsingu hússins. Bærinn ákveði framtíð þess. 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
Hollvinasamtök leggja fram kæru Samtök unnenda sundahallar Keflavíkur funduðu með Minjastofnun. 26. mars 2018 06:00
Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25
Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Ákvörðun hefur verið tekin um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina þar sem Sundhöllin í Keflavík stendur. Fyrrverandi ráðherra hefur mótmælt áformum um að rífa húsið. Atkvæði frænku eiganda lóðarinnar réð úrslitum. Minjastofnun hefur ákveðið að beita sér ekki fyrir friðlýsingu hússins. Bærinn ákveði framtíð þess. 22. mars 2018 06:00